U14

ALMENNT UM U14 ÆFINGAHÓPA:

KKÍ mun standa fyrir æfingahópum í U14 (áður Afreksbúðir) í ár líkt og síðastliðin sumur. U14 eru undanfari að U15 ára landsliði Íslands sem kallað verður inn til æfinga milli jóla og nýárs 2021. Í U14 æfingahópum er það yfirþjálfari ásamt vel völdum gestaþjálfurum stjórna ýmsum tækniæfingum. 

U14 æfingahópur í ár eru fyrir ungmenni fædd 2007 og verða haldnar þrisvar yfir sumarið. Það eru yfirþjálfararnir sem boða leikmenn til æfinga, en um 50 leikmenn fá boð úr þessum eina árgangi um að mæta til æfinga.

Yfirþjálfarar Afreksbúða 2021 er Snorri Örn Arnaldsson hjá drengjum og Ólöf Helga Pálsdóttir hjá stúlkum.

Athugið að eingöngu boðaðir leikmenn fengu bréf og eiga að mæta í búðirnar:

U14 æfingabúðirnar verða haldnar á þrem helgum í sumar. Æft verður tvisvar hvorn dag en hver helgi er haldin á nýjum æfingastað.

Fyrsta æfingahelgin fer fram dagana 19.-20. júní í Ólafssal á Ásvöllum í Hafnarfirði. Helgi tvö verður haldin í íþróttahúsinu í Grindavík 14.-15. ágúst og staðsetning þriðju helgarinnar sem fram fer 28.-29. ágúst verður í Grindavík einnig (ath var Seljaskóli en var breytt).

-> Sjá nánari tímasetningar á æfingum hérna undir „Dagskrá“

-> Skráningarsíðu fyrir boðaða leikmenn í U14 æfingahópa er að finna hérna 
FYRIRKOMULAG OG FRAMKVÆMD:

1) Aðkoma iðkenda · Inngangur 
Við biðjum foreldra um að koma ekki inn í íþróttahúsið vegna þess að áhorf er ekki í boði á meðan æfingar fara fram.

2) Iðkendur geta notað búningsklefa
Hægt verður að notast við búningsklefa í íþróttahúsunum eins og staðan er í dag.

3) Aðkoma næstu æfingahópa
Strákar og stelpur æfa til skiptis báða daga og því fínt að miða við að mæta í íþróttahúsið c.a 15-20 mínútum fyrir upphaf æfingu. 

4) Lok æfinga / milli æfinga
Þegar æfingu lýkur fara iðkendur strax út úr íþróttasalnum og nýta annað rými til að nærast og bíða milli æfinga.
Hægt er að rölta út í kjörbúðir í næsta nágrenni og/eða vera með nesti með sér.

5) Þátttökugjald og greiðsla
Við viljum biðja foreldra að millifæra þátttökugjaldið á reikning KKÍ. Vegna sóttvarna og til að lágmarka umgang í íþróttahúsinu eru allir foreldrar eru beðnir um að ganga frá þátttökugjaldinu í heimabanka með millifærslu og kvittun í tölvupósti fyrir fyrstu æfingahelgina.

Mjög mikilvægt er að senda kvittun merkta „U14 + nafn leikmanns“ til að hægt sé að merkja við greiðslur.

kt. 7101691369
rn. 0121-26-1369
netfang fyrir kvittun: kki@kki.is (merkt „U14 + nafn leikmanns“)
Þátttökugjald: 12.000 kr. (samtals allar þrjár æfingahelgarnar í sumar)
 

Gott að vita:
· Allir leikmenn fá Errea „Ísland-Körfubolti“ bol frá KKÍ til eignar
· Eingöngu þjálfurum, fulltrúum KKÍ og starfsfólki íþróttahússins sem og iðkendum er heimilt að vera í inní íþróttasal
· Foreldrum er óheimilt að horfa á æfingarnar
· Handspritt sé aðgengilegt á öllum stöðum þar sem iðkendur og þjálfarar verða
· Iðkendur drekki eingöngu vökva úr sínum eigin drykkjarílátum. Hver og einn aðili ætti að vera með sitt eigið ílát (brúsa, flösku eða annað).

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira