17 maí 2023

Afturelding varð meistari 4. deildar 9. flokks drengja á sunnudag með sigri á Haukum b í úrslitaleik á Meistaravöllum. Eftir jafnan fyrsta leikhluta náði Afturelding forystu sem þeir létu aldrei af hendi og unnu að lokum 9 stiga sigur. Þjálfari drengjanna er Sævaldur Bjarnason.

Sigurbjörn Einar Gíslason var valinn maður leiksins, en hann skilaði 22 stigum, 4 fráköstum og 2 vörðum skotum.

Til hamingju Afturelding!