Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Valur Íslandsmeistari í Subway deild karla 2022!

19 maí 2022Valsmenn urðu í gærkvöldi Íslandsmeistarar í Subway deild karla eftir sigur á Tindastól í oddaleik fyrir stappfullu húsi í Origo höll Vals. Í leikslok var Kári Jónsson, leikmaður Vals, valinn besti leikmaður úrslitanna.Meira
Mynd með frétt

Stjarnan/Álftanes Íslandsmeistari unglingaflokks karla

18 maí 2022Stjarnan/Álftanes urðu Íslandsmeistarar unglingaflokks karla á mánudag með sigri á Breiðablik í úrslitaleik í Dalhúsum. Leikurinn var þrælspennandi og skildu aldrei meira en 10 stig liðin að, en Stjarnan hafði sigur í lokin 89-92. Þjálfari drengjanna er Ingi Þór Steinþórsson.Meira
Mynd með frétt

Stjarnan C meistari 3. deildar 10. flokks drengja

18 maí 2022Stjarnan C urðu meistarar 3. deildar 10. flokks drengja í gær með sigri á Selfossi B í úrslitaleik í Dalhúsum. Leikurinn var sveiflukenndur framan af leik, jafn og spennandi, en með góðum leikkafla í þriðja leikhluta sleit Stjarnan sig frá, 63-83. Þjálfari drengjanna er Snorri Örn Arnaldsson.Meira
Mynd með frétt

ODDALEIKUR: Valur-Tindastóll í kvöld · Hvort liðið verður Íslandsmeistari 2022?

18 maí 2022Í kvöld er komið að úrslitastundu þegar Valur og Tindastóll mætast í lokaleiknum í úrslitaviðureigninni um íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla! Leikurinn hefst kl. 20:15 og er UPPSELT á leikinn! Stöð 2 Sport sýnir beint frá Origo-höllinni fyrir þá sem ekki verða á staðnum! Valur hefur hampað titilinum 1980 og 1983 en Tindastóll hefur ekki gert það í sögunni og hvorugt lið frá því að Úrvalsdeildin var stofnuð 1984. Það er er því söguleg stund fyrir bæði lið hvernig sem fer í kvöld. Góða skemmtun! ⚠️ ODDALEIKUR! 🏆 BIKARINN FER Á LOFT Í KVÖLD! 🏀 SUBWAY DEILDIN 🆚 Lokaúrslit karla 5️⃣ Oddaleikur 🗓 Mið. 18. maí 🎟 UPPSELT er á leikinn 📺 Sýndur beint á @St2Sport ⏰ 20:15 📍 Origo-höllin 🏀 VALUR (2) - TINDASTÓLL (2) #subwaydeildin #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Uppselt

16 maí 2022Uppselt er á fimmta leik úrslita Subway deildar karla milli Vals og Tindastóls sem fram fer á miðvikudaginn 18 maí.Meira
Mynd með frétt

Selfoss/Hamar meistari 2. deildar 9. flokks drengja

16 maí 2022Selfoss/Hamar urðu meistarar 2. deildar 9. flokks drengja í gær með sigri á Stjörnunni B í úrslitaleik í Dalhúsum. Leikurinn var jafn framan af en Selfoss/Hamar tók völdin í seinni hálfleik og sigldu öruggum sigri heim, 80-62. Þjálfari drengjanna er Hlynur HéðinssonMeira
Mynd með frétt

Haukar Íslandsmeistarar stúlknaflokks

16 maí 2022Haukar urðu Íslandsmeistari stúlknaflokks í gær með sigri á Fjölni í úrslitaleik í Dalhúsum. Leikurinn var nokkuð jafn, þó Haukar hafi leitt lengst af, 56-62. Þjálfari stúlknanna er Ingvar Þór Guðjónsson.Meira
Mynd með frétt

ÍR Íslandsmeistari 10. flokks drengja

16 maí 2022ÍR varð Íslandsmeistari 10. flokks drengja í gær með sigri á Selfoss í úrslitaleik í Dalhúsum. ÍR tók völdin strax í byrjun og hafði öruggan sigur, 58-84. Þjálfari drengjanna er Daði Steinn Arnarsson.Meira
Mynd með frétt

Stjarnan Íslandsmeistari 9. flokks stúlkna

16 maí 2022Stjarnan varð Íslandsmeistari 9. flokks stúlkna í gær með sigri á Keflavík í úrslitaleik í Dalhúsum. Stjarnan leiddi nánast allan leikinn og hafði öruggan sigur, 64-34. Þjálfari stúlknanna er Arnar Guðjónsson.Meira
Mynd með frétt

Stjarnan Íslandsmeistari 9. flokks drengja

16 maí 2022Stjarnan varð Íslandsmeistari 9. flokks drengja í gær með sigri á Breiðablik í úrslitaleik í Dalhúsum. Stjarnan leiddi nánast allan leikinn og hafði öruggan sigur, 54-83. Þjálfari drengjanna er Snorri Örn Arnaldsson.Meira
Mynd með frétt

ÍR meistari 3. deildar 9. flokks drengja

16 maí 2022ÍR varð meistari 3. deildar 9. flokks drengja í gær með sigri á Þór Ak. í úrslitaleik í Dalhúsum. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslit í framlengingu, 77-82. Þjálfari drengjanna er Sæþór Elmar Kristjánsson.Meira
Mynd með frétt

Njarðvík meistari 2. deildar drengjaflokks

16 maí 2022Njarðvík varð meistari 2. deildar drengjaflokks í gær með sigri á Stjörnunni B í úrslitaleik í Dalhúsum. Leikurinn var nokkuð jafn þó Njarðvík leiddi stærstan hluta leiksins, 78-83. Þjálfari drengjanna er Hermann Ingi Harðarson.Meira
Mynd með frétt

Fjölnir Íslandsmeistari drengjaflokks

16 maí 2022Fjölnir varð Íslandsmeistari drengjaflokks í gær með sigri á Breiðablik í úrslitaleik í Dalhúsum. Leikurinn var jafn lengst af, en með góðum leikkafla í þriðja leikhluta tókst Fjölni að skilja sig frá Breiðablik og höfðu sigur, 110-83. Þjálfari drengjanna er Baldur Már Stefánsson.Meira
Mynd með frétt

Subway deild karla: Leikur 4 í kvöld milli Tindastóls og Vals · Fer bikarinn á loft?

15 maí 2022Í kvöld eigast við í Síkinu á Sauðárkróki Tindastóll og Valur í leik fjögur en staðan í einvígi liðanna um Íslandsmeistarabikarin er 2-1 fyrir Val og þeim dugir því sigur kvöld til að verða íslandsmeistarar í Subway deild karla í ár. Nái Tindastóll að sigra og jafna einvígið verður hreinn oddaleikur um titilinn á miðvikudaginn kemur. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport og hefst kl. 20:15.Meira
Mynd með frétt

KR Íslandsmeistari 10. flokks stúlkna

15 maí 2022KR varð Íslandsmeistari 10. flokks stúlkna í gær með sigri á Stjörnunni í úrslitaleik í Dalhúsum. Leikurinn var hnífjafn og spennandi og réðust úrslitin í blálokin, 59-57. Þjálfari stúlknanna er Hörður Unnsteinsson.Meira
Mynd með frétt

Þór Ak. meistari 2. deildar stúknaflokks

15 maí 2022Þór Ak. varð meistari 2. deildar stúlknaflokks í gær með sigri á Aþenu/UMFK í úrslitaleik í Dalhúsum. Leikurinn var nokkuð jafn þó Þór Ak. hafi leitt nánast frá upphafi, 68-85. Þjálfari stúlknanna er Daníel Andri Halldórsson.Meira
Mynd með frétt

Vestri meistari 4. deildar 10. flokks drengja

15 maí 2022Vestri varð í gær meistari 4. deildar 10. flokks drengja með sigri á Stjörnunni D í úrslitaleik í Dalhúsum. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og réðust úrslit leiksins í lokin, 57-47. Þjálfari strákanna er Birgir Örn Birgisson.Meira
Mynd með frétt

Valur meistari 2. deildar unglingaflokks karla

15 maí 2022Valur varð meistari 2. deildar unglingaflokks karla á föstudagskvöld með sigri á Þór Ak. í úrslitaleik í Dalhúsum. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og réðust úrslit leiksins í lokin, 82-89. Þjálfari strákanna er Finnur Freyr Stefánsson.Meira
Mynd með frétt

Þór Ak. meistari 2. deild 10. flokks drengja

15 maí 2022Þór Ak. varð meistari 2. deildar 10. flokks drengja á föstudagskvöld með sigri á Ármanni í úrslitaleik í Dalhúsum. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og réðust úrslit leiksins í lokin, 61-73. Þjálfari strákanna er Daníel Andri Halldórsson.Meira
Mynd með frétt

ÍR b meistari 3. deildar drengjaflokks

13 maí 2022ÍR b urðu í gær meistarar 3. deildar drengjaflokks með sigri á Stjörnunni C í úrslitaleik í Dalhúsum. ÍR náði forystunni strax í byrjun og létu hana aldrei af hendi og höfðu nokkuð öruggan 88-72 sigur. Þjálfari strákanna er Ísak Máni Wíum.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira