25 jan. 2022Samkvæmt reglugerð um félagskipti er nú opið fyrir félgaskipti yngri flokka leikmanna og leikmanna eldri en 20 ára og verður félagaskiptaglugginn opinn út mánuðinn eða til miðnættis mánudaginn 31. janúar. Eftir það lokar fyrir ÖLL félagskipti út tímabilið.
Það þýðir að engir leikmenn, íslenskir né erlendir, á öllum aldri, geta fengið félagaskipti eftir þann tíma.
Það sama gildir um venslasamninga þar sem þeir lúta reglum um félagaskipti. Undanþága er þó sú að þau leyfi/beiðnir sem borist hafa innan tímarammans til KKÍ og verða í vinnslu fyrir lokun gluggans eru afgreidd áfram, t.d. þegar beðið er eftir leikheimild erlendis frá eða afgreiðslu UTL/VMST í þeim tilfellum sem þess þarf.
Meira