Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Íslandsmótið hefst um helgina

30 ágú. 2024Íslandsmótið 2024-2025 hefst með formlegum hætti um helgina. Meira
Mynd með frétt

Leikjadagskrá í deildarkeppni yngri flokka og 2. deild liggur nú fyrir

19 ágú. 2024Leikjadagskrá í deildarkeppni yngri flokka og 2. deild karla er tilbúin fyrir tímabilið 2024-2025. Meira
Mynd með frétt

3x3 mót fyrir 11-16 ára í Laugardalshöll

16 ágú. 2024Fyrsta körfuboltamótið fyrir yngri flokka fer fram þann 31. ágúst næstkomandi þegar Ármann heldur 3x3 mót í Laugardalshöllinni fyrir 11-16 ára. Mótið fer fram helgina 31. ágúst - 1. september næstkomandi og er fyrir árganga 2008-2013. Skráning fer fram á karfa@armenningar.is og er síðasti séns til að skrá sig 27. ágúst. Skráningargjald er 6.000 kr. Ef að spurningar vakna varðandi mótið þá er hægt að hafa samband við karfa@armenningar.is. Meira
Mynd með frétt

Kvennalandsliðið kemur saman til æfinga

15 ágú. 2024Kvennalandsliðið okkar er við æfingar þessa dagana og fram yfir helgi. Æfingarnar er liður í undirbúningi fyrir síðustu leikina í undankeppni EuroBasket 2025 sem verða spilaðir í nóvember og febrúar. Þeir leikmenn sem hafa verið boðaðir til æfinganna eru:Meira
Mynd með frétt

Þjálfaranámskeið KKÍ 1C framundan

14 ágú. 2024KKÍ þjálfari 1C er kennt í staðnámi sem helgarnámskeið dagana 31. ágúst-1. september 2024. Áhersla er lögð á þjálfun barna 14 ára og yngri í KKÍ 1C náminu. Hér er lögð meiri áhersla á samvinnu leikmanna en gert er í 1A. Þjálfarar sem hafa lokið öllum prófum og verkefnum 1 A, B og C námi, ásamt því að hafa lokið ÍSÍ 1 útskrifast með KKÍ 1 þjálfararéttindi. Frekari upplýsingar um námskeiðið og skráningu má nálgast með því að smella á Meira.Meira
Mynd með frétt

U16 stelpur hefja keppni á morgun

14 ágú. 2024Á morgun fimmtudag 15. ágúst er komið að því fyrir U16 ára stúlkna landsliðið okkar að hefja leik í B-deild U16 EuroBasket yngri landsliða. Mótið fer fram í Konya í Tyrklandi og mæta stelpurnar okkar Bosníu í fyrsta leik kl.13:30 að íslenskum tíma. Mótinu lýkur laugardaginn 24. ágúst.Meira
Mynd með frétt

U16 strákar mættir til Skopje

7 ágú. 2024Á morgun fimmtudag 8. ágúst er komið að því fyrir U16 ára strákanna okkar að hefja leik í B-deild U16 EuroBasket yngri landsliða. Mótið fram fer í Skopje í Norður-Makedóníu og mæta stákarnir okkar Svartfjallalandi í fyrsta leik kl.14:00 að íslenskum tíma. Mótinu lýkur laugardaginn 17. ágúst.Meira
Mynd með frétt

KKÍ 3 ÞJÁLFARANÁMSKEIÐ 16.-18. ÁGÚST

4 ágú. 2024KKÍ þjálfari 3 verður kennt í staðnámi dagana 16.-18. ágúst 2024. Að þessu sinni koma þrír erlendir fyrirlesarar til okkar, þeir Joan Plaza, Craig Pedersen og Moritz Hadzija. Frekari upplýsingar um námskeiðið, skráningu og fyrirlesara má nálgast með því að smella á meira.Meira
Mynd með frétt

U15 liðin mætt til Finnlands á æfingamót

3 ágú. 2024U15 drengja-og stúlknalið okkar eru mætt til Kisakallio í Finnlandi þar sem þau taka þátt í æfingarmóti næstu daganna. Löndin sem taka þátt í mótinu eru ÍSLAND, Finnland, Danmörk og Þýskaland.Liðin munu spila á morgun sunnudag, mánudag og síðustu leikir verða á miðvikudaginn næsta 7. ágúst. Fréttir og myndir frá mótinu munu koma á samfélagsmiðla KKÍ á meðan mótinu stendur.Meira
Mynd með frétt

U18 stelpur hefja keppni á morgun

1 ágú. 2024Á morgun föstudag 2. ágúst er komið að því fyrir U18 ára stelpurnar okkar að hefja leik í B-deild U18 EuroBasket yngri landsliða. Mótið fram fer í Ploiesti í Rúmeníu og mæta stelpurnar okkar Slóvakíu í fyrsta leik kl.15:30 að íslenskum tíma. Mótinu lýkur sunnudaginn 11. ágúst.Meira
Mynd með frétt

Karlalandsliðið kemur saman til æfinga

26 júl. 2024Karlalandsliðið okkar verður við æfingar núna síðustu daga júlí mánaðar. Æfingarnar er liður í undirbúningi fyrir síðustu leikina í undankeppni EuroBasket 2025 sem verða spilaðir í nóvember og febrúar.Meira
Mynd með frétt

U18 strákar hefja keppni á morgun

25 júl. 2024Á morgun föstudag 26. júlí er komið að því fyrir U18 ára strákanna okkar að hefja leik í B-deild U18 EuroBasket yngri landsliða. Mótið fram fer í Skopje í Norður-Makedóníu og mæta stákarnir okkar Sviss í fyrsta leik kl.14:00 að íslenskum tíma. Mótinu lýkur sunnudaginn 4. ágúst.Meira
Mynd með frétt

Ísland hefur leik í A deild U20 karla á morgun

12 júl. 2024Á morgun laugardag 13.júlí er komið að því fyrir U20 ára strákanna okkar að hefja leik í A-deild EuroBasket yngri landsliða þetta sumarið en 16 efstu þjóðirnar í þessum aldursflokki keppa í A-deild. Mótið fram fer í Gdynia í Póllanid og mæta stákarnir okkar Litháen í fyrsta leik kl.13:30 að íslenskum tíma. Mótinu lýkur sunnudaginn 21. júlí. Þetta er annað árið í röð sem U20 karla spilar í A-deild.Meira
Mynd með frétt

KKÍ og Bónus gera með sér samstarfssamning

10 júl. 2024KKÍ og Bónus hafa gert samstarfssamning sín á milli og verður Bónus einn af aðal samstarfsaðilum KKÍ. Úrvalsdeildir karla og kvenna munu nú bera nafn Bónus, Bónus deildin en einnig mun Bónus styðja við landsliðs- og afreksstarf KKÍ. Meira
Mynd með frétt

Leikjadagskrá úrvals og 1. deilda

5 júl. 2024Leikjadagskrá úrvals og 1. deilda liggur nú fyrir og er hægt að nálgast á heimasíðu KKÍ. Það verður úrvalsdeild kvenna sem mun hefja Íslandsmótið 2024-2025, en fyrsta umferð deildarinnar er fyrirhuguð 1.-2. október. Úrvalsdeild karla fylgir síðan á eftir þann 3.- 4. október. Keppni 1. deilda hefst einnig í sömu viku, en karlarnir leika 4. október og konurnar þann 5. október.Meira
Mynd með frétt

EM U20 kvenna hefst á morgun

5 júl. 2024Á morgun laugardag 6.júlí hefst fyrsta EuroBasket yngri landsliða þetta sumarið á vegum FIBA Europe þegar A-og B-deildir U20 kvenna hefjast, okkar stelpur spila í B-deildinni sem fram fer í Sofíu í Búlgaríu og mæta Austurríki í fyrsta leik kl.17:30 að íslenskum tíma. Mótinu lýkur sunnudaginn 14. Júlí.Meira
Mynd með frétt

Notkun GameDay hætt og FIBA Organizer tekið upp aftur tímabundið

4 júl. 2024KKÍ hefur tekið þá ákvörðun að hætta notkun GameDay mótakerfisins sem sambandið tók upp fyrir síðastliðið keppnistímabil og taka aftur upp FIBAOrganizer tímabundið á meðan farið er í greiningu á mikilvægum þörfum sambandsins í mótakerfismálum.Meira
Mynd með frétt

EuroBasket yngri landsliða - beinar útsendingar á vef FIBA

4 júl. 2024Á næsta laugardag hefst fyrsta EuroBasket yngri landsliða þetta sumarið þegar A-og B-deildir U20 kvenna hefjast. Eins og undanfarin ár veitir FIBA Europe okkur þá frábæru þjónustu að allir leikir frá EruoBasket yngri landsliðs verða í beinni útsendingu á vef þeirra. Það verður því bæði hægt að horfa á leiki landsliða okkar á EM og fylgjast með í lifandi tölfræði, það er mikil körfuboltaveisla framundan næstu vikurnar.Meira
Mynd með frétt

KKÍ 3 þjálfaranámskeið í ágúst

3 júl. 2024KKÍ þjálfari 3 verður kennt í staðnámi dagana 16.-18. ágúst 2024. Skráningarupplýsingar má sjá með því að smella á MEIRA. Aðalfyrirlesari að þessu sinni er Joan Plaza, en hann hefur m.a. verið valinn þjálfari ársins á Spáni og Litháen. Auk Joan Plaza verða Craig Pedersen, Baldur Þór Ragnarsson, Friðrik Ingi Rúnarsson, Rúnar Ingi Erlingsson, Pétur Már Sigurðsson og fleiri með innlegg á námskeiðinu. Námskeiðið fer fram dagana 16.-18. ágúst á höfuðborgarsvæðinu. Athugið að skráning og greiðsla er bindandi. Námskeiðið telst sem KKÍ 3A hjá þeim þjálfurum sem eiga það ólokið og KKÍ 3B hjá þeim sem eiga það ólokið. Þeir þjálfarar sem hafa lokið KKÍ 3A og 3B geta nýtt þetta námskeið sem endurmenntun. Fullt námskeiðsgjald er kr. 75.000, en kr. 59.000 ef gengið er frá skráningu og greiðslu eigi síðar en þriðjudaginn 6. ágúst. Allar frekari upplýsingar um námskeiðið veitir Snorri Örn Arnaldsson á snorri@kki.is.Meira
Mynd með frétt

NM U16 drengja og stúlkna hefst í dag í Kisakallio í Finnlandi

3 júl. 2024Í dag hefst NM hjá strákunum og stelpunum okkar í U16 en mótið fer fram í Kisakallio í Finnlandi. Næstu daga munu því U16 og U18 liðin okkar vera á fullu í Finnlandi og Svíþjóð.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira