Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Subway deild karla · Tindastóll-Njarðvík kl. 20:15

24 apr. 2022Í kvöld mætast fyrir norðan í leik tvö, Tindastóll og Njarðvík, í undanúrslitum Subway deildar karla. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport.Meira
Mynd með frétt

Subway deild karla · Valur-Þór Þorlákshöfn í kvöld!

23 apr. 2022Valur og Þór Þ. mætast öðru sinni í kvöld kl. 20:15 að Hlíðarenda í undanúrslitum Subway deildar karla. Leikurinn verður að sjálfsögðu á sínum stað á Stöð 2 Sport. Staðan í einvígi liðanna er 1-0 fyrir Val en það lið sem sigrar þrjá leiki fer í lokaúrslitin. Meira
Mynd með frétt

1. deild karla | Höttur-Álftanes seinkað

22 apr. 2022Þriðja leik Hattar og Álftaness í umspili 1. deildar karla hefur verið seinkað til kl. 20:15 í kvöld. Þetta kemur til þar sem flugi austur á Egilsstaði var seinkað fram á kvöld.Meira
Mynd með frétt

Subway deild kvenna · Njarðvík-Haukar leikur 2 í kvöld!

22 apr. 2022Í kvöld er komið að leik tvö í lokaúrslitum Subway deildar kvenna um íslandsmeistaratitilinn 2021-2022 þegar Njarðvík tekur á móti Haukum í Ljónagryfjunni. 🏆 SUBWAY DEILDIN ⛹🏻 🆚 Úrslit kvenna 2️⃣ Leikur 2 🗓 Fös. 22. apríl 🎟 Miðasala á STUBB 📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport ⏰ 19:15 📍 Ljónagryfjan 🏀 NJARÐVÍK (1) - HAUKAR (0) #subwaydeildin #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

FIBA TABLE OFFICIALS vottun · Nýtt námskeið að hefjast

22 apr. 2022KKÍ auglýsir fyrir áhugasama FIBA-vottunarnámskeið eða FIBA TABLE OFFICIALS CERTIFICATE námskeið sem fram fer á netinu. Námskeiðið er eingöngu hugsað fyrir þá sem vija starfa á opinberum landsleikjum KKÍ, þar sem það er skylda að hafa náð prófinu og vera með FIBA-vottunina, og svo nýtist það einnig fyrir aðra stærri viðburði eins og úrslitaleiki í bikarkeppni og slíkt sem KKÍ heldur og raðar starfsmönnum á ritaraborð.Meira
Mynd með frétt

Subway deild karla: Undanúrslit Njarðvíkur og Tindastóls hefjast í kvöld!

21 apr. 2022Í kvöld hefst undanúrslitasería Njarðvíkur og Tindastóls. Fyrsti leikurinn fer fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík og hefst kl. 20:15. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport.Meira
Mynd með frétt

Subway deild karla: Undanúrslit Þórs Þ. og Vals hefjast í kvöld!

20 apr. 2022Í kvöld er komið að fyrsta leik í einvígi Þórs Þorlákshafnar og Vals í undanúrslitum Subway deildar karla. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í lokaúrslitin og leikur gegn annaðhvort Njarðvík eða Tindastól, en sú rimma hefst annað kvöld. Meira
Mynd með frétt

Subway deild kvenna: Lokaúrslitin hefjast í kvöld!

19 apr. 2022Úrslitin í Subway deild kvenna hefjast í kvöld þegar Haukar og Njarðvík mætast í leik eitt um íslandsmeistaratitilinn! Sjáumst á vellinum!Meira
Mynd með frétt

Útslit 1. deildar karla - Leikur 2 í kvöld

19 apr. 2022🏆 1. DEILD KARLA · ÚRSLIT 🆚 Leikur 2 🗓 Þri. 19. apríl 🎟 Miðasala á STUBB ⏰ 20:15 📍 Álftanes 🏀 ÁLFTANES (0) - HÖTTUR (1) Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 11. APRÍL 2022

11 apr. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Yngri landslið Íslands · U16 ára landslið drengja 20222

11 apr. 2022Búið er að velja lokahópinn þeirra 17 leikmanna sem skipa U16 drengja í sumar. Að lokum verða það 12 leikmenn í U16 liðum drengja og stúlkna sem mynda svo liðin sem taka þátt í verkefnum sumarsins. Borche Ilievski tók við liðinu fyrir skömmu og verður aðalþjálfari liðsins. U16 liðin taka þátt á NM og Evrópumótum FIBA í sumar. Eftirtaldir leikmenn skipa U16 hópinn sumarið 2022:Meira
Mynd með frétt

Subway deild karla · Tveir leikir í kvöld í 8-liða úrslitunum

11 apr. 2022Úrslitakeppni Subwaydeildar karla heldur áfram í kvöld og eru tveir leikir á dagskránni. Valur og Stjarnan mætast í Origo-höllinni að Hlíðarenda í seinni leik kvöldsins kl. 20:15 en á undan leika Tindastóll og Keflavík í Síkinu á Sauðárkróki kl. 18:15. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum 2022. Báðir leikirnir í beinni á Stöð 2 Sport!Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna: ÁRMANN-ÍR · Leikur 3 í kvöld

11 apr. 2022Í kvöld eigast Ármann og ÍR við í þriðja leik sínum í lokaúrslitum 1. deildar kvenna en leikið er um laust sæti í Subway deildinni að ári. Staðan í einvíginu er 1-1 en fjórði leikur liðanna er svo á fimmtudaginn í Seljaskóla. Þar geta sigurvegarar kvöldsins tryggt sér sæti í efstu deild með sínum þriðja sigri. Leikurinn í kvöld fer fram á heimavelli Ármanns í íþróttahúsi KennaraháskólansMeira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 9. APRÍL 2022

9 apr. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Þjálfaranám KKÍ 2022

8 apr. 2022KKÍ stendur fyrir sex þjálfaranámskeiðum núna í vor og næsta haust. Tvö námskeið verða haldin í maí, KKÍ 1A og KKÍ 2A, en næsta haust verða KKÍ 1A, 1B, 1C og 2B haldin. Gott er að hafa í huga að þeir þjálfarar sem hyggjast sækjast eftir því að fara í FECC þurfa hið minnsta að hafa klára þjálfarastig KKÍ 1 og 2 ásamt ÍSÍ 1 og 2. Opnað hefur verið fyrir skráningu á KKÍ 1A og KKÍ 2A, en vakin er athygli á því að aðeins þeir sem hafa greitt fyrir námskeið fá að taka þátt. Við bendum á að hægt er að sækja styrki fyrir þjálfaranámskeiðum, en oft veita stéttarfélög styrki fyrir þátttöku á námskeiðum. Frekari upplýsingar um námskeiðin eru veittar á skrifstofu KKÍ.Meira
Mynd með frétt

Subway deild karla: Tveir leikir í kvöld og báðir beint á Stöð 2 Sport

8 apr. 2022Í kvöld er komið að leikjum tvö í viðureignum Stjörnunnar og Vals og Keflavíkur og Tindastóls. Liðin mætast kl. 18:15 og 20:15 í kvöld og leiða Valur og Tindastóll 1-0 í sínum einvígum. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki leikur í undanúrslitum Subway deildarinnar. ​ 🏆 SUBWAY DEILDIN 🆚 8-liða úrslit karla 🗓 Fös. 8. apríl 2️⃣ Leikir 2 🎟 Miðasala á 📲 STUBB appinu 📺 Báðir leikir beint á Stöð 2 Sport ⏰ 18:15 📍 Mathús Garðarbæjar-höllin 🏀 STJARNAN (0) - VALUR (1) ⏰ 20:15 📍 Blue-höllin 🏀 KEFLAVÍK (0) - TINDASTÓLL (1) #subwaydeildin #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

1. deild kvenna: ÍR-Ármann í kvöld kl. 19:15

8 apr. 2022Í kvöld fer fram annar leikur milli ÍR og Ármanns í lokaúrslitum 1. deildar kvenna. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki leikur í Subway deild kvenna að ári. Staðan í einvígi liðanna er 1-0 fyrir Ármanni. Leikurinn hefst kl. 19:15 á heimavelli ÍR í Hertz-hellinum, íþróttahúsi Seljaskóla.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 6. apríl 2022

6 apr. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 5. apríl 2022

6 apr. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fjórum agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna: ÁRMANN-ÍR · Lokaúrslitin hefjast í kvöld

5 apr. 2022Fyrsti leikur í lokaúrslitum 1. deildar kvenna hefjast í kvöld þegar Ármann og ÍR mætast í leik eitt. Það lið sem fyrr sigrar þrjá leiki fer upp um deild og leikur í Subway deild kvenna á næsta ári. Ármann varð deildarmeistari í vetur og ÍR varð í öðru sæti en einn sigurleikur skildi liðin að. Liðin unnu að auki hvort annað í deildarkeppninni þar sem tveim stigum munaði í báðum leikjunum milli þeirra og því von á spennandi úrslitaseríu. Leikurinn í kvöld hefst kl. 19:15 og fer fram á heimavelli Ármanns í Kennó (íþróttahúsi Kennaraháskólans). Miðasala er í STUBB appinu.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira