Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

1. deild kvenna | ÍR-Snæfell frestað

14 mar. 2022Leik ÍR og Snæfells í 1. deild kvenna hefur nú verið frestað. Leiknum hafði verið seinkað til kl. 20:30 í kvöld, en þar sem Vatnaleið hefur ekki verið opnuð aftur er leiknum nú frestað. Leikið verður annað kvöld.Meira
Mynd með frétt

Subway deild karla | Vestri-Njarðvík frestað

10 mar. 2022Leik Vestra og Njarðvíkur í Subway deild karla sem var á dagskrá í kvöld hefur verið frestað. Steingrímsfjarðarheiðin er lokuð og opnar ekki tímanlega fyrir leik til að lið og dómarar komist á leikstað. Leiknum hefur ekki verið fundinn nýr leiktími, en unnið er að því að finna tíma.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 9. mars 2022

10 mar. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fimm agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 3. mars 2022

3 mar. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Æfingahópar yngri landsliða · 20 og 24 manna hóparnir

28 feb. 2022Æfingahópar yngri landsliða U15, U16 og U18 liða Íslands fyrir sumarið 2022 hafa verið valdir og hefur leikmönnum og forráðamönnum þeirra verið tilkynnt um valið. Um er að ræða um 20 manna hópa hjá eldri liðunum og svo 24 manna hjá U15 liðunum sem eru boðuð núna til æfinga en liðin komu saman til æfinga fyrst um jólin í stærri hópum. Liðin æfa næst saman helgina 4.-6. mars og í kjölfarið eftir þá helgi verða 16 manna og 18 manna lokahópar valdir fyrir verkefni sumarsins. Framundan í sumar eru fjölmörg skemmtileg og spennandi verkefni hjá íslensku liðinum. U15 liðin fara til Finnlands í æfingabúðir og leika landsleiki gegn Finnum. U16 og U18 liðin taka þátt á NM 2022 með Norðurlöndunu og fara einnig á EM yngri liða hvert um sig. Þá eru U20 ára liðin á leið á EM einnig. Eftirtaldir leikmenn voru boðaðir til áframhaldandi æfinga:Meira
Mynd með frétt

HM 2023: Leikdagur · ÍTALÍA-ÍSLAND í dag

27 feb. 2022Í kvöld er komið að seinni leik Íslands í landsliðsglugganum hjá landsliði karla en þá leikum við seinni leikinn gegn Ítalíu. Leikið verður í PallaDozza í Bologna á Ítalíu. Leikurinn hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma og verður hann í beinni á RÚV2 og hefst HM-stofan 19:10.Meira
Mynd með frétt

Landslið karla komið til Ítalíu · Seinni leikurinn á sunnudaginn

26 feb. 2022Í þessum febrúar landsliðsglugga í undankeppi FIBA World Cup 2023 er það seinni leikurinn sem er framundan gegn Ítalíu hjá íslenska karlalandsliðinu í körfuknattleik. Umferðirnar riðlakeppninni speglast en hugmyndin er að þannig fá öll lið heimaleik + útileik í hverri umferð og því mætast liðin aftur núna en bæði lið hafa leikið þrjá leiki. Ísland leikur í H-riðli ásamt Ítalíu, Rússlandi og Hollandi. Í gær ferðaðist íslenska karlalandsliðið ytra til Bologna á Ítalíu og var hópurinn lentur þar síðdegis og hefur hann komið sér fyrir. Framundan í dag eru tvær æfingar hjá leikmönnum og hvíld eftir tvíframlengda leikinn á fimmtudaginn! Leikið verður í PallaDozza höllinni í miðbæ Bologna en hún tekur um 6.000 áhorfendur. Heimilt verður að selja allt að 3.000 miða fyrir leikinn gegn Íslandi vegna fjöldatakmarkana hjá ítölskum yfirvöldum.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 23. FEBRÚAR 2022

24 feb. 2022 Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í einu agamáli og tveimur kærumálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Frá stjórn KKÍ

23 feb. 2022Undanfarið hafa forsvarsmenn íþróttafélagsins Aþenu borið forystu KKÍ þungum sökum. Ásakanir þessar hafa ekki borist frá félaginu til KKÍ heldur aðeins verið birtar í fjölmiðlum. KKÍ vísar á bug öllum ásökunum Aþenu um þöggun eða aðgerðarleysi varðandi kynbundið ofbeldi. KKÍ fordæmir allt ofbeldi og bendir á að tekið hefur verið á þeim málum sem borist hafa KKÍ með formlegum hætti.Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna | Tindastóll-KR frestað

22 feb. 2022Leik Tindastóls og KR í 1. deild kvenna sem var á dagskrá í kvöld hefur verið frestað til morgundagsins þar sem Holtavörðuheiði er lokuð. Leikið verður kl. 18:30 á morgun, miðvikudaginn 23. febrúar.Meira
Mynd með frétt

Landslið karla í körfuknattleik · Undankeppni HM 2023 í febrúar

21 feb. 2022Framundan í febrúar eru tveir leikir í landsliðsglugga hjá landsliði karla í körfu sem hefst á morgun mánudag og lýkur eftir viku þann 28. febrúar. Ísland á tvo leiki gegn Ítalíu að þessu sinni í H-riðlinum í undankeppni HM 2023. Leikið verður í Ólafssal að Ásvöllum 24. febrúar kl. 20:00 og svo heldur liðið út til Bologna á Ítalíu þar sem seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 27. febrúar í PallaDozza-höllinni þar í borg. Miðasala er hafin og fer hún fram á STUBB appinu eingöngu. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV2. Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans völdu 24 manna hóp fyrir nokkru sem var skráður leikmannahópur Íslands hjá FIBA og er löglegur til að leika í þessum glugga og nú hafa verið valdir og boðaðir til æfinga 15 leikmenn:Meira
Mynd með frétt

1. deild karla | Hamar-Skallagrímur frestað

18 feb. 2022Leik Hamars og Skallagríms í 1. deild karla sem var á dagskrá í kvöld hefur verið frestað vegna staðfestra COVID-19 smita í leikmannahóp Skallagríms. Stefnt er að því að leikurinn fari fram í byrjun mars.Meira
Mynd með frétt

1. deild karla | Sindri-Hrunamenn frestað

17 feb. 2022Leik Sindra og Hrunamanna í 1. deild karla sem var á dagskrá annað kvöld hefur verið frestað vegna staðfestra COVID-19 smita í leikmannahóp Sindra. Stefnt er að því að leikurinn fari fram í byrjun mars.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 16. FEBRÚAR 2022

17 feb. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna | Þór Ak.-Hamar/Þór frestað

17 feb. 2022Leik Þórs Ak. og Hamars/Þórs í 1. deild kvenna sem var á dagskrá næsta laugardag hefur verið frestað vegna staðfestra COVID-19 smita í leikmannahóp Þórs Ak. Stefnt er að því að leikurinn fari fram í byrjun mars.Meira
Mynd með frétt

Evrópumót yngri liða · Sumarið 2022

15 feb. 2022Dregið var í riðlakeppni EM móta FIBA hjá yngri liðunum fyrir sumarið framundan í morgun en þar á Ísland lið í U16, U18 og U20 mótunum hjá drengjum og stúlkum eða alls sex lið. Íslensku liðin eru öll í B-deildum í sumar en aðeins 16 bestu þjóðirnar eru í A-deildunum í hverjum aldursflokki.Meira
Mynd með frétt

Subway og 1. deildir karla | frestað vegna ófærðar

14 feb. 2022Fimm leikjum hefur verið frestað í dag vegna ófærðar. Í Subway deild karla hefur leik Tindastóls og KR verið frestað þar sem Kjalarnesið er lokað og ekki hægt að fara norður. Sömuleiðis hefur leik Þórs Ak. og Vestra verið frestað þar sem flugi dómara leiksins var aflýst. Í 1. deild karla hefur leik Sindra og Fjölnis verið frestað ásamt leikjum Hauka og Selfoss, og leik Hrunamanna og ÍA.Meira
Mynd með frétt

11 feb. 2022Tveimur leikjum 1. deilda hefur verið frestað vegna COVID. Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 9. FEBRÚAR 2022

10 feb. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Subway deild kvenna | Grindavík-Haukar frestað

9 feb. 2022Leik Grindavíkur og Hauka í Subway deild kvenna í kvöld hefur verið frestað þar sem COVID hefur hreiðrað um sig í leikmannahópi Grindavíkur. Leiknum hefur ekki verið fundinn nýr leiktími enn sem komið er.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira