Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Landslið karla: Eistland-Ísland í dag

29 júl. 2021Í kvöld leikjur landslið karla sinn annan vináttulandsleik gegn Eistlandi í æfingaferðinni í Tallinn. Leikurinn í gær var leikinn fyrir luktum dyrum og léku 14 leikmenn beggja liða og ákváðu þjálfararnir að leika 4x12 mín. Leikurinn í gær reyndist vel allir leikmenn tóku þátt og voru mínútum dreift milli leikmanna. Kári Jónsson snéri ökkla lítilega en er að jafna sig og leikur í kvöld aftur. Leikurinn var jafn og leiddi Ísland eftir 1. og 2. leikhluta og þar með í háflleik. Eistar áttu góðan þriðja leikhluta og nýttu til að mynda 7/11 þriggjastiga skotum sínum sem fór langt með leikinn fyrir þá að þessu sinni. Góðir leikur hjá okkar strákum í heild og þjálfarateymið ánægt með frammistöðu leikmanna og hvernig gekk að gera það sem lagt var upp með. Ægir Þór Steinarsson var með 14 stig og Elvar Már Friðriksson var með 13 en aðrir dreifðu öðru skori sín á milli.Meira
Mynd með frétt

Landslið karla: Tveir vináttulandsleikir gegn Eistlandi framundan

27 júl. 2021Íslenska landslið karla í körfuknattleik var kallað saman í lok síðustu viku til æfinga og hefur æft saman yfir helgina. Til að byrja með æfði hluti hópsins saman miðvikudag og fimmtudag en þá voru leikmenn úr þeim hóp boðaðir áfram og bættust við fleiri leikmenn á föstudeginum sem hafa æft saman síðan þá. Framundan eru mjög mikilvægir leikir í ágúst, dagana 12.-17. ágúst, í lokaumferð forkeppni að HM 2023. Þar leikur liðið í sóttvarnar „bubblu“ í Svartfjallalandi alla fjóra leiki sína gegn Svartfjallalandi og Danmörku í þriggja liða riðli. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í sjálfa undankeppnina sem hefst í nóvember. Meira
Mynd með frétt

U20 karla: Leika um 3. sætið á morgun

22 júl. 2021U20 lið karla lék sinn þriðja leik í dag gegn Svíþjóð. Strákarnir okkar töpuðu gegn Finnum í fyrsta leik og unnu svo Eistland í gær. Í dag lék þeir gegn Svíum. Ísland-Eistland: Strákarnir í U20 unnu frábæran sigur á heimamönnum í þar sem Styrmir Snær Þrastarson fór mikinn. Eistar skoruðu 6 fyrstu stigin en síðan tóku strákarnir leikinn yfir og leiddu til loka. Þegar upp var staðið var sigurinn öruggur og liðsheildin virkilega góð. Öll fjögur liðin eru því með einn sigur og eitt tap eftir gærdaginn og því réðst það í dag um hvaða sæti liðin myndu leika.Meira
Mynd með frétt

U20 kvenna: Tveir leikir búnir · tap í gær og sigur í dag

22 júl. 2021U20 kvenna lék fyrsta leik sinn í gær af þrem í Svíþjóð þar sem heimastúlkur, Ísland og Finnland hittust og leika þrjá leiki innbyrðis sín á milli. Leikurinn í gær gegn Finnlandi var jafn framan af. Í lok þriðja leikhluta. Lokatölur 77:66 fyrir Finnland. Ísland lék vel á löngum köflum, lék frábæra vörn en með betri hittni úr opnum skotum hefði liðið haft fullt erindi í að vinna leikinn. Ásta Júlía Grímsdóttir var með 21 stig og Anna Ingunn Svansdóttir var með 18 stig, en báðar tóku þær sex fráköst hvor. Í dag mættu íslensku stelpurnar liði Svía í fyrr leik sínum gegn þeim, en liðið mætast aftur á morgun. Stelpurnar tóku forystuna snemma leiks og léku vel á báðum endum vallarins. 55:45 sigur niðurstaðan í dag.Meira
Mynd með frétt

U20 karla: Tap í fyrsta leik gegn Finnlandi

21 júl. 2021Strákarnir í U20 hófu leik í gær gegn Finnlandi í sínum fyrsta leik af fjórum á U20 móti sem fram fer í Eistlandi. Í dag er komið að öðrum leik liðsins og hefst hann kl. 16:30 að íslenskum tíma í dag (19:30 í Eistlandi). Hægt er að sjá lifandi tölfræði og horfa á beint streymi (gegn vægu gjaldi). Sjá nánar hérna ​Meira
Mynd með frétt

U20 liðin: Flogið út í morgun · Landsleikir framundan næstu daga

19 júl. 2021Í morgun flugu bæði U20 liðin út í sín verkefni en norðurlöndin settu saman leiki og mót milli sinna U20 liða þegar ákveðið var að fara ekki á EM í ár. Flogið var til Arlanda í Svíþjóð með Icelandair þar sem stelpurnar verða í Stokkhólmi og keppa leiki gegn Svíum og Finnum dagana 21.-23. júlí og eru þær mættar á hótelið sitt. Strákarnir fara svo áfram yfir til Tallinn í Eistlandi þar sem þeir keppa gegn Eistum, Finnum og Svíum 20.-23. júlí.Meira
Mynd með frétt

Yngri landslið Íslands · 12 manna landslið U18 liðanna 2021

14 júl. 2021Búið er að velja og tilkynna 18 ára landslið stúlkna og drengja fyrir NM sumarið 2021. U18 ára liðin leika í ár dagana 16.-20. ágúst í Kisakallio fimm leiki gegn Finnum, Dönum, Svíum, Eistum og Norðmönnum að venju. Ferðast verður út 15. ágúst og komið heim 21. ágúst NM í ár er tvískipt v/ sóttvarnarreglna og leika U16 liðin 1.-5. ágúst. Eftirtaldir leikmenn skipa U18 ára liðin í ár:Meira
Mynd með frétt

Yngri landslið Íslands · 12 manna landslið U16 liðanna 2021

13 júl. 2021Búið er að velja og tilkynna 16 ára landslið stúlkna og drengja fyrir NM sumarið 2021. Liðin leika 1.-5. ágúst í Kisakallio fimm leiki gegn Finnum, Dönum, Svíum, Eistum og Norðmönnum að venju. Eftirtaldir leikmenn skipa liðin:Meira
Mynd með frétt

Bikarkeppni yngri flokka - 32 liða úrslit

6 júl. 2021Dregið hefur verið í 32 liða úrslit bikarkeppni yngri flokka í öllum flokkum nema 9. flokki stúlkna og unglingaflokki karla.Meira
Mynd með frétt

Staðfest leikjaskrá úrvals- og 1. deilda

5 júl. 2021Leikjaskrá úrvals- og 1. deilda hefur nú verið staðfest og útgefin á heimasíðu KKÍ. Hægt er að nálgast leikjaniðurröðun á mótavef KKÍ. Leikið er samkvæmt keppnisdagatali KKÍ, en þetta tímabilið verður leikið milli jóla og nýárs í úrvalsdeildum karla og kvenna og 1. deild karla.Meira
Mynd með frétt

Yngri landslið Íslands: Lokahóparnir í U16 og U18 2021

2 júl. 2021Búið er að velja 16 manna lokahópa í U16 og U18 landsliðum Íslands fyrir sumarið 2021. ​ Um er að ræða loka æfingahóp sem æfir saman í sumar. Eftir 11. júlí verða svo loka 12 manna liðin valin fyrir Norðurlandamótið sem fram fer í Kisakallio í ágúst en það er tvískipt í ár og keppa U16 liðin saman 1.-5. ágúst og U18 ára liðin saman 16.-20. ágúst. Hóparnir eru þannig skipaðir sumarið 2021:Meira
Mynd með frétt

U20 ára liðin · 12 manna liðin 2021

2 júl. 2021U20 lið karla og U20 kvenna leika í sumar leiki á æfingamótum með þeim Norðurlöndum sem vildu taka þátt í ár með sín lið. Hjá strákunum verður leikið í Tallinn í Eistlandi gegn heimamönnum, Svíum og Finnum. Stelpurnar fara til Stokkhólms í Svíþjóð og leika gegn Svíum og Finnum þrjá leiki. Leikirnir fara fram 19.-24. júlí hjá báðum liðunum í sumar. Þjálfarar liðanna hafa valið sín 12 manna lið fyrir þetta verkefni og eru liðin þannig skipuð í ár: Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 30. JÚNÍ 2021

1 júl. 2021Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Pistill formanns KKÍ · Hannes S. Jónsson á lokahófi KKÍ 2021

1 júl. 2021Hannes S. Jónsson hélt ræðu á lokahófi KKÍ þar sem verðlaun voru veitt sl. þriðjudag til leikmanna, þjálfara, dómara og sjálfboðaliða fyrir framúrskarandi árangur í vetur á ný yfirstöðnu keppnistímabili. Ræða Hannesar:Meira
Mynd með frétt

Lokahóf KKÍ 2020-2021: Sara Rún og Hörður Axel kjörin best í ár

29 jún. 2021Árlegt lokahóf og verðlaunaafhending KKÍ fyrir tvær efstu deildir karla og kvenna fór fram í hádeginu á Grand Hótel Reykjavík. Veitt voru verðlaun fyrir og viðukenningar fyrir tímabilið 2020-2021. Það eru að venju formenn, fyrirliðar og þjálfarar liðanna í deildunum sem kjósa og dómarar kjósa prúðustu leikmennina í efstu deildunum. Bestu leikmenn deildarinnar í ár voru kjörin þau Sara Rún Hinriksdóttir frá Haukum og Hörður Axel Vilhjálmsson frá Keflavík. Eftirfarandi aðilar hlutu verðlaun í ár!Meira
Mynd með frétt

Þór Þorlákshöfn er Íslandsmeistari í Domino's deild karla 2021!

26 jún. 2021Þór Þorlákshöfn er Íslandsmeistari í Domino's deild karla 2021 eftir sigur í kvöld á liði Keflavíkur. Þór Þ. vann því lokaúrslitin 3:1 og lyfti bikarnum á heimavelli sínum, Icelandic Glacial-höllinni, og það í fyrsta sinn í sögu félagsins! Adomas Drungilas var í leikslok valinn Mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar (MVP) og Jóhanna M. Hjartardóttir, formaður KKD Þórs Þ., tók við ávísun frá Magnúsi Hafliðasyni, forstjóra Domino's á Íslandi, fyrir verðlaunaafhendingu, verðlaunafé upp á eina milljón krónur.Meira
Mynd með frétt

U20 ára lið karla og kvenna 2021

25 jún. 2021Búið er að boða leikmenn til fyrstu æfingahópa í U20 ára liðunum. Leikmenn munu koma saman á fyrstu æfingahelginni nú um helgina og eftir hana verða loka 12 manna hóparnir valdir beint. Bæði lið taka þátt í leikjum gegn Norðurlöndunum í sumar, í kringum 19. júlí og dagana þar á eftir. Stelpurnar munu leika gegn Svíum og Finnum og strákarnir gegn Svíum, Finnum og Eistum. U20 kvenna er í höndum Halldórs Karl Þórssonar sem er þjálfari og aðstoðarþjálfarar hans eru Yngvi Páll Gunnlaugsson og Guðrún Ósk Ámundadóttir. U20 karla er í höndum Péturs Más Sigurðssonar og með honum verður Benedikt Guðmundsson og Baldur Þór Ragnarsson, en Baldur stýrir áherslum. Æfingahóparnir eru þannig skipaðir:Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Þór Þ.-Keflavík - Leikur 4

25 jún. 2021Í kvöld mætast í leik fjögur um Íslandsmeistaratitilinn Þór Þ. og Keflavík. Leikurinn fer fram í Þorlákshöfn. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Þór Þ. en þrjá leiki þarf til að hampa titilinum í ár! Stöð 2 Sport verður með beina útsendingu og umfjöllun fyrir og eftir leik. Meira
Mynd með frétt

U18 ára landsliðshópur drengja 2021

25 jún. 2021U18 ára lið drengja mun koma saman um helgina til æfinga og æfa í kvöld og laugardag og sunnudag. Framundan í byrjun ágúst er NM U18 liða á dagskránni í ágúst en eftir helgina nú verur hópurinn minnkaður, fyrst í 16 leikmenn eftir helgina, og loks loka hóp skipaðann 12 leikmönnum á næstunni. Israel Martin er þjálfari liðsins og aðstoðarþjálfarar hans eru Baldur Már Stefánsson og Brynjar Þór Björnsson. U18 ára landsliðshópur drengja 2021 er þannig skipaður:Meira
Mynd með frétt

U18 ára landsliðshópur stúlkna 2021

25 jún. 2021Um helgina mun U18 ára lið stúlkna hefja æfingar en hópurinn æfði síðast sama í mars. Framundan í byrjun ágúst er NM U18 liða á dagskránni og munu stelpurnar æfa fyrst í sama hóp og var í vetur og svo verður hann minnkaður niður í, fyrst í 16 leikmenn og loks loka hóp skipaðann 12 leikmönnum, eftir þessa æfingahelgi nú um helgina. Sævaldur Bjarnason er þjálfari liðsins og aðstoðarþjálfarar hans eru Hákon Hjartarson og Erna Rún Magnúsdóttir. U18 ára landsliðshópur stúlkna 2021 er þannig skipaður: Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira