Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Haukar meistarar 2. deildar 10. flokks stúlkna

12 maí 2022Haukar urðu í gær meistarar 2. deildar 10. flokks stúlkna með sigri á Grindavík í úrslitaleik í Dalhúsum. Leikurinn var nokkuð jafn og spennandi, en að lokum fór svo að Haukar unnu 8 stiga sigur, 46-54. Þjálfari stelpnanna er Berry Timmermans.Meira
Mynd með frétt

Fjölnir b meistari 4. deildar 9. flokks drengja

12 maí 2022B lið 9. flokks drengja hjá Fjölni urðu í gær meistarar 4. deildar með sigri á Val b í úrslitaleik í Dalhúsum. Leikurinn var nokkuð jafn, en að lokum fór svo að Fjölnir vann 11 stiga sigur, 65-54. Þjálfari drengjanna er Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson.Meira
Mynd með frétt

Valur Íslandsmeistari í minnibolta 10 ára stúlkna

11 maí 2022Stelpurnar í minnibolta 10 ára hjá Val urðu Íslandsmeistarar 2022 um síðustu helgi, en leikið var í Glerárskóla. Keppnin hafði verið jöfn í vetur og því nokkur spenna í lokamótinu, þar sem þær unnu aftur alla sína leiki og lyftu bikarnum verðskuldað í mótslok. Með Val í lokaumferðinni léku Stjarnan, sem varð í öðru sæti, Njarðvík, KR og Valur 2. Þjálfari stelpnanna er Bjarni Þór Gíslason. Til hamingju Valur!Meira
Mynd með frétt

Stjarnan Íslandsmeistari í 8. flokki drengja

11 maí 2022Strákarnir í 8. flokki drengja hjá Stjörnunni urðu Íslandsmeistarar 2022 um síðustu helgi, en leikið var í Mathúsi Garðabæjarhöllinni. Stjarnan hafði unnið alla sína leiki í vetur og voru því í góðri stöðu fyrir lokahelgina þar sem þeir unnu aftur alla sína leiki og lyftu bikarnum verðskuldað í mótslok. Með Stjörnunni í lokaumferðinni léku KR b, sem varð í öðru sæti, ÍR, Njarðvík og KR. Þjálfarar strákanna eru Leifur Steinn Arnarson og Elías Uche Elíasson. Til hamingju Stjarnan!Meira
Mynd með frétt

Stjarnan Íslandsmeistari í 8. flokki stúlkna

11 maí 2022Stelpurnar í 8. flokki stúlkna hjá Stjörnunni urðu Íslandsmeistarar 2022 um síðustu helgi, en leikið var á Meistaravöllum. Flokkurinn hafði verið jafn og spennandi í allan vetur, en í lokaumferðinni voru Stjörnustelpur sterkastar þar sem þær unnu aftur alla sína leiki og lyftu bikarnum í mótslok. Með Stjörnunni í lokaumferðinni léku Njarðvík, sem varð í öðru sæti, Grindavík, KR og Haukar. Þjálfarar stelpnanna eru Hlynur Bæringsson og Dino Stipcic. Til hamingju Stjarnan!Meira
Mynd með frétt

Uppselt

11 maí 2022Uppselt er á þriðja leik úrslita Subway deildar karla milli Vals og TindastólsMeira
Mynd með frétt

Þjálfaranámskeið í maí

10 maí 2022KKÍ stendur fyrir tveimur þjálfaranámskeiðum í maí, KKÍ 1A og KKÍ 2A. Skráning er hafin á bæði námskeiðin, en þátttakendur fá afslátt af námskeiðsgjaldi ef gengið er frá skráningu og námskeiðsgjald greitt rúmri viku fyrir námskeið.Meira
Mynd með frétt

Úrslitaleikir yngri flokka

10 maí 2022Leikið verður í úrslitum yngri flokka í Dalhúsum í umsjón Fjölnis þetta vorið. Keppni hefst á morgun, miðvikudaginn 11. maí og stendur til mánudagsins 16. maí, en alls eru þetta 19 úrslitaleikir sem fara fram næstu daga.Meira
Mynd með frétt

Subway deild karla: Tindastóll-Valur kl. 20:15 · Leikur 2

9 maí 2022Í kvöld er komið að leik tvö milli Tindastóls og Vals í úrslitum Subway deildar karla um íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn fer fram á Sauðárkróki og hefst 20:15. Miðasala er á STUBBUR appinu og Stöð 2 Sport sýnir beint heim í stofu. Tindastóll verður með BBQ-grill og veitingar til sölu fyrir áhugsama og upphitun fyrir áhuguasama frá 17:00 við íþróttahúsið. 🏆 SUBWAY DEILDIN 🆚 Úrslit karla 2️⃣ Leikur 2 🗓 Mán. 9. maí 🎟 Miðasala á STUBBUR 📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport ⏰ 20:15 📍 Síkið, Sauðárkrókur 🏀 TINDASTÓLL (0) - VALUR (1) #subwaydeildin #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 6 maí 2022

6 maí 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Subway deild karla: Lokaúrslitin hefjast í kvöld!

6 maí 2022Úrslitin í Subway deild karla hefjast í kvöld þegar Valur og Tindastóll mætast í leik eitt um íslandsmeistaratitilinn! Sjáumst á vellinum! 🏆 SUBWAY DEILDIN 🆚 Úrslit karla 1️⃣ Leikur 1 🗓 Fös. 6. maí 🎟 Miðasala á STUBBUR 📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport ⏰ 20:30 📍 Origo-höllin 🏀 VALUR - TINDASTÓLL #subwaydeildin #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Stjarnan Íslandsmeistari í minnibolta 11 ára stúlkna 2022

2 maí 2022Stelpurnar í minnibolta 11 ára Stjörnunnar urðu um helgina íslandsmeistarar 2022 en leikið var í Grindavík. Stjarnan hafði unnið alla sína leiki í vetur og voru því í góðri stöðu fyrir lokahelgina þar sem þær unnu aftur alla sína leiki og lyftu bikarnum í mótslok verðskuldað. Með Stjörnunni í lokaumferðinni léku Keflavík, sem varð í öðru sæti, Grindavík, Valur, Ármann og KR. Þjálfarar stelpnanna eru Kjartan Atli Kjartansson og Stefanía Helga Ásmundsdóttir. Til hamingju Stjarnan!Meira
Mynd með frétt

Stjarnan Íslandsmeistari í minnibolta 11 ára drengja 2022

2 maí 2022Stjarnan varð um helgina íslandsmeistari í minnibolta 11 ára drengja en strákarnir unnu alla sína leiki í lokaumferð A-riðils sem fram fór í Dalhúsum. Síðustu þrjá umferðirnar telja til íslandsmeistara og þeir höfðu einnig unnið alla sína leiki á þeim keppnishelgum og eru því vel að titlinum komnir. Stjarnan vann alla sína leiki en með þeim í riðli léku einnig lið Hauka, sem varð í öðru sæti, Grindavík, Keflavík, Þór Akureyri og Stjarnan-b. Þjálfarar Stjörnunnar eru Hlynur Bæringsson og Dino Stipcic. KKÍ óskar Stjörnunni til hamingju með titilinn!Meira
Mynd með frétt

Subway deildin: Tindastóll-Njarðvík · Leikur 4 í kvöld!

30 apr. 2022⚠️ Í KVÖLD!!! 🏆 SUBWAY DEILDIN 🆚 Undanúrslit karla 🗓 Lau. 30. apríl 4️⃣ Leikur 4 🎟 Miðasala á 📲 STUBB appinu 📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport ⏰ 20:15 📍 Síkið, Sauðárkrókur 🏀 TINDASTÓLL (2) - NJARÐVÍK (1) #subwaydeildin #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Subway deild kvenna · Njarðvík-Haukar leikur 4 í kvöld!

28 apr. 2022Í kvöld er komið að fjórða leik Njarðvíkur og Hauka í úrslitum Subway deildar kvenna þegar liðin mætast í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Staðan er 2-1 fyrir Njarðvík en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki hampar titlinum. Það verður því spenna í kvöld og miðasala er á Stubb og leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 27. APRÍL 2022

27 apr. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Subway deild karla: Þór Þ. - Valur mætast í leik 3!

26 apr. 2022Í kvöld er komið að þriðja leiknum milli Þórs Þorlákshafnar og Vals í undanúrslitum Subway deildar karla. Staðan er 2-0 fyrir Val en það lið sem fyrr sigrar þrjá leiki leikur til úrslita í ár um íslandsmeistaratitilinn! Leikurinn verður í þráðbeinni á sínum stað á Stöð 2 Sport og miðasala á leikinn er í STUBB appinu! Sjáumst á vellinum!Meira
Mynd með frétt

Stjarnan íslandsmeistari í 7. flokki drengja 2022

25 apr. 2022Um helgina var leikið til úrslita í 7. flokki drengja í riðlum A til I eða í níu riðlum víða um land. Það var Stjarnan sem stóð uppi sem sigurvegari en þeir unnu þrjá leiki af fjórum um helgina á lokamótinu og varð Íslandsmeistari. Til úrslita í A-riðli léku Aþena-UMFK, Fjölnir, Hamar, KR og Stjarnan. Þjálfari Stjörnustráka er Ingi Þór Steinþórsson. KKÍ óskar Stjörnunni til hamingju með titilinn!Meira
Mynd með frétt

Stjarnan íslandsmeistari í 7. flokki stúlkna 2022

25 apr. 2022Lokamótin í 7. flokki stúlkna fóru fram um helgina og leikið var í A, B, C, D og E riðlum víðsvegar um landið. Til úrslita í A-riðli léku Ármann, Fjölnir, Haukar, KR og Stjarnan. Það voru svo Stjörnustúlkur sem stóðu uppi sem sigurvegarar og þar með íslandsmeistarar í 7. flokki stúlkna en þær unnu alla leiki sína á mótinu. Þjálfari liðsins er Hlynur Bæringsson. KKÍ óskar Stjörnunni til hamingju með titilinn!Meira
Mynd með frétt

Subway deild kvenna: Haukar-Njarðvík mætast í leik 3 í kvöld!

25 apr. 2022Haukar og Njarðvík mætast í þriðja sinn í úrslitarimmu Subway deildar kvenna í kvöld í Ólafssal á Ásvöllum. Staðan er 1-1 en það lið sem fyrr nær í þrjá sigra lyftir bikarnum í ár!Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira