Rafíþrótta landsliðið · NBA2K


Landslið Íslands á FIBA ESPORT OPEN III

KKÍ í samvinnu við Rafíþróttasamtök Íslands mun Ísland taka þátt í FIBA Esport Open III þar sem keppt verður á Playstation í leiknum NBA2K í lok næstu viku. Þetta er í fyrsta sinn sem KKÍ og Ísland tekur þátt í rafíþróttamóti á vegum FIBA.

Keppni hefst föstudagin 23. apríl og verður Ísland í riðli með þrem öðrum liðum. Alls eru fjórir riðlar með fjórum liðum í Evrópudeildinni. Tvö efstu liðin í hverjum riðli fara áfram í 8-liða úrslitin sem leikin verða á laugardeginum 24. apríl og fjögur bestu fara í lokaúrslit á sunnudegi. 

Ísland er í riðli með Kýpur, Bosníu og Serbíu og verður hægt að fylgjast með keppinni beint á netinu á miðlum FIBA (Youtube, Facebook og Twitch) undir merkinu #FIBAesportsOpen

Sex leikmenn eru skráðir á mótið að þessu sinni og eru fimm sem spila hvern leik. Um tímamót er að ræða í sögu KKÍ þar sem þetta er fyrsta rafíþróttalið KKÍ sem mætir til leiks á vegum sambandsins og við hæfi að það sé að gerast nú á 60 ára afmælisári sambandsins.

Landslið Íslands í NBA2K 2021 skipa eftirtaldir leikmenn:

#  9 · Alexander Leon Kristjánsson · Ísafjörður (GOAT--LEON-)
#24 · Agnar Daði Jónsson · Reykjavík (IsMeYaBoiiiiiii)
#11 · Björgvin Lúther Sigurðarson · Álftanes (Bjorgvin Luther)
#12 · Friðrik Heiðar Vignisson (Fyrirliði) · Ísafjörður (frikkibeast6000)
#  7 · Lórenz Geir Þórisson · Hafnarfjörður (lorenzgeir)
#34 · Róbert Ingi Gunnarsson · Hafnarfjörður (BigD_Roberto)

Liðsstjórar: Aron Ólafsson og Jóhannes Páll Durr frá RÍSÍ og Kristinn Geir Pálsson frá KKÍ. 

Beinar útsendingar/rásir: (Setjum inn hér líka beina tengla)

Útsending Stöðvar 2 eSport á Twitch (með íslenskum lýsanda)

Leikur 1 · 17:00 🇨🇾 KÝPUR - 🇮🇸 ÍSLAND · Beint á Youtube FIBA: www.youtube.com/watch?v=eh5kpLEhyCo
Leikur 2 · 17:40 🇮🇸 ÍSLAND - 🇧🇦 BOSNÍA · Beint á Youtube FIBA: www.youtube.com/watch?v=NW6PPWUPrwE
Leikur 3 · 18:20 🇮🇸 ÍSLAND - 🇷🇸 SERBÍA

www.twitch.tv/fiba
www.facebook.com/FIBA
www.youtube.com/user/FIBAWorld

Heimasíða mótsins:
www.fiba.basketball/esports/open3/2021


Úrslit leikja:

- - Föstudagur 23. apríl - -
Leikur 1 · 17:00 🇨🇾 KÝPUR 94:43 🇮🇸 ÍSLAND
Leikur 2 · 17:40 🇮🇸 ÍSLAND 56:68 🇧🇦 BOSNÍA
Leikur 3 · 18:20 🇮🇸 ÍSLAND 58:79 🇷🇸 SERBÍA


Ísland er úr leik á mótinu og hafnaði í 4. sæti riðilsins. Tvö efstu liðin fara áfram og leika til úrslita á morgun laugardag og sunnudag.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira