23 maí 2023

Lið ÍR hampaði Íslandsmeistaratitli 12. flokks karla síðasta fimmtudag eftir sigur gegn Breiðablik í öðrum úrslitaleik liðanna í Smáranum. Úrslit 12. flokks voru nú í fyrsta skipti leikin sem sería þar sem vinna þurfti tvo leiki til að verða Íslandsmeistari, og að þessu sinni höfðu ÍR-ingar betur 2-0. ÍR vann fyrsta leikinn í TM hellinum 109-100 og tryggðu sér titilinn með 84-81 sigri í hörkuspennandi leik í Smáranum. Þjálfari liðsins er Daði Steinn Arnarsson.

Friðrik Leó Curtis var valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna, en hann skilaði 19,5 stigum, 13,5 fráköstum og 4,5 vörðum skotum í einvíginu.

Til hamingju ÍR!