7 nóv. 2023

KKÍ boðar til unglingaráðsfundar laugardaginn 23. mars 2024 í Laugardalnum kl. 9:30. Fundurinn verður einungis í boði sem staðfundur, en vakin er athygli á því að einungis verður leikið í bikarúrslitum karla og kvenna þennan dag. Markmið fundarins er að gefa barna- og unglingaráðum aðildarfélaga KKÍ tækifæri til að koma saman og ræða þau verkefni og áskoranir sem snúa að barna- og unglingastarfi og hvernig KKÍ getur stutt frekar við það starf. Einnig gefst ungum og áhugasömum einstaklingum innan félaganna tækifæri til að skrá sig og taka þátt í að móta framtíðina í yngri flokkum.

SKRÁNING HÉR

Umræðuefnin eru samansett út frá ábendingum og athugasemdum sem skrifstofa KKÍ fær frá hreyfingunni, en mikilvægt er að hreyfingin nái saman til að ræða þessi efni.

Meðal umræðuefna eru:

  • Fræðslumál og þjálfaramenntun
  • Framkvæmd fjölliðamóta
  • 7. og 8. flokkur – festa leikstaði fyrir allt tímabilið
  • Reynsla af reglubreytingum frá því í september
    • innkastreglan
    • leiktími
  • Ungmennaflokkur kvenna – reynsla af breyttu fyrirkomulagi
  • Skipting ferðakostnaðar í bikarkeppni yngri flokka
  • Skráning liða í bikarkeppni yngri flokka
  • Skráningarfrestur 9. og 10. flokks
  • Yngri flokka þing eða ráðgjafarnefnd
  • Færsla milli deilda um áramót
  • Önnur mál
    • Lágmarksaldur meistaraflokksleikmanna
    • Mercy regla í minnibolta
    • Önnur mál

Við hvetjum ykkur til að senda okkur fleiri umræðuefni, ef það er eitthvað sem þið viljið koma að eða ræða á fundinum. Gert er ráð fyrir að fundurinn taki sinn tíma, en boðið verður upp á mat. Þess vegna er mikilvægt að allir þeir sem ætla að taka þátt skrái sig. Frekari gögn verða send út á skráða þátttakendur í aðdraganda fundarins.