17 maí 2023

Stjarnan b varð meistari 3. deildar 9. flokks drengja á mánudag með sigri á sameiginlegu liði Laugdæla og Hrunamanna í úrslitaleik á Meistaravöllum. Leikurinn var jafn og spennandi, en liðin skiptust níu sinnum á forystu og 10 sinnum var jafnt. Að lokum var það Stjarnan sem hafði sigur eftir framlengingu, 77-71. Þjálfari liðsins er Leifur Steinn Árnason.

Daníel Geir Snorrason var valinn maður leiksins, en hann skilaði 33 stigum og hitti úr 64% skota sinna í leiknum auk 6 frákasta og 2 stolna bolta.

Til hamingju Stjarnan!