Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Dómaranámskeið á ensku 25. nóvember

14 nóv. 2023Laugardaginn 25. nóvember nk. stendur KKÍ fyrir dómaranámskeiði á ensku. Námskeiðið er opið öllum þeim sem tala ensku, hverrar þjóðar sem þeir eru. Frekari upplýsingar um námskeiðið fylgja hér fyrir neðan á ensku. On 25 November 2023, the Icelandic Basketball Federation will host an English referee clinic. This clinic is open to anyone who speaks English. The clinic starts at 09:00, and everyone will get lunch included. The clinic will be held at Engjavegur 6, 104 Reykjavik, 3rd floor (https://ja.is/korfuknattleikssamband-islands/). Aðalsteinn Hjartarson, FIBA referee instructor, will host the clinic. All participants will graduate as referees. Those who are interested can start refereeing official basketball games in Iceland. All referees are paid for their work, which is a chance to add to your income stream. All participants need to bring their computer or tablet for the course. The course material includes the basics of refereeing, such as the rules of the game and referee mechanics. Graduates can immediately referee in the lower men's leagues and the older youth groups. Everyone who graduates will also receive a referee whistle. Registration is now open! Please contact the federation by email at kki@kki.is if you have any thoughts or questions about the course. Registration is now open! Don't hesitate to contact the federation by email at kki@kki.is if you have any thoughts or questions about the course.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna: ÍSLAND-TYRKLAND kl. 18:30 · Ólafssal Hfj.

12 nóv. 2023Íslenska kvennalandsliðið leikur seinni leik sinn í þessum landsliðsglugga í undankeppni EM, EuroBasket Women's 2025 kl. 18:30 í dag og mun RÚV2 sýna beint frá leiknum. Leikið verður í Ólafssal á Ásvöllum. LYKILL býður öllum frítt á leikinn í kvöld! Einn nýliði mun leika sinn fyrsta landsleik í kvöld, en Jana Falsdóttir, Njarðvík, sem er í hóp í fyrsta sinn. Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari ákvað að hún muni koma inn í liðið fyrir Söru Líf Boama, frá Val, en Sara Líf lék fyrri leikinn ytra gegn Rúmeníu á fimmtudaginn. Íslenska liðið er þannig skipað í dag gegn Tyrklandi í Ólafssal:Meira
Mynd með frétt

Vegna ástandsins í Grindavík

11 nóv. 2023Vegna þessa ástands sem nú ríkir hjá Grindvíkingum vil ég byrja á á því að senda hlýjar kveðjur til allra Grindvíkinga frá KKÍ og körfuknattleiksfjölskyldunni. Það er búið að vera mikið álag á okkar fólki í körfuknattleiksdeild Grindavíkur undanfarna daga og sólarhring, að beiðni formanns körfuknattleiksdeildar Grindavíkur Ingibergs Þórs Jónassonar sendi ég hans þakkir og stjórnar deildarinnar fyrir alla þá aðstoð og kveðjur sem fulltrúar körfuknattleikshreyfingarinnar hafa sent til Grindavíkur. Númer eitt núna um helgina er að Grindavíkingar allir, eru að reyna að átta sig á aðstæðum og finna út úr sínum nauðsynlegustu málum. Grindvíkingar og við hjá KKÍ þurfum að fá tíma til að sjá hvernig hlutirnir þróast allra næstu daga en öllum má vera ljóst að ekki verður spilað í Grindavík á næstu dögum og hugsanlega mun mótahald okkar raskast eitthvað vegna þessa. Þetta er allt að gerast mjög hratt og verður unnið að lausn á þeim málum sem þarf að leysa í samráði við körfuknattleiksdeild Grindavíkur og yfirvöld. Við þökkum þeim aðildarfélögum okkar sem nú þegar hafa haft samband við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð sína þannig að ungir iðkendur Grindavíkur geti mætt á æfingar hvar sem þau eru stödd á landinu, við vitum að öll okkar aðildarfélögn munu bjóða Grindvíkinga velkomna til sín enda er mikilvægt ungir iðkendur nái halda í sína rútínu eins og hægt er við aðstæður sem þessar. Að lokum það sem skiptir mestu máli núna og við sjáum svo vel er almenn samstaða með Grindvíkingum öllum og við öll verðum að gefa þeim ráðrúm til að ná utan um atburði síðasa sólarhrings. Hlýjar kveðjur frá KKÍ og körfuknattleikshreyfingunni til allra Grindvíkinga. F.h. KKÍ Hannes S. Jónsson framkvæmdastjóriMeira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 8 NÓVEMBER 2023

9 nóv. 2023Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna: Rúmenía-Ísland í dag kl. 16:00

9 nóv. 2023Íslenska kvennalandsliðið mætir í dag Rúmeníu í sínum fyrsta leik í undankeppni EM, EuroBasket Women's 2025 kl. 16:00 að íslenskum tíma. Leikið er í Constanta í Rúmeníu og mun RÚV sýna beint frá leiknum í dag. Einn nýliði mun leika sinn fyrsta landsleik, en það er Ísold Sævarsdóttir, Stjörnunni, sem er í hóp í fyrsta sinn. Þá mun Helena Sverrisdóttir verða landsleikjahæsta kona íslandsögunar með því að leika sinn 80. landsleik en hún og Hildur Sigurðardóttir, sem nú er hætt að spila, hafa leikið 79 leiki hvor hingað til. Næsti leikur liðsins verður svo heima í Ólafssal á sunnudaginn kemur 12. nóvember kl. 18:30 gegn Tyrklandi og mun Lykill bjóða landsmönnum frítt á leikinn.Meira
Mynd með frétt

Unglingaráðsfundur 23. mars

7 nóv. 2023KKÍ boðar til unglingaráðsfundar laugardaginn 23. mars 2024 í Laugardalnum kl. 9:30. Fundurinn verður einungis í boði sem staðfundur, en vakin er athygli á því að einungis verður leikið í bikarúrslitum karla og kvenna þennan dag. Markmið fundarins er að gefa barna- og unglingaráðum aðildarfélaga KKÍ tækifæri til að koma saman og ræða þau verkefni og áskoranir sem snúa að barna- og unglingastarfi og hvernig KKÍ getur stutt frekar við það starf. Einnig gefst ungum og áhugasömum einstaklingum innan félaganna tækifæri til að skrá sig og taka þátt í að móta framtíðina í yngri flokkum til framtíðar. Skráningarhlekk má finna með því að smella á Meira >Meira
Mynd með frétt

Nýr landsliðsbúningur og fatnaður landsliða KKÍ

6 nóv. 2023Errea á Íslandi og Körfuknattleikssamband Íslands - KKÍ hafa endurnýjað samstarf sitt til næstu 6 ára, samningur þess efnis var undirritaður nýverið í höfuðstöðvum Errea. Í tilefni nýs samnings hefur verið hönnuð ný fatalína fyrir landsliðin sem innblásin er af íslenskri náttúru og formum. Sú vinna hefur staðið undanfarna mánuði og tekur til alls fatnaðar sem landsliðin nota. Errea og KKÍ hafa starfað saman síðan 2014 og fagna því 10 ára samstarfs afmæli á næsta ári. Mikil ánægja er meðal samningsaðila og hefur samstarfið reynst farsælt.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 2 NÓVEMBER 2023

3 nóv. 2023Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

KKÍ: Landsliðshópur Íslands · Undankeppni EM kvenna í nóvember

3 nóv. 2023Íslenska kvennalandsliðið leikur í nóvember sína fyrstu leiki í nýrri undankeppni fyrir EM, EuroBasket Women's 2025. Dregið var í riðla í september og leikur Ísland í F-riðli keppninnar með Tyrklandi, Slóvakíu og Rúmeníu. RÚV mun sýna báða leikina í beinni útsendingu, útileikinn 9. nóv. gegn Rúmeníu á RÚV og heimaleikinn 12. nóv. gegn Tyrklandi á RÚV2. Heimaleikurinn 12. nóvember verður í Ólafssal í Hafnarfirði kl. 18:30. Aðgangur verður ókeypis í boði Lykils, en Lykill hefur verið öflugur samstarfsaðili KKÍ í meira en 10 ár. Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 13 leikmenn til að leika þessa tvo leiki. Nýliðarnir Ísold Sævarsdóttir, Stjörnunni, og Jana Falsdóttir, Njarðvík, munu spila sitthvorn leikinn, Ísold þann fyrri ytra og Jana seinni leikinn hér heima. Tveir leikmenn sem valdir voru nú gátu ekki tekið þátt að þessu sinni. Sara Rún Hinriksdóttir sem leikur með AE Sedis Bàsquet á Spáni er frá vegna meiðsla og Hildur Björg Kjartansdóttir gat ekki gefið kost á sér að þessu sinni. Helena Sverrisdóttir snýr aftur í landsliðið en hún hefur einnig verið frá vegna meiðsla en hún er landsleikjahæsti leikmaður liðsins og mun verða landsleikjahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi eftir leikinn gegn Rúmeníu. Eftirtaldir leikmenn skipa landsliðshópin í nóvember:Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 1 NÓVEMBER 2023

2 nóv. 2023Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

FIBA: Jón Bender og Bjarki Þór Davíðsson við störf í kvöld

1 nóv. 2023Tveir íslenskir aðilar verða við störf á vegum FIBA í dag 1. nóvember en Jón Bender eftirlitsmaður FIBA og Bjarki Þór Davíðsson FIBA dómari verða með leiki í FIBA Europe Cup karla og EuroCup Women kvenna. Jón Bender heldur til Danmerkur og verður að stýra karlaleik Bakken Bears gegn Norrköping Dolphins frá Svíþjóð í nágrannaslag E-riðils í FIBA Europe Cup. Um er að ræða mikilvægan leik en bæði lið hafa tapað sínum fyrstu tveim leikjum hingað til í keppninni. Bjarki Þór Davíðsson dómari verður í kvöld í London á sama tíma og dæmir kvennaleik London Lions gegn GDESSA-BARREIRO í I-riðli keppninnar. Leikurinn fer fram í London Copper Box en Lions hafa unnið þrjá leiki af þrem á meðan GDESSA hefur tapað sínum fyrstu þrem.Meira
Mynd með frétt

VÍS bikarinn | 16 liða úrslit

25 okt. 2023Dregið var í 16 liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna í Laugardalnum í dag. 16 liða úrslitin verða leikin dagana 9.-11. desember nk. og dregið verður í 8 liða úrslit þann 13. desember. VÍS bikarúrslitin sjálf verða leikin dagana 19.-24. mars nk., þar sem karlarnir leika undanúrslit þann 19. mars, konurnar 20. mars og úrslitaleikirnir sjálfir verða 23. mars.Meira
Mynd með frétt

Dregið í 16 liða úrslit VÍS bikarsins í dag

25 okt. 2023Dregið verður í 16 liða úrslit VÍS bikarsins í Laugardalnum í dag.Meira
Mynd með frétt

Vinna við nýtt mótakerfi

24 okt. 2023Eins og upplýst hefur verið um áður hefur KKÍ unnið að innleiðingu nýs mótakerfis undanfarin misseri. Því miður hefur innleiðingin verið tímafrek og ekki gengið jafn vel og vonast var eftir. Okkur þykir það afar leitt hversu langan tíma innleiðingin hefur tekið og biðjumst afsökunar á öllum þeim óþægindum sem þetta hefur valdið. Áfram verður unnið ötullega að því að mótakerfið sinni þörfum hreyfingarinnar, ásamt því að innleiða þá kosti sem kerfið hefur. Samhliða vinnu við mótakerfið hefur verið unnið að uppsetningu nýrrar heimasíðu KKÍ. Sú síða bíður þess nú að ákveðnar lausnir tengdar mótakerfinu verði reiðubúnar. Því miður er ekki hægt að tímasetja það almennilega, en reynt verður að hraða þeirri vinnu eins og mögulegt er. Frekari upplýsingar má lesa í fréttinni með því að smella á Meira >Meira
Mynd með frétt

Rúnar Birgir eftirlitsmaður í tveim leikjum í FIBA Europe Cup

24 okt. 2023Rúnar Birgir Gíslason verður eftirlitsmaður á vegum FIBA á morgun miðvikudag og fimmtudag en hann er með tvo leiki í FIBA Europe Cup karla og kvenna hjá sama liði. Fyrst verður hann með leik karlaliðs Caledonia Gladiators gegn Anwil Wloclawek frá Póllandi á morgun miðvikudag og svo er kvennalið Caledonia Gladiators með leik á fimmtudag gegn Basket Namur Capitale frá Belgíu. Leikirnir fara fram á heimavelli Caledonia í East Kilbride sem staðsett er í Skotlandi. KKÍ óskar Rúnari Birgi góðs gengis í þessum verkefnum sínum.Meira
Mynd með frétt

Fyrstu Íslandsmeistarar 3x3 krýndir um nýliðna helgi

23 okt. 2023Núna um helgina voru krýndir fyrstu Íslandsmeistarar yngri flokka í 3x3, en þá var leikið í U15 ára flokki drengja og stúlkna og U16 ára flokki drengja. Að þessu sinni var það Stjarnan 08 sem sigraði U16 flokk drengja, Pink U15 flokk stúlkna og Certified Loverboys sem sigraði U15 flokk drengja. Í fréttinni má sjá myndir af sigurliðunum og verðmætustu leikmönnum. Mótið sjálft var í umsjón Selfyssinga og heppnaðist vel. Næsta 3x3 mót verður haldið í umsjón Stjörnunnar í Garðabæ helgina 12.-14. apríl 2024.Meira
Mynd með frétt

32 liða úrslit VÍS bikarsins um helgina

21 okt. 202332 liða úrslit VÍS bikarsins verða leikin núna um helgina. Í dag er einn leikur á dagskrá þegar Valur sækir Vestra heim í VÍS bikar karla, en á morgun er svo eini leikur VÍS bikars kvenna í 32 liða úrslitum þegar KR og Njarðvík mætast. Hægt er að sjá allar viðureignir í VÍS bikar karla hérna https://websites.mygameday.app/comp_info.cgi?c=0-12973-0-631864-0&a=FIXTURE og VÍS bikar kvenna hérna https://websites.mygameday.app/comp_info.cgi?c=0-12973-0-632581-0&a=FIXTURE. Hægt verður að fylgjast með lifandi tölfræði leikjanna hérna https://hosted.dcd.shared.geniussports.com/ICEBA/.Meira
Mynd með frétt

Subway deild karla | Njarðvík-Höttur frestað

19 okt. 2023Mótanefnd hefur frestað leik Njarðvíkur og Hattar sem var á dagskrá í kvöld þar sem öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag. Leikurinn verður settur á dagskrá kl. 19:15 á morgun í samræmi við 9. gr. reglugerðar um körfuknattleiksmót og ákvörðun mótanefndar.Meira
Mynd með frétt

Ráðstefnan Vinnum gullið - ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi 20. nóv.

19 okt. 2023Mennta- og barnamálaráðuneytið, í samstarfi við ÍSÍ, UMFÍ og Samband íslenskra sveitarfélaga, boðar til ráðstefnunnar Vinnum gullið - ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi mánudaginn 20. nóvember kl. 09-16 í Gullteig á Grand Hótel Reykjavík og í streymi. Á ráðstefnunni verða kynnt áform um eflingu afreksíþróttastarfs á Íslandi. Fulltrúar íþróttahreyfingarinnar og aðrir gestir ráðstefnunnar munu koma að mótun tillagnanna. · Hvernig skörum við fram úr? · Hvert er besta fyrirkomulagið? · Hvað getum við lært af öðrum? · Hvernig styðjum við best við afreksíþróttafólk?Meira
Mynd með frétt

Lifandi tölfræði 19.-20. október

19 okt. 2023Leikir í Subway deild karla og 1. deild karla 19.-20. októberMeira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira