23 maí 2022Opnað hefur verið fyrir skráningu þátttökuliða í úrvals- og 1. deildir karla og kvenna fyrir keppnistímabilið 2022-2023. Skráning stendur yfir til kl. 23:59 þann 31. maí. Sömuleiðis er skráning opin í bikarkeppni meistaraflokka fyrir leiktíðina 2022-2023.Meira
20 maí 2022Dagný Lísa Davíðsdóttir, Fjölni og Kristófer Acox, Val, voru í dag valin leikmenn Subway deilda á verðlaunahófi KKÍ í Laugardal, en þau urðu hlutskörpust í vali formanna, þjálfara og fyrirliða að lokinni deildarkeppni.
Í 1. deildunum voru það Eysteinn Bjarni Ævarsson, Álftanesi og Jónína Þórdís Karlsdóttir, Ármanni, sem þóttu best í vetur.Meira
20 maí 2022Um helgina er komið að fyrri æfingahelgi hinna árlegu ÚRVALSBÚÐA KKÍ sem að þessu sinni eru styrkt af SUBWAY.
Þá eru það ungir leikmenn í MB10, MB11 og 7. flokki frá í vetur (árgangar 2011-2010-2009) sem mæta og æfa undir handleiðslu reyndra þjálfara.Það eru þjálfarar félaganna sem tilnefna sína leikmenn úr sínum árgöngum og hefur KKÍ sent þeim og foreldrum boð á tölvupósti og í gegnum Sportabler nú þegar.
Hóparnir æfa í tvískiptum hlutum, elsta árið sér og yngri tvö saman, en strákar og stelpur hver árgangur á sínum tímum.Meira
19 maí 2022Keppnistímabilinu 2021-2022 lauk í gærkvöldi þegar Valur varð Íslandsmeistari í Subway deild karla fyrir troðfullu húsi. KKÍ óskar Val og öllum öðrum Íslandsmeisturum þessa tímabils til hamingju. Skráning fyrir keppnistímabilið 2022-2023 hefst á mánudag þegar opnað verður fyrir skráningu í úrvals- og 1. deildir, en henni lýkur að kvöldi 31. maí. Skráning í deildarkeppni yngri flokka og 2. deild karla opnast svo 2. júní og stendur til 14. júní.Meira
Skrifstofa KKÍ
Hannes S. Jónsson
Formaður KKÍ
Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.
hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574
Kristinn Geir Pálsson
Afreksstjóri KKÍ
Kristinn er afreksstjóri KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll landslið KKÍ, skipulag og undirbúning þeirra, auglýsingar og markaðsmál, ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.
kristinn@kki.is vs: 514-4102 · s: 693-7107
Snorri Örn Arnaldsson
Mótastjóri KKÍ
Snorri Örn er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.
snorri@kki.is
vs: 514-4103 · s: 695-5080
Sigrún Ragnarsdóttir
Skrifstofustjóri KKÍ
Sigrún sér um daglegan rekstur skrifstofu KKÍ ásamt ýmsum verkefnum tengdum mótamálum, afreksmálum og fræðslumálum.
sigrun@kki.is vs: 514-4100 · s: 863-3419
Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir
Starfsmaður mótamála KKÍ
Sólveig vinnur við skipulagningu móta og leikja yngri flokka og annara verkefna tengdum mótamálum.