17 maí 2023

Selfoss varð meistari 2. deildar 12. flokks karla á mánudag með sigri á Skallagrím í úrslitaleik á Meistaravöllum. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik, en í þeim seinni náðu Selfyssingar yfirhöndinni og höfðu að lokum 16 stiga sigur, 88-72. Þjálfari liðsins er Bjarmi Skarphéðinsson.

Birkir Hrafn Eyþórsson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 18 stigum, 15 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Til hamingju Selfoss!