Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Skráningu í 2. deild kvenna og 3. deild karla lýkur í kvöld

4 sep. 2022Skráningu í Íslandsmót 2. deildar kvenna og 3. deildar karla lýkur á miðnætti.Meira
Mynd með frétt

EuroBasket 2022 hafið · Leikið í fjórum löndum

2 sep. 2022Í gær hófst EM í körfubolta, EuroBasket 2022 sem fram fer í Georgíu, Tékklandi, Þýskalandi og á Ítalíu. Leikið er í riðlum í hverri borg og svo mun Berlín hýsa úrslitin. Keppninn átti að fara fram 2021 en var frestað vegna COVID og fer því fram um þessar mundir. Fjölmörg lið sem eru Íslandi góðu kunn taka þátt en þar eru allir mótherjar Íslands úr undankeppni HM 2023 sem nú stendur yfir, það er Holland, Ítalía, Spánn, Georgía og Úkraína. RÚV sýnir fjölmarga leiki frá mótinu og hefst leikur Króatíu og Grikklands í dag kl. 14:50 á RÚV2.Meira
Mynd með frétt

KKÍ 1B og 2B þjálfaranámskeið framundan

2 sep. 2022KKÍ 1B og 2B þjálfaranámskeiðin hefjast mánudaginn 12. september næstkomandi og því stendur skráning yfir þessa dagana. Námskeiðin eru ætluð öllum þjálfurum sem vilja bæta við sig þekkinguog styrkja stöðu sínar sem þjálfarar. Allar upplýsingar um námskeðin eru veittar á kki@kki.is.Meira
Mynd með frétt

Keppnistímabilið 2022-2023 hefst í kvöld!

1 sep. 2022Fyrsti leikur keppnistímabilsins 2022-2023 fer fram í kvöld þegar Stjarnan tekur á móti Val/KR í ungmennaflokki kvenna í Mathús Garðabæjarhöllinni. Keppnistímabilið framundan stefnir í það stærsta hingað til í fjölda leikja, en áætla má að leiknir verða um 5.300 leikir á komandi keppnistímabili.Meira
Mynd með frétt

2. deild kvenna og 3. deild karla | ætlar þú að vera með?

31 ágú. 2022Nú styttist í skráningarfresti í 2. deild kvenna og 3. deild karla, en skráningu lýkur sunnudaginn 4. september. Við hvetjum þau sem hafa áhuga á að keppa með í vetur að hafa samband við okkur á kki@kki.is fyrir helgi, eða drífa í skráningu. Í 2. deild kvenna verða leiknir 10 leikir í deildarkeppni og í 3. deild karla 12 leikir.Meira
Mynd með frétt

Skráningu í 2. deild kvenna og 3. deild karla lýkur næsta sunnudag

29 ágú. 2022Skráning stendur yfir í 2. deild kvenna og 3. deild karla, en skráningu lýkur næsta sunnudag, 4. september.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni HM 2023: ÍSLAND-ÚKRAÍNA Í KVÖLD

27 ágú. 2022🏀 LEIKDAGUR!!! ⚠️ UPPSELT Á LEIKINN! 🇮🇸 ÍSLAND 🇺🇦 ÚKRAÍNA 🏆 Undankeppni HM2023 ➡️ 2. umferð 🏀 Landslið karla 🗓 Lau. 27. ágúst ⏰ 20:00 📍 Ólafssalur, Ásvölum Hfj. 📺 Sýndur beint á RÚV2Meira
Mynd með frétt

Skráning stendur yfir | 2. deild kvenna og 3. deild karla

25 ágú. 2022Opnað hefur verið skráningu í deildarkeppni 2. deildar kvenna og 3. deildar karla fyrir keppnistímabilið 2022-2023. Keppt hefur verið í 3. deild karla frá 2015, en 2. deild kvenna kemur núna ný inn í deildarkeppnina þar sem mikill vöxtur hefur verið í kvennaboltanum undanfarin ár.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni HM 2023: SPÁNN-ÍSLAND Í KVÖLD

24 ágú. 2022Í kvöld er komið að fyrsta leik Íslands í annarri umferð undankeppni HM 2023 en þá mæta okkar strákar landsliði Spánar í Pamplona. Leikurinn hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma og verður í beinni á RÚV2. Gera þurfti eina breytingu á liðinu en Jón Axel Guðmundsson þarf að hvíla vegna meiðsla á baki en vonast er eftir því að með því verði hann klár fyrir seinni leikinn á laugardaginn kemur sem fram fer í Ólafssal á Ásvöllum. ATH!: UPPSELT er á heimaleikinn á laugardaginn kemur! Íslenski landsliðs æfingahópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum: (landsleikir í sviga)Meira
Mynd með frétt

U14 afreksbúðir 2022 · Þriðja æfingahelgin 27.-28. ágúst

24 ágú. 2022Um helgina fer fram þriðja og síðasta æfingahelgi sumarið 2022 fyrir U14 æfingahópa. U14 æfingahópur í ár eru fyrir ungmenni fædd 2008. Það eru yfirþjálfararnir sem boða leikmenn til æfinga, en um 50 leikmenn fá boð úr þessum eina árgangi um að mæta til æfinga og því eingöngu boðaðir leikmenn sem fengu boð á sínum tíma sem mæta til leiks. Yfirþjálfarar Afreksbúða 2022 er Karl Ágúst Hannibalsson hjá drengjum og Andrea Björt Ólafsdóttir hjá stúlkum en þau fá til sín reynda aðstoðarþjálfara á hverri helgi. Æft verður tvisvar hvorn dag að venju en um helgina fara æfingar fram í íþróttahúsinu á Álftanesi laugardag og sunnudag 27.-28. ágúst. Allar nánari upplýsingar má sjá hérna: www.kki.is/u14 Leikmenn æfa á eftirfarandi tímum um helgina:Meira
Mynd með frétt

HM 2023: Landsliðshópur karla fyrir leikina í ágúst

19 ágú. 2022Íslenska karlalandsliðið leikur tvo landsleiki í næstu viku sem eru þeir fyrstu í annarri umferð undankeppni HM 2023. Landsliðið heldur út á morgun áleiðis til Pamplona á Spáni þar sem fyrri leikur þessa landsliðsglugga fer fram gegn heimamönnum miðvikudaginn 24. ágúst. Liðið verður við æfingar fram að leik ytra. Leikurinn á Spáni verður í beinni á RÚV2 kl. 19:00 að íslenskum tíma. Seinni leikurinn er heimaleikur í Ólafssal sem fram fer laugardaginn 27. ágúst gegn Úkraínu og hefst hann kl. 20:00 og verður í beinni útsendingu á RÚV2. Miðasala er hafin á STUBB og eru takmarkað magn miða eftir. Bæði lið andstæðinga Íslands eru fyrnasterk og bæði á leið á lokamót EM, EuroBasket 2022, sem hefast í byrjun september að þessum glugga loknum. Craig Pedersen landsliðsþjálfari og aðstoðarþjálfarar hans hafa valið þá 12 leikmenn sem skipa liðið að þessu sinni og einn leikmann til vara. Íslenski landsliðs æfingahópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum: (landsleikir í sviga)Meira
Mynd með frétt

Úrvalsbúðir 2022 · Seinni æfingahelgin um helgina

19 ágú. 2022Um helgina fer fram seinni æfingahelgi Úrvalsbúða 2022 en í sumar eru æfingabúðirnar fyrir drengi og stúlkur sem fædd eru árin 2009, 2010 og 2011. Eingöngu boðaðir leikmenn geta skráð sig til þátttöku. Æfingabúðirnar verða haldnar yfir tvær helgar í sumar og fara þær fram laugardag og sunnudag þar sem yngri tvö árin, drengir sér og stúlkur sér, æfa í sama íþróttahúsi á sitthvorum tímanum en elsta árið á öðrum stað skipt í drengi og stúlkur. Staðsetningar æfinganna · Helgi 2 í ágúst 2009: stelpur og strákar: Ásgarði, Garðabæ - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - 2010: stelpur og strákar: Íþróttahús KR, Meistarvöllum (Frostaskjóli) 2011: stelpur og strákar: Íþróttahús KR, Meistarvöllum (Frostaskjóli) Allar nánari upplýsingar er að finna hérna og hér fyrir neðan æfingatíma eftir hópum:Meira
Mynd með frétt

Þjálfaranámskeið KKÍ 1A um helgina

16 ágú. 2022Núna um helgina verður þjálfaranámskeið KKÍ 1A haldið á höfuðborgarsvæðinu. Námskeiðið hefst á föstudagskvöldi og lýkur snemma á sunnudag. Skráning á námskeiðið er opin til kl. 23:45 á fimmtudag.Meira
Mynd með frétt

EM 2022: U16 stúlkna á leið á EM í Svartfjallalandi í dag

16 ágú. 2022U16 ára landslið stúlkna hélt af stað í morgun til Podgorica, höfuðborgar Svartfjallalands, þar sem EM 2022, FIBA European Championship, fer fram en stelpurnar leika í B-deild Evrópumótsins. Ísland hefur leik í C-riðli og leika gegn Svíþjóð, Úkraínu, Sviss og Ísrael áður en leikið verður um sæti en keppni hefst á fimmtudaginn í öllum riðlum. ​ Hægt er að fylgjast með lifandi tölfræði og beinum útsendingum frá öllum leikjum á mótinu í opnu streymi á heimasíðu keppninnar hér fyrir neðan: Heimasíða keppninnar: fiba.basketball/europe/u16bwomen/2022/ Landslið U16 stúlkna · EM 2022Meira
Mynd með frétt

HM 2023: Leikdagur · ÍSLAND-ÚKRAÍNA 27. ágúst · Ólafssalur, Hfj.

12 ágú. 2022🇮🇸 ÍSLAND 🇺🇦 ÚKRAÍNA MIÐASALAN ER HAFIN Á STUBB! 🏆 Undankeppni HM2023 ➡️ 2. umferð 🏀 Landslið karla 🗓 Lau. 27. ágúst ⏰ 20:00 📍 Ólafssalur, Ásvölum Hfj. 📺 Sýndur beint á RÚV2 🎟 2.500 kr (1.000 > 15 ára) ➡️ Miðasala: stubbur.app ⚠️ Takmarkað miðamagn! 📲 #korfubolti #WinForIceland | #FIBAWC 📲 http://www.fiba.basketball/baske.../2023/european-qualifiersMeira
Mynd með frétt

Þjálfaranámskeið KKÍ 1A eftir viku

12 ágú. 2022Þjálfaranámskeið KKÍ 1A verður haldið helgina 19.-21. ágúst nk., en skráning á námskeiðið er opin öllum áhugasömum.Meira
Mynd með frétt

U14 afreksbúðir 2022 · Önnur æfingahelgin 13.-14. ágúst

12 ágú. 2022Um helgina fer fram önnur æfingahelgi af þrem sumarið 2022 fyrir U14 æfingahópa. U14 æfingahópur í ár eru fyrir ungmenni fædd 2008. Það eru yfirþjálfararnir sem boða leikmenn til æfinga, en um 50 leikmenn fá boð úr þessum eina árgangi um að mæta til æfinga og því eingöngu boðaðir leikmenn sem fengu boð á sínum tíma sem mæta til leiks. Yfirþjálfarar Afreksbúða 2022 er Karl Ágúst Hannibalsson hjá drengjum og Andrea Björt Ólafsdóttir hjá stúlkum en þau fá til sín reynda aðstoðarþjálfara á hverri helgi. Æft verður tvisvar hvorn dag en hver helgi nú fer fram í íþróttahúsinu í Dalhúsum, Grafarvogi laugardag og sunnudag 13.-14. ágúst. Allar nánari upplýsingar má sjá hérna: www.kki.is/u14 Leikmenn æfa á eftirfarandi tímum um helgina:Meira
Mynd með frétt

Referee clinic in English

10 ágú. 2022On Saturday, 20 August, the Icelandic basketball federation will host a referee clinic in English for free. The clinic starts at 09:00 in the morning and should take about 8 hours.Meira
Mynd með frétt

EM 2022: U16 drengja á leið á EM í Búlgaríu í dag

9 ágú. 2022U16 ára landslið drengja hélt af stað í morgun til Sofiu í Búlgaríu þar sem EM 2022, FIBA European Championship, fer fram en strákarnir leika í B-deild Evrópumótsins. Ísland hefur leik í B-riðli og leika gegn Lúxemborg, Sviss, Tékklandi og heimamönnum í Búlgaríu áður en leikið verður um sæti en keppni hefst á fimmtudaginn í öllum riðlum. Hægt er að fylgjast með lifandi tölfræði og beinum útsendingum frá öllum leikjum á mótinu í opnu streymi á heimasíðu keppninnar hér fyrir neðan: Heimasíða keppninnar: fiba.basketball/europe/u16b/202Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna á leið í tvo vináttulandsleiki gegn Finnlandi og Svíþjóð

3 ágú. 2022Landslið kvenna heldur í æfingaferð til Tampere í Finnlandi á morgun þar sem liðið mun leika tvo vináttulandsleiki gegn landsliðum Finnlands og Svíþjóðar. Benedikt Guðmundsson hefur valið 12 leikmenn til að taka þátt í leikjunum tveim en þeir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir landsliðsglugga vetrarins í undankeppni EM sem fram fara í nóvember og febrúar næstkomandi. Þrír nýliðar eru í hópnum að þessu sinni úr U20 landsliði kvenna frá í sumar, þær Diljá Ögn Lárusdóttir frá Stjörnunni og Helena Rafnsdóttir og Vilborg Jónsdóttir frá Njarðvík. Eftirtaldir leikmenn skipa landsliðið: (landsleikir í sviga) Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira