9 nóv. 2023Íslenska kvennalandsliðið mætir í dag Rúmeníu í sínum fyrsta leik í undankeppni EM, EuroBasket Women's 2025 kl. 16:00 að íslenskum tíma. Leikið er í Constanta í Rúmeníu og mun RÚV sýna beint frá leiknum í dag. 

Einn nýliði mun leika sinn fyrsta landsleik, en það er Ísold Sævarsdóttir, Stjörnunni, sem er í hóp í fyrsta sinn. Þá mun Helena Sverrisdóttir verða landsleikjahæsta kona íslandsögunar með því að leika sinn 80. landsleik en hún og Hildur Sigurðardóttir, sem nú er hætt að spila, hafa leikið 79 leiki hvor hingað til. 

Næsti leikur liðsins verður svo heima í Ólafssal á sunnudaginn kemur 12. nóvember kl. 18:30 gegn Tyrklandi og mun Lykill bjóða landsmönnum frítt á leikinn.

Íslenska liðið er þannig skipað í dag gegn Rúmeníu:

Nafn · Félag · Landsleikir
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík · 8
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur · 12
Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík · 9
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur · 18
Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík · 13
Helena Sverrisdóttir · Haukar · 79
Isabella Ósk Sigurðardóttir · Panserraikos Serres, Grikklandi · 12
Ísold Sævarsdóttir · Stjarnan · Nýliði
Sara Líf Boama · Valur · 2
Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík · 18
Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar · 4
Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar · 31

Þjálfari: Benedikt Rúnar Guðmundsson
Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson
Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir
Læknir: Berglind LáruGunnarsdóttir
Liðsstjóri: Sigrún Ragnarsdóttir