Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

U16 ára landsliðshópur stúlkna 2021

25 jún. 2021Um helgina mun U16 ára lið stúlkna hefja æfingar en hópurinn æfði síðast sama í mars. Framundan í byrjun ágúst er NM U16 liða á dagskránni og munu stelpurnar æfa fyrst í sama hóp og var í vetur og svo verður hann minnkaður niður í, fyrst í 16 leikmenn og loks loka hóp skipaðann 12 leikmönnum, eftir þessa æfingahelgi nú um helgina. Ingvar Þór Guðjónsson er þjálfari liðsins og aðstoðarþjálfarar hans eru Margrét Ósk Einarsdóttir og Hallgrímur Brynjólfsson. U16 ára landsliðshópur stúlkna 2021 er þannig skipaður:Meira
Mynd með frétt

Drög 2. og 3. deilda karla

24 jún. 2021Drög að leikjaniðurröðun 2. og 3. deildar karla hafa nú verið birt á heimasíðu KKÍ. Niðurröðun umferða byggir á keppnisdagatali KKÍ fyrir tímabilið 2021-2022.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 18. júní 2021

19 jún. 2021Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

U16 ára landsliðshópur drengja 2021

19 jún. 2021Um helgina mun U16 ára lið drengja hefja æfingar en hópurinn æfði síðast sama í mars. Framundan í byrjun ágúst er NM U16 liða á dagskránni og munu strákarnir æfa fyrst í sama hóp og var í vetur og svo verður hann minnkaður niður í, fyrst í 16 leikmenn og loks loka hóp skipaðann 12 leikmönnum, á næstu vikum. Ágúst S. Björgvinsson er þjálfari liðsins og aðstoðarþjálfarar hans eru Karl Ágúst Hannibalsson og Chris Caird. U16 ára landsliðshópur drengja 2021 er þannig skipaður: Meira
Mynd með frétt

U15 ára landsliðs æfingahópar æfa um helgina

18 jún. 2021Um komandi helgi, 18.-20. júní, munu U15 ára landsliðs æfingahópar drengja og stúlkna koma saman til æfinga. Liðin æfa yfir helgina en þetta er fyrsta æfingahelgin af þrem hjá liðunum þetta sumarið. Ljóst var snemma í vor að engin mót yrðu í ár en hóparnir hittast og æfa saman. Búið er að boða leikmenn til æfinga og eru eftirtaldir leikmenn þeir sem skipa æfingahópana:Meira
Mynd með frétt

U14 æfingabúðir um helgina

18 jún. 2021KKÍ mun standa fyrir æfingahópum í U14 (áður Afreksbúðir) í ár líkt og síðastliðin sumur. U14 eru undanfari að U15 ára landsliði Íslands sem kallað verður inn til æfinga milli jóla og nýárs 2021. Í U14 æfingahópum er það yfirþjálfari ásamt vel völdum gestaþjálfurum stjórna ýmsum tækniæfingum. Meira
Mynd með frétt

EuroBasket kvenna 2021 hefst á morgun

16 jún. 2021EuroBasket kvenna 2021 hefst á morgun, sjálfan 17. júní. Mótið fer fram í Strasbourg í Frakklandi og í Valencia á Spáni að þessu sinn. Þar leika til að mynda Slóvenía og Grikkland sem léku með Íslandi í riðli í undankeppninni. Svíþjóð er eina norðulandaþjóðin sem á fullrúa í keppninni að þessu sinni en alls eru það 16 lið sem taka þátt og leika í fjórum fjögurra liða riðlum. Hægt verður að fylgjast með öllu varðandi keppnina á heimasíðu mótsins: http://www.fiba.basketball/womenseurobasket/2021 og undir #EuroBasketWomen á samfélagsmiðlum. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Leikdagar í úrslitum Domino's deildar karla

15 jún. 2021Framundan eru úrslit Domino's deildar karla, hvar Keflavík og Þór Þ. mætast í baráttu um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla: Úrslitin 2021 · KEFLAVÍK-ÞÓR Þ.

14 jún. 2021Það verða Keflavík og Þór Þorlákshöfn sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í Domino's deild karla í ár. Þetta var ljóst eftir oddaleik laugardagsins þar sem Þór Þ. lagði Stjörnuna og leika því til úrslita gegn Keflavík sem sló út ríkjandi Íslandsmeistara KR. Sagan: Keflavík hefur, síðan 8-liða úrslitakeppni var tekin upp árið 1995, 7 sinnum orðið deildarmeistari og 6 sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast árið 2008. Þór Þorlákshöfn hefur ekki orðið deildarmeistari né Íslandsmeistari en liðið hefur einu sinni leikið til úrslita í Domino's deildinni og var það árið 2012. Allir leikir úrslitanna verða sendir út á Stöð 2 Sport með viðhafnar útsendingu og Domino's Körfuboltakvöldi fyrir og eftir leik á hverjum leikdegi. Allir leikir seríunnar fara fram kl. 20:15. Meira
Mynd með frétt

Grindavík sigurvegari úrslitakeppni 1. deildar kvenna - leika í efstu deild að ári

12 jún. 2021Grindavík sigraði í kvöld lokaúrslitin í 1. deild kvenna með því að sigra einvígið gegn Njarðvík 3-2. Lokatölur oddaleiksins 68:75 fyrir Grindavík. Grindavík leikur því í efstu deild á næsta tímabili.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla: ODDALEIKUR í undanúrslitunum · ÞÓR Þ.-STJARNAN

12 jún. 2021ODDALEIKUR í Domino's deild karla í kvöld! Þór Þ. og Stjarnan leika upp á sæti í lokaúrslitunum gegn Keflavík í kvöld kl. 20:15 í Þorlákshöfn. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport! 🏆 UNDANÚRSLIT 2021 · ODDALEIKUR 🍕 Domino's deild karla 🗓 Lau. 12. júní 📍 Icelandic Glacial-höllin, Þorlákshöfn 📺 Beint á Stöð 2 Sport 🖥 LIVEstatt á kki.is ➡️ https://bit.ly/3i3OO50 ⏰ 20:15 🏀 ÞÓR Þ. (2) - STJARNAN (2) ⏰ 19:45 + 22:00 📺 Domino's Körfuboltakvöld fyrir og eftir leikMeira
Mynd með frétt

ODDALEIKUR: Úrslit 1. deildar kvenna ráðast í kvöld!

12 jún. 2021Njarðvík og Grindavík leika hreinan úrslitaleik í kvöld um sigur í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í ár þegar liðin mætast í fimmta leik sínum kl. 19.15. Leikið verður í Njarðtaks-gryfjunni í Reykjanesbæ. Hægt verður að fylgjast með lifandi tölfræði á kki.is og mögulega streymi á Njarðvík-TV. ​Meira
Mynd með frétt

Vestri sigurvegarar í úrslitakeppni 1. deildar karla - Leika í efstu deild að ári!

12 jún. 2021Vestri sigraði í kvöld lokaúrslitin í 1. deild karla með því að sigra einvígið gegn Hamar 3-1. Lokatölur fyrir vestan 100:82 í kvöld. Vestir leikur því í efstu deild á næsta tímabili en þeir voru síðast í efstu deild tímabilið 2013-2014 og þá undir merkjum KFÍ. Það verða því Breiðablik og Vestri sem fara upp á þessu tímabili og taka liðin sæti Hauka og Hattar sem leika í 1. deild á næsta ári. KKÍ óskar Vestra til lukku með árangurinn!Meira
Mynd með frétt

Úrslit 1. deildar karla: Vestri-Hamar í kvöld · Leikur 4

11 jún. 2021Fjórði leikur milli Vestra og Hamars fer fram í kvöld þegar liðin mætast í Jakanum á Ísafirði. Vestri leiðir 2-1 í einvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í efstu deild að ári! Leikurinn hefst kl. 20:00Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppni Domino's deildar karla · Stjarnan-Þór Þorlákshöfn á Stöð 2 Sport í kvöld

9 jún. 2021Í kvöld kl. 20:15 mætast Stjarnan og Þór Þ. í fjórða skiptið í undanúrslitum Domino's deildar karla. Staðan er 2-1 fyrir Þór Þ. en þrjá sigra þarf til að leika til úrslita í ár gegn Keflavík, sem tryggði sér sæti í lokaúrslitunum með því að slá út KR. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og lifandi tölfræði verður á sínum stað á kki.is.Meira
Mynd með frétt

Úrslit 1. deildar kvenna: Grindavík-Njarðvík í kvöld!

9 jún. 2021Í kvöld mætast í fjórða leik sínum Grindavík og Njarðvík í HS Orku-höllinni í Grindavík. Staðan lokaúrslitunum er 2-1 fyrir Njarðvík en það lið sem sigrar fyrst þrjá leiki vinnur einvígið og þar með úrslitakeppni 1. deildar kvenna í ár. Leikurinn hefst kl. 19:15 í kvöld. Meira
Mynd með frétt

Úrslit 1. deildar karla: Hamar-Vestri · Leikur 3

8 jún. 2021Hamar og Vestri mætast í þriðja leik sínum í kvöld í Hveragerði kl. 19:15. Þetta er þriðji leikurinn í lokaúrslitum 1. deildar en liðin hafa unnið sitthvorn heimaleikinn í seríunni og staðan því 1-1. Það lið sem fyrr nær að vinna þrjá leiki leikur í efstu deild að ári. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Keflavík-KR í kvöld · Leikur 3

7 jún. 2021Þriðji leikur Keflavíkur og KR fer fram í kvöld í Blue-höllinni í Reykjanesbæ í undanúrslitum Domino's deildar karla. Staðan er 2-0 fyrir Keflavík en þrjá sigra þarf til að trygga sér sæti í úrslitunum í ár. Leikurinn hefst kl. 20:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og lifandi tölfræði er á sínum stað á kki.is. Meira
Mynd með frétt

Úrslit 1. deildar kvenna í kvöld: Njarðvík-Grindavík (Leikur 3)

6 jún. 2021Njarðvík tekur á móti Grindavík í úrslitum 1. deildar kvenna í kvöld kl. 19:15 í Njarðtaks-Gryfjunni. Staðan er 2-0 fyrir Njarðvík en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki leikur í efstu deild að ári. Síðasti leikur var bráðfjörugur og þurfti að framlengja í þrígang til að knýja fram úrslit og því má búast við fjörugum leik í kvöld. Meira
Mynd með frétt

Úrslit 1. deildar karla: Vestri-Hamar í kvöld

5 jún. 2021Í kvöld mætast öðru sinni Hamar og Vestri í úrslitum 1. deildar karla. Leikið verður á Ísafirði í kvöld kl. 19:15. Hamar vann fyrsta leik liðanna en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki leikur í efstu deild að ári.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira