Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Stjarnan Íslandsmeistari

23 maí 2025Stjarnan Íslandsmeistarar í Bónus deild karla Stjarnan eru Íslandsmeistarar í Bónus deild karla árið 2025. Stjarnan unnu Tindastól 3-2 í lokaúrslitum. Oddleikurinn sem fór fram þann 21. maí var æsispennandi og endaði 82 -77 Stjörnunni í vil. Ægir Þór Steinarsson var valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna, en hann skoraði 20,2 stig, gaf 7,4 stoðsendingar ásamt því að vera með 23 framlagstig að meðaltali í lokaúrslitum. Til hamingju Stjarnan!Meira
Mynd með frétt

Bónus deild karla | oddaleikur á Sauðárkróki kl. 20:00

21 maí 2025Í kvöld fer fram oddaleikur í Bónus deild karla þar sem Tindastóll tekur á móti Stjörnunni kl. 20:00 á Sauðárkróki. Meira
Mynd með frétt

Stjarnan Íslandsmeistari í 10. flokki drengja

20 maí 2025Stjarnan varð Íslandsmeistari í 10. flokki drengja 12. maí síðastliðinn með sigri á Val. Stjarnan vann fyrsta leikinn á Hlíðarenda og tryggðu sér svo titilinn með sigrí í öðrum leik sem fór fram í Umhyggjuhöllinni. Leikurinn fór 117-93 Stjörnunni í vil. Þjálfari liðsins er Baldur Þór Ragnarsson. Til hamingju Stjarnan!Meira
Mynd með frétt

Stjarnan/KFG Íslandsmeistari í 12. flokki karla

20 maí 2025Stjarnan/KFG varð Íslandsmeistari í 12. flokki karla 13. maí síðastliðinn með sigri á Breiðablik/Grindavík. Stjarnan/KFG unnu fyrsta leikinn í Umhyggjuhöllinni og tryggðu sér svo titilinn með sigrí í öðrum leik sem fór fram í Smáranum. Leikurinn fór 90-114 Stjörnunni/KFG í vil. Þjálfari liðsins er Ingi Þór Steinþórsson. Til hamingju Stjarnan/KFG!Meira
Mynd með frétt

KR Íslandsmeistari í 12. flokki kvenna

20 maí 2025KR varð Íslandsmeistari í 12. flokki kvenna 12. maí síðastliðinn með sigri á Haukum. KR unnu fyrsta leikinn á Meistaravöllum og tryggðu sér svo titilinn með sigri í öðrum leik sem fór fram á Ásvöllum. Leikurinn fór 60-86 KR í vil. Þjálfari liðsins er Hörður Unnsteinsson. Til hamingju KR!Meira
Mynd með frétt

KKÍ 1A þjálfaranámskeið

16 maí 2025KKÍ þjálfari 1 skiptist í þrjú námskeið A, B og C. KKÍ þjálfari 1A er kennt í staðnámi dagana 6.-8. júní 2025.Meira
Mynd með frétt

Haukar Íslandsmeistarar í Bónus deild kvenna

14 maí 2025Haukar eru Íslandsmeistarar í Bónus deild kvenna árið 2025. Haukar unnu Njarðvík 3-2. Leikurinn í gærkvöldi var æsispennandi og endaði 92-91 Haukum í vil eftir framlengdan leik. Þóra Kristín Jónsdóttir var valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna, en hún skoraði 25 stig í leiknum í gær ásamt því að vera með 6 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 6 fráköst. Til hamingju Haukar! Meira
Mynd með frétt

Ármann sigrar úrslitakeppni 1. deildar karla

13 maí 2025Ármann sigraði úrslitakeppni 1. deildar karla eftir sigur á Hamar í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Ármann tekur því sæti í úrvalsdeild karla á næstu leiktíð. Til hamingju Ármann!Meira
Mynd með frétt

Bónus deild kvenna | oddaleikur á Ásvöllum kl.19:30

13 maí 2025Í kvöld fer fram oddaleikur í Bónus deild kvenna þar sem Haukar taka á móti Njarðvík kl. 19:30 á Ásvöllum.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 12 MAÍ 2025

12 maí 2025Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 8 MAÍ 2025

8 maí 2025Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Úrslit Bónus deildar karla

8 maí 2025Úrslit Bónus deildar karla hefjast í kvöld fimmtudaginn 8. maí. Hérna mætast (1) Tindastóll og (2) Stjarnan. Allir leikir úrslitakeppninnar verða í beinni á Stöð 2 Sport.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 4 MAÍ 2025

5 maí 2025Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fjórum agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Undanúrslit 1. deilda yngri flokkana hefjast í dag

3 maí 2025Undanúrslit í 1.deild yngri flokkana hefjast í dag. Meira
Mynd með frétt

Úrslit Bónus deildar kvenna

1 maí 2025Úrslit Bónus deildar kvenna hefjast í kvöld fimmtudaginn 1. maí. Hérna mætast (1) Haukar og (2) Njarðvík. Allir leikir úrslitakeppninnar verða í beinni á Stöð 2 Sport.Meira
Mynd með frétt

Úrslit 1. deildar karla hefst í kvöld

30 apr. 2025Úrslit 1. deildar karla hefjast í kvöld miðvikudaginn 30. apríl þegar Ármann tekur á móti Hamar í fyrsta leik úrslitanna, en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki, tryggir sæti sitt í úrvalsdeild á næstu leiktíð.Meira
Mynd með frétt

KR sigrar úrslitakeppni 1. deildar kvenna

22 apr. 2025KR sigraði úrslitakeppni 1. deildar kvenna eftir sigur á Hamar/Þór í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu. KR tekur því sæti í úrvalsdeild kvenna á næstu leiktíð. Til hamingju KR!Meira
Mynd með frétt

Bónus deild karla |Undanúrslit

21 apr. 2025Undanúrslit Bónus deildar karla hefjast í kvöld mánudaginn 21. apríl. Annars vegar mætast (1) Tindastóll og (6) Álftanes og hins vegar (2) Stjarnan og (5) Grindavík í undanúrslitunum í ár.Meira
Mynd með frétt

Bónus deild kvenna |undanúrslit

19 apr. 2025Undanúrslit Bónus deildar kvenna hefjast í dag laugardaginn 19. apríl. Annars vegar mætast (1) Haukar og (5) Valur og hins vegar (2) Njarðvík og (3) Keflavík í undanúrslitunum í ár. ​Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 16 apríl 2025

16 apr. 2025Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira