Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

EM 2022: U18 stúlkna á leið til Búlgaríu

29 júl. 2022U18 ára landslið stúlkna hélt af stað í gærmorgun til Sofiu í Búlgaríu þar sem EM 2022, FIBA European Championship, fer fram en stelpurnar leika í B-deild Evrópumótsins. Ísland hefur leik í C-riðli og leikur gegn Noregi, Hollandi og Slóvakíu áður en leikið verður um sæti en keppni hefst á laugardaginn í öllum riðlum. Hægt er að fylgjast með lifandi tölfræði og beinum útsendingum frá mótinu í opnu streymi á heimasíðu keppninnar hér fyrir neðan: Heimasíða keppninnar: fiba.basketball/europe/u18bwomen/2022Meira
Mynd með frétt

Þjálfaranámskeið í ágúst

28 júl. 2022Opnað hefur verið fyrir skráningu á KKÍ 1A og KKÍ 1C námskeiðin.Meira
Mynd með frétt

EM 2022: U18 drengja komnir til Rúmeníu

28 júl. 2022U18 ára landslið drengja hélt af stað í gærmorgun dag til Ploiesti í Rúmeníu þar sem EM 2022, FIBA European Championship, fer fram en strákarnir leika í B-deild Evrópumótsins. Ísland hefur leik í A-riðli og leika gegn Úkraínu, Eistlandi, Danmörku og Írlandi áður en leikið verður um sæti en keppni hefst á morgun föstudag í öllum riðlum. Hægt er að fylgjast með lifandi tölfræði og beinum útsendingum frá mótinu í opnu streymi á heimasíðu keppninnar hér fyrir neðan: Heimasíða keppninnar: fiba.basketball/europe/u18b/2022Meira
Mynd með frétt

EM 2022: U20 karla komnir til Georgíu

14 júl. 2022U20 ára landslið karla hélt af stað um miðjan dag í gær til Tibilisi í Georgíu þar sem EM 2022, FIBA European Championship, fer fram en strákarnir leika í B-deild Evrópumótsins. Ísland hefur leik í A-riðli og leikur gegn Rúmeníu, Hollandi, Lúxemborg og Eistlandi áður en leikið verður um sæti en keppni hefst á morgun föstudag í öllum riðlum. Hægt er að fylgjast með lifandi tölfræði og beinum útsendingum frá mótinu í opnu streymi á heimasíðu keppninnar hér fyrir neðan: Heimasíða keppninnar: https://www.fiba.basketball/europe/u20b/2022Meira
Mynd með frétt

EM 2022: U20 kvenna á leið til Makedóníu

7 júl. 2022U20 kvenna landslið Íslands hélt af stað í morgun og er fyrsta liðið þetta sumarið á leið á EM, FIBA European Championship, en þar leikur Ísland í B-deild. Ísland hefur leik í D-riðli og leikur gegn Noregi, Slóvakíu og Slóveníu áður en leikið verður um sæti en keppni hefst á laugardaginn í riðlunum. Hægt er að fylgjast með lifandi tölfræði og beinum útsendingum frá mótinu í opnu streymi á heimasíðu keppninnar hér fyrir neðan: Heimasíða keppninnar: fiba.basketball/europe/u20bwomen/2022Meira
Mynd með frétt

U15 liðin í Finnlandi · Vináttulandsleikir og æfingabúðir

7 júl. 2022U15 ára liðin héldu út á mánudaginn og tóku við í Kisakallio í Finnlandi eftir NM U16 og U18 liðanna. Þar eru U15 lið drengja og stúlkna hjá Íslandi og Finnlandi saman í æfingabúðum og leika þrjá leiki sín á milli hjá hverju liði en bæði lið hafa tvö níu manna lið. Inn á milli er æft og dagskrá fyrir liðin. Liðin leika í dag fimmtudag og á morgun en fyrstu leikir liðanna var á þriðjudaginn. Ferðin gengur vel og er frábært verkefni með vinum okkar í Finnlandi í frábærum aðstæðum. Liðin koma svo heim á laugardaginn kemur.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni HM 2023: ÍSLAND-HOLLAND Í KVÖLD

1 júl. 2022Craig Pedersen hefur valið þá 12 leikmenn sem verða í búning í kvöld gegn Hollandi kl. 20:00. Uppselt er í Ólafsal en um 1.000 verða á leiknum! ÍSLAND (landsleikir í sviga) Elvar Már Friðriksson · Derthona Basket, Ítalíu (73) Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (69) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (92) Jón Axel Guðmundsson · Hakro Merlins Crailsheim, Þýskaland (19) Kári Jónsson · Valur (25) Ólafur Ólafsson · Grindavík (49) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan (56) Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (21) Styrmir Snær Þrastarson · Davidson, USA (2) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (51) Þórir G. Þorbjarnarsson · Landstede Hammers, Hollandi (17) Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spáni (73) Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson Aðrir leikmenn sem voru í æfingahóp: Gunnar Ólafsson · Stjarnan Hilmar Smári Henningsson · Haukar Kristinn Pálsson · Grindavík Hilmar Pétursson · BreiðablikMeira
Mynd með frétt

KKÍ: Landsliðshópur karla fyrir leikinn gegn Hollandi 1. júlíl

27 jún. 2022Craig Pedersen og þjálfarar hans hafa valið leikmenn í æfingahóp sinn og hefur hann æft sl. daga og skipa þeir nú lokahópinn sem undirbýr sig fyrir leikinn á föstudaginn kemur í Ólafssal en 12 leikmenn verða valdir á endanum fyrir leikinn. Íslenski landsliðs æfingahópurinn er skipaður eftirtöldum 16 leikmönnum:Meira
Mynd með frétt

U20 ára landslið karla 2022

24 jún. 2022U20 ára landslið karla sumarið 2022 tekur þátt í Evrópumóti FIBA um miðjan júlí. Baldur Þór Ragnarsson þjálfari liðsins og aðstoðarþjálfari hans, Pétur Már Sigurðsson, hafa valið sitt 12 manna lið fyrir mótið. Boðað var til æfinga í stórum æfingahópi leikmanna sem æfðu í úrtakshóp í byrjun júní og nú hefur lokahópurinn verið valinn. EM fer fram 15.-24. júlí í Tbilisi í Georgíu en liðið heldur af stað 13. júlí.Meira
Mynd með frétt

U20 ára landslið kvenna 2022

24 jún. 2022U20 ára landslið kvenna sumarið 2022 tekur þátt í Evrópumóti FIBA í byrjun júlí. Halldór Karl Þórsson þjálfari liðsins og aðstoðarþjálfarar hans, Nebojsa Knezevic og Berglind Gunnarsdóttir, hafa valið sitt 12 manna lið fyrir mótið. Boðað var til æfinga í stórum æfingahópi leikmanna sem æfðu í úrtakshóp í byrjun maí og nú hefur verið valið lokahópurinn. EM fer fram 9.-17. júlí í Skopje í Makedóníu en liðið heldur af stað 7. júlí.Meira
Mynd með frétt

Vestri dregur lið sitt úr 1. deild kvenna

22 jún. 2022Lið Vestra hefur dregið sig úr keppni 1. deildar kvenna fyrir keppnistímabilið 2022-2023. Við þetta fækka liðum í 1. deild kvenna í níu og hvert lið leikur 24 leiki í stað 27 eins og upphaflega var áætlað. Leikjaplan deildarinnar hefur verið uppfært á kki.is með hliðsjón af þessu.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni HM 2023: Landslið karla að hefja undirbúning fyrir leikinn 1. júlí

16 jún. 2022Landslið karla er að hefja undirbúning sinn um helgina fyrir landsleikinn í undankeppni HM 2023 þegar liðið leikur síðasta leik sinn í fyrstu umferð keppninnar gegn Hollandi í Ólafssal í Hafnarfirði. Leikurinn fer fram föstudaginn 1. júlí kl. 20:00 og er miðasala hafin á STUBB miðasöluappinu. (sjá nánar hér: www.kki.is/hm2023) Craig Pedersen landsliðsþjálfari og aðstoðarþjálfarar hans, þeir Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson, hafa boðað í upphafi leikmenn til æfinga sem æfa saman á morgun föstudag og laugardag. Úr þeim hópi munu þeir svo boða til áframhaldandi æfinga þá leikmenn sem koma til móts við annan hóp leikmanna landsliðsins sem hefja æfingar í kjölfarið á þessum fyrstu æfingum. Það verður þá endanlegur lokahópur sem undirbýr sig áfram næstu tvær vikur fyrir þennan mikilvæga leik gegn Hollandi. Meira
Mynd með frétt

Ölgerðin og KKÍ endurnýja samstafssamning

16 jún. 2022Í vikunni endurnýjuðu KKÍ og Ölgerðin samstarf sitt með undirritun á nýjum samningi en Ölgerðin og vörumerkið Kristall hefur verið góður samstarfsaðili KKÍ undanfarin ár. Það voru þeir Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Jóhannes Páll Sigurðarson vörumerkjastjóri óáfengra drykkja hjá Ölgerðinni sem skrifuðu undir samninginn í Tómasarstofu í húsakynnum Ölgerðarinnar. Nýr samningur gildir út árið 2024Meira
Mynd með frétt

Landslið karla: ÍSLAND-HOLLAND Fös. 1. júlí · Ólafssalur, Ásvöllum

8 jún. 2022Landslið karla mætir Hollandi föstudaginn 1. júlí · Ólafssalur, Ásvöllum Hfj. Miðasala er hafin á STUBB appinu (allar nánari upplýsingar og linkur á appið hér fyrir neðan). Takmarkað miðaframboð! Fullorðnir: 2.500 kr. 15 ára og yngri: 1.000 kr. Athugið að KKÍ-aðgöngukort gilda ekki á leikinn!Meira
Mynd með frétt

NM 2022 · 12 manna lið U16 og U18 landsliðanna

8 jún. 2022Þjálfarar U16 og U18 landsliða drengja og stúlkna hafa valið sín 12 manna lið sem taka þátt í Norðurlandamótinu 2022 sem fram fer í Kisakallio í Finnlandi. Landsliðshóparnir fyrir sumarið skipa 16 leikmenn og nú var valið úr honum fyrir þetta fyrra verkefni sumarsins, en öll liðin taka síðan þátt í Evrópumóti yngri liða hjá FIBA síðar í sumar, og þá verður valið að nýju fyrir þau verkefni ef gera þarf breytingar og/eða ef upp koma meiðsli. Liðin eru við æfingar núna fram að brottför en farið verður út 28. júní, leikið fimm daga í röð að venju, gegn Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Eistlandi til 3. júlí, og svo ferðast heim þann 4. júlí. Eftirtaldir leikmenn skipa landsliðshópana á NM 2022:Meira
Mynd með frétt

U14 afreksbúðir 2022 · Fyrsta helgin að baki

8 jún. 2022KKÍ hélt um helgina fyrstu æfingahelgi sína fyrir drengi og stúlkur í U14 afrekshópum. U14 eru undanfari að U15 ára landsliði Ísland en í U14 afrekshópum eru það yfirþjálfari KKÍ ásamt vel völdum gestaþjálfurum stjórna ýmsum tækniæfingum og fara yfir komandi áherslur yngri landsliða KKÍ. Meira
Mynd með frétt

Skráning í úrvals- og 1. deildir fyrir 2022-2023

23 maí 2022Opnað hefur verið fyrir skráningu þátttökuliða í úrvals- og 1. deildir karla og kvenna fyrir keppnistímabilið 2022-2023. Skráning stendur yfir til kl. 23:59 þann 31. maí. Sömuleiðis er skráning opin í bikarkeppni meistaraflokka fyrir leiktíðina 2022-2023.Meira
Mynd með frétt

Verðlaunahóf KKÍ 2022 · Kristófer og Dagný Lísa valinn best í vetur

20 maí 2022Dagný Lísa Davíðsdóttir, Fjölni og Kristófer Acox, Val, voru í dag valin leikmenn Subway deilda á verðlaunahófi KKÍ í Laugardal, en þau urðu hlutskörpust í vali formanna, þjálfara og fyrirliða að lokinni deildarkeppni. Í 1. deildunum voru það Eysteinn Bjarni Ævarsson, Álftanesi og Jónína Þórdís Karlsdóttir, Ármanni, sem þóttu best í vetur.Meira
Mynd með frétt

Úrvalsbúðir 2022 · Fyrri æfingahelgin framundan

20 maí 2022Um helgina er komið að fyrri æfingahelgi hinna árlegu ÚRVALSBÚÐA KKÍ sem að þessu sinni eru styrkt af SUBWAY. Þá eru það ungir leikmenn í MB10, MB11 og 7. flokki frá í vetur (árgangar 2011-2010-2009) sem mæta og æfa undir handleiðslu reyndra þjálfara.Það eru þjálfarar félaganna sem tilnefna sína leikmenn úr sínum árgöngum og hefur KKÍ sent þeim og foreldrum boð á tölvupósti og í gegnum Sportabler nú þegar. Hóparnir æfa í tvískiptum hlutum, elsta árið sér og yngri tvö saman, en strákar og stelpur hver árgangur á sínum tímum.Meira
Mynd með frétt

Keppnistímabilinu lokið | skráning fyrir 2022-2023 tímabilið hefst á mánudag

19 maí 2022Keppnistímabilinu 2021-2022 lauk í gærkvöldi þegar Valur varð Íslandsmeistari í Subway deild karla fyrir troðfullu húsi. KKÍ óskar Val og öllum öðrum Íslandsmeisturum þessa tímabils til hamingju. Skráning fyrir keppnistímabilið 2022-2023 hefst á mánudag þegar opnað verður fyrir skráningu í úrvals- og 1. deildir, en henni lýkur að kvöldi 31. maí. Skráning í deildarkeppni yngri flokka og 2. deild karla opnast svo 2. júní og stendur til 14. júní.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira