Greinar

29.01.2021 06:30

KKÍ 60 ára · 29. janúar 2021

Í dag fögnum við 60 ára afmæli Körfuknattleiksambands Íslands, en sambandið var formlega stofnað sunnudaginn 29. janúar 1961. Körfubolti hafði verið stundaður hér á landi um nokkurt skeið áður en kom að stofnun KKÍ, en eftir dugnað stórhuga baráttumanna tókst að setja KKÍ á stofn. Þeim eigum við mikið að þakka. Það gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig þar sem nokkur andstaða var við fjölgun sérsambanda á þessum tíma. Ég held að á engan sé hallað þegar ég nefni að Bogi Þorsteinsson, fyrsti formaður KKÍ hafi verið sá sem barðist hvað mest fyrir stofnun KKÍ. Það má sannarlega segja að KKÍ og körfuboltinn á Íslandi hafi vaxið og dafnað á þessum 60 árum. Íþróttin er orðin ein fjölmennasta og vinsælasta íþróttagrein landsins, en fjöldi sjónvarpsútsendinga, fjöldi iðkenda og sá fítonskraftur sem leynist í aðildarfélögum KKÍ ber þess glögglega merki.
Nánar ...

04.12.2020 15:45

Pistill formanns KKÍ · Hannes S. Jónsson 4. des. 2020

Síðustu vikum má líkja við eina góða langa sérleið í rally, ég sé fyrir mér gömlu góðu Lyngdalsheiðina þegar ég skrifa þetta. Þrátt fyrir allt stopp í æfingum og keppni hefur allt verið á blússandi fullri ferð og nánast á yfirsnúning í sjötta gír. Enn einu sinni á þessu sérstaka ári 2020 höfum við í körfuboltanum og íþróttahreyfingunni þurft að takast á við krefjandi aðstæður. Mikið hefur verið fundað, spjallað, skrifað og hugsað. Margar skoðanir á lofti, ýmsar áhyggjur, en efst er mér í huga samskipti við skemmtilegt hugsjónafólk með mikla ástríðu fyrir körfubolta. Eftir að þessi faraldur náði tökum á heimsbyggðinni höfum við spilað fjóra landsleiki við afar sérstakar aðstæður.
Nánar ...

09.07.2020 15:14

Mótahald KKÍ - reglulegur vöxtur

Mótahald KKÍ hefur vaxið hröðum skrefum síðustu ár, en það endurspeglar góða og vaxandi stöðu körfuknattleiksíþróttarinnar hér á landi ásamt því öfluga starfi sem aðildarfélög KKÍ, hringinn um landið, standa fyrir.
Nánar ...

21.11.2018 09:20

Landslið kvenna: ÍSLAND-BOSNÍA í kvöld kl. 19:45

Íslenska kvennalandsliðið mætir í kvöld landsliði Bosníu í sínnum síðasta leik í riðlakeppninni í undankeppninni fyrir EM kvenna 2019. Lokamótið fer fram næsta sumar í Serbíu og Lettlandi. Leikurinn hefst kl. 19:45 í Laugardalshöllinni og verður í beinni útsendingu á RÚV2.
Nánar ...

01.09.2018 16:20

Landsliðs karla: Sigur í fyrri leiknum gegn Noregi í Bergen

Íslenska landslið karla lék í kvöld fyrri leik sinn gegn landsliði Norðmanna í Bergen, en liðin mætast öðru sinni á morgun. Leikurinn er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir forkeppni EuroBasket 2021 og er liðið í boði norska sambandsins sem heldur upp á 50 ára afmæli sitt í ár. Eftir að hafa skoað aðeins fimm stig í öðrum leikhluta og lent 20 stigum undir í hálfleik, þá er skemmst frá því að segja íslenska liðið kom allt annað til leiks í seinni hálfleik og byrjaði fljótlega að minnka muninn hægt og rólega með betri varnarleik og skilvirkari sókn. Frábært kafli í lok leikhlutans og í byrjun fjórða leikhluta lagði grunninn að því að leikurinn varð jafn og þá sýndu íslensku strákarnir sínar bestu hliðar og lönduðu sigri 69:71, með yfirvegun og skynsömum leik og frábærri vörn.
Nánar ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira