18 nóv. 2022Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið liðið sitt fyrir næstu tvo leikina í undankeppni EuroBasket Women´s 2023 sem fara fram núna í nóvember.
Leikið verður í núna í nóvember og aftur í febrúar 2023 og þar með klárast þessi undankeppni. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Spánn, Ungverjaland og Rúmenía. Ísland hefur leikið gegn Rúmeníu ytra og Ungverjalandi hér heima í nóvember fyrir ári síðan og tapaði báðum leikjum sínum. Núna er leikið er heima og að heiman að nýju en efsta liðið úr riðlinum í lok febrúar fer beint á EM 2023 en möguleiki er fyrir besta annað sætið að fylgja með á lokamótið (fjögur lið með bestan árangur úr öllum undanriðlunum tíu).
Íslenska liðið mun ferðast út mánudaginn 21. nóvember og vera við æfingar ytra fram að leik.
Núna í nóvember á Ísland sína næstu tvo leiki á dagskránni, fyrst verður leikið á útivelli gegn Spáni þann 24. nóvember í Huelva, og svo hér heima gegn Rúmeníu. Heimaleikurinn fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 27. nóvember kl. 16:30 og verður í beinni á RÚV.
Miðasala er hafin og fer öll fram á STUBB (www.stubbur.app)
Samhliða leiknum ætlar KKÍ að vera með körfuboltahátíð í Laugardalshöllinni, Stelpur í körfu, sem verður auglýst nánar á næstunni en hún verður í anddyri Hallarinnar á leikdegi.
Meira