Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Gleðilega hátíð

23 des. 2021Körfuknattleikssambands Íslands óskar landsmönnum öllum hamingju yfir hátíðarnar og farsældar á komandi ári. Kærar þakkir til allra sem unnið hafa í þágu körfuknattleikshreyfingarinnar á árinu sem er að líða. Sjáumst á körfuboltavellinum á nýju ári 2022! Stjórn og starfsfólk KKÍ.​Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 15. DESEMBER 2021

16 des. 2021Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Körfuknattleiksfólk ársins 2021 · Sara Rún og Elvar Már kjörin best í ár

16 des. 2021Sara Rún Hinriksdóttir og Elvar Már Friðriksson hafa verið valin körfuknattleikskona og körfuknattleikskarl ársins 2021 af KKÍ. Þetta er í 24. skipti sem valið er tvískipt milli karla og kvenna eða allt frá árinu 1998. Körfuknattleikskona og karl ársins eru valin í kosningu af stjórn og starfsmönnum KKÍ, afreksnefnd KKÍ og landsliðsþjálfurum. Elvar Már er nú að fá tilnefninguna í fyrsta skipti. Sara Rún er að hljóta nafnbótina í annað sinn en hún var einnig kjörin best á síðasta ári. Meira
Mynd með frétt

VÍS bikarinn | undanúrslit

14 des. 2021Fyrr í dag var dregið í undanúrslit VÍS bikars karla og kvenna, en viðburðinum var streymt á ruv.is.Meira
Mynd með frétt

Skallagrímur dregur lið sitt úr Subway deild kvenna

10 des. 2021Stjórn kkd. Skallagríms hefur dregið lið sitt úr keppni Subway deildar kvenna.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 8. DESEMBER 2021

9 des. 2021Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Tvö þjálfaranámskeið hefjast í janúar

6 des. 2021KKÍ 1B og KKÍ 2B hefja göngu sína mánudaginn 17. janúar 2022, en bæði námskeiðin eru fjarnámskeið. Nánari upplýsingar um námskeiðin fylgja hér neðar í fréttinni.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 1. DESEMBER 2021

2 des. 2021Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

KKÍ: Yngri landsliðs æfingahópar fyrir desember æfingar

1 des. 2021Framundan í desember eru æfingar yngri landsliða. Þjálfarar landsliða U15, U16 og U18 drengja og stúlkna hafa valið um 30 manna æfingahópa sína og boðað leikmenn til æfinga í desember. Um er að ræða fyrstu æfingahópa liðanna fyrir næsta sumar 2022 en þá er stefnt að þátttöku í mótum fyrir öll lið auk U20 liða karla og kvenna sem valin verða í vor. U18 ára liðin stefna á að æfa fyrir jól og svo eru æfingar U15 og U16 liða milli jóla- og nýárs. Að venju verða leikmannahópar mældir af HR (t.d hæð, faðmur) og svo eru almennar snerpu-, kraft- og þolæfingar með líkt og undanfarin ár sem fara fram 27. desember. Verið er að skipuleggja æfingar liðanna. Þjálfarar liðanna eru: Sævaldur Bjarnason · U18 stúlkna Israel Martin · U18 drengja Hallgrímur Brynjólfsson · U16 stúlkna Ágúst S. Björgvinsson · U16 drengja Ólöf Helga Pálsdóttir Woods · U15 stúlkna Snorri Örn Arnaldsson · U15 drengja Verið er að vinna úr umsóknum og niðurröðun aðstoðarþjálfara þeirra en tveir aðstoðarþjálfarar eru í hverju liði. Alls koma leikmenn frá 25 félögum að þessu sinni. Eftirtaldir leikmenn skipa æfingahópana: Meira
Mynd með frétt

Undankeppni HM karla: Rússland-Ísland í dag kl. 17:00

29 nóv. 2021Íslenska karlalandsliðið leikur í dag gegn Rússlandi en leikurinn fer fram í Sánki Pétursborg. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður RÚV með HM-stofu fyrir leik og svo leikinn í beinni útsendingu á RÚV2. Bæði lið unnu sína fyrstu leiki á föstudaginn var en Rússar unnu Ítalíu á meðan Ísland lagði Holland. Þetta er því seinni leikurinn í þessum nóvember glugga hjá landsliðinu en næsti leikgluggi verður í lok febrúar þegar Ísland á tvo leiki við Ítalíu. Landslið Íslands í leiknum gegn Rússlandi: Elvar Már Friðriksson · Antwerp Giants, Belgíu (57) Hilmar Smári Henningsson · Stjarnan (8) Jón Axel Guðmundsson · Bologna, Ítalía (14) Kári Jónsson · Valur (23) Kristinn Pálsson · Grindavík (24) Kristófer Acox · Valur (45) Martin Hermannsson · Valencia Basket, Spánn (70) Ólafur Ólafsson · Grindavík (47) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan (56) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (48) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR (15) Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spánn (65) Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Sóttvarnarfulltrúi: Jón Bender Fararstjórn og fulltrúar KKÍ: Kristinn Geir Pálsson og Hannes S. JónssonMeira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 24. NÓVEMBER 2021

25 nóv. 2021 Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í einu agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Sigmundur leikjahæsti dómari sögunnar

22 nóv. 2021Sá merkilegi atburður átti sér stað síðastliðinn fimmtudag að Sigmundur Már Herbertsson dæmdi 2054. leik sinn fyrir KKÍ en það var leikur Stjörnunnar og Tindastóls í Subwaydeild karla.Meira
Mynd með frétt

Hádegisfyrirlestur KKÍ og ÍSÍ í dag

19 nóv. 2021Í dag, föstudaginn 19. nóvember kl. 12 munu KKÍ og ÍSÍ standa fyrir hádegisfundi um kvendómara á afreksstigi í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar, en honum verður einnig streymt á fésbókarsíðum ÍSÍ og KKÍ. Andrada Monika Csender, þrautreyndur FIBA dómari fer yfir það hvernig umhverfi dómara er á afreksstigi, hvernig er að vera kona í heimi íþróttanna og ýmislegt annað tengt dómarastarfinu. Þó að íþróttagreinin sé í þessu tilviki körfubolti þá er ýmislegt sameiginlegt í dómgæslu og hægt að yfirfæra á aðrar greinar.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 17. NÓVEMBER 2021

18 nóv. 2021Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Landslið karla í körfuknattleik · Nóvember leikirnir í undankeppni HM 2023

18 nóv. 2021Íslenska landslið karla hefur leik í undankeppni heimsmeistaramótsins, FIBA World Cup 2023, í næstu viku. Þá á liðið tvo leiki dagana 26. nóvember og 29. nóvember. Fyrst heldur liðið til Amsterdam og leikur gegn Hollandi 26. nóvember. Báðir leikirnir fara fram á útivelli að þessu sinni en eins og komið hefur fram að undanförnu þurfti að skipta um heimaleik og útileik gegn Rússlandi vegna aðstöðuleysis á Íslandi. Ekkert hús stenst grunn keppniskröfur FIBA eins er en Laugardalshöllinn, sem er á undanþágu, er ónothæf eins og er. Liðið heldur því frá Hollandi yfir til St. Pétursborgar þar sem liðið leikur gegn Rússlandi 29. nóvember. Með liðunum þrem er einnig lið Ítalíu í sama riðli en næsti leikgluggi karla verður í febrúar 2022 og á Ísland þá tvo leiki gegn Ítalíu. Eins og staðan er í dag stefnir allt í að báðir þeir leikir þurfa að fara fram á Ítalíu. Undirbúa þurfti fyrir nokkrum missesrum 18 manna leikmannahóp áður en kom að endanlegu vali hópsins vegna ferðalagsins til Rússlands og upp á að fá vegabréfsáritanir fyrir alla sem að íslenzka hópnum koma. Nú hefur Craig Pedersen þjálfari liðsins og aðstoðarþjálfarar hans valið 12 manna hópinn sem skipar landslið okkar í glugganum sem framundan er:Meira
Mynd með frétt

KKÍ aðgangskort gilda ekki tímabundið

17 nóv. 2021Þar sem almennar samkomutakmarkanir miðast nú við 50 áhorfendur hefur stjórn KKÍ ákveðið að KKÍ aðgangskort gildi ekki á leiki tímabundið.Meira
Mynd með frétt

Kvendómaranámskeið 20. nóvember

16 nóv. 2021Laugardaginn 20. nóvember nk. stendur KKÍ fyrir kvendómaranámskeiði. Leiðbeinandi er FIBA dómarinn Andrada Monika Csender. Það er hlekkur á skráningu í fréttinni.Meira
Mynd með frétt

ÍSLAND-UNGVERJALAND í kvöld kl. 20:00 á Ásvöllum

14 nóv. 2021🏀 LEIKDAGUR - LANDSLEIKUR Í KVÖLD! 🇮🇸 ÍSLAND 🆚 🇭🇺 UNGVERJALAND 🏆 Undankeppni EM2023 🏀 Landslið kvenna í körfuknattleik 🗓 Sun. 14. nóv. ⏰ 20:00 📍 Ólafssalur, Hfj. 📺 Sýndur beint á RÚV2 ➡️ Subway býður frítt á leikinn á Stubb miðaappi og verða áhorendur sem vilja mæta að ná sér í miða þar fyrirfram! (takmarkað miðamagn en alls geta 500 áhorfendur verið í húsinu! Mikil óvissa hefur verið varðandi áhorfendur á leiki og hraðpróf því tengdu um helgina en í gær varð ljóst að hægt verður að taka á móti áhorfendum án hraðprófa í kvöld. KKÍ hvetur alla til að fara að í hraðpróf ef möguleiki er á því 📲 #korfubolti #EuroBasketWomenMeira
Mynd með frétt

ÍSLAND-UNGVERJALAND á morgun sunnudag · SUBWAY býður á leikinn!

13 nóv. 2021Subway býður á leikinn hjá stelpunum okkar á morgun sunnudag við Ungverja🏀🇮🇸! Mikil óvissa hefur verið varðandi áhorfendur á leiki og hraðpróf því tengdu um helgina. Nú er orðið ljóst að hægt verður að taka á móti áhorfendum án hraðprófa á leikinn okkar á morgun sunnudag við Ungverjaland. Í ljós óvissunnar þá hefur Subway ákveðið að bjóða áhorfendum frítt á leikinn til að styðja við stelpurnar okkar. Hægt er að fara í miðasöluappið Stubbur og undir viðburðir og sækja sér miða. Eingöngu 500 miða verða í boði í heildina á leikinn. Allir verða svo skráðir í sæti við komuna á Ásvelli. KKÍ hvetur alla til að fara að í hraðpróf ef möguleiki er á því! ​ #korfubolti #subwaydeildinMeira
Mynd með frétt

Breytingar á samkomutakmörkunum – nýjar COVID leiðbeiningar

13 nóv. 2021Núna á miðnætti tók ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir gildi. Reglugerðin mun gilda frá 13. nóvember til 8. desember, nema annað verði sérstaklega tilgreint.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira