Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Yngri landslið Íslands · U16 ára landslið drengja 20222

11 apr. 2022Búið er að velja lokahópinn þeirra 17 leikmanna sem skipa U16 drengja í sumar. Að lokum verða það 12 leikmenn í U16 liðum drengja og stúlkna sem mynda svo liðin sem taka þátt í verkefnum sumarsins. Borche Ilievski tók við liðinu fyrir skömmu og verður aðalþjálfari liðsins. U16 liðin taka þátt á NM og Evrópumótum FIBA í sumar. Eftirtaldir leikmenn skipa U16 hópinn sumarið 2022:Meira
Mynd með frétt

Subway deild karla · Tveir leikir í kvöld í 8-liða úrslitunum

11 apr. 2022Úrslitakeppni Subwaydeildar karla heldur áfram í kvöld og eru tveir leikir á dagskránni. Valur og Stjarnan mætast í Origo-höllinni að Hlíðarenda í seinni leik kvöldsins kl. 20:15 en á undan leika Tindastóll og Keflavík í Síkinu á Sauðárkróki kl. 18:15. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum 2022. Báðir leikirnir í beinni á Stöð 2 Sport!Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna: ÁRMANN-ÍR · Leikur 3 í kvöld

11 apr. 2022Í kvöld eigast Ármann og ÍR við í þriðja leik sínum í lokaúrslitum 1. deildar kvenna en leikið er um laust sæti í Subway deildinni að ári. Staðan í einvíginu er 1-1 en fjórði leikur liðanna er svo á fimmtudaginn í Seljaskóla. Þar geta sigurvegarar kvöldsins tryggt sér sæti í efstu deild með sínum þriðja sigri. Leikurinn í kvöld fer fram á heimavelli Ármanns í íþróttahúsi KennaraháskólansMeira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 9. APRÍL 2022

9 apr. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Þjálfaranám KKÍ 2022

8 apr. 2022KKÍ stendur fyrir sex þjálfaranámskeiðum núna í vor og næsta haust. Tvö námskeið verða haldin í maí, KKÍ 1A og KKÍ 2A, en næsta haust verða KKÍ 1A, 1B, 1C og 2B haldin. Gott er að hafa í huga að þeir þjálfarar sem hyggjast sækjast eftir því að fara í FECC þurfa hið minnsta að hafa klára þjálfarastig KKÍ 1 og 2 ásamt ÍSÍ 1 og 2. Opnað hefur verið fyrir skráningu á KKÍ 1A og KKÍ 2A, en vakin er athygli á því að aðeins þeir sem hafa greitt fyrir námskeið fá að taka þátt. Við bendum á að hægt er að sækja styrki fyrir þjálfaranámskeiðum, en oft veita stéttarfélög styrki fyrir þátttöku á námskeiðum. Frekari upplýsingar um námskeiðin eru veittar á skrifstofu KKÍ.Meira
Mynd með frétt

Subway deild karla: Tveir leikir í kvöld og báðir beint á Stöð 2 Sport

8 apr. 2022Í kvöld er komið að leikjum tvö í viðureignum Stjörnunnar og Vals og Keflavíkur og Tindastóls. Liðin mætast kl. 18:15 og 20:15 í kvöld og leiða Valur og Tindastóll 1-0 í sínum einvígum. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki leikur í undanúrslitum Subway deildarinnar. ​ 🏆 SUBWAY DEILDIN 🆚 8-liða úrslit karla 🗓 Fös. 8. apríl 2️⃣ Leikir 2 🎟 Miðasala á 📲 STUBB appinu 📺 Báðir leikir beint á Stöð 2 Sport ⏰ 18:15 📍 Mathús Garðarbæjar-höllin 🏀 STJARNAN (0) - VALUR (1) ⏰ 20:15 📍 Blue-höllin 🏀 KEFLAVÍK (0) - TINDASTÓLL (1) #subwaydeildin #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

1. deild kvenna: ÍR-Ármann í kvöld kl. 19:15

8 apr. 2022Í kvöld fer fram annar leikur milli ÍR og Ármanns í lokaúrslitum 1. deildar kvenna. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki leikur í Subway deild kvenna að ári. Staðan í einvígi liðanna er 1-0 fyrir Ármanni. Leikurinn hefst kl. 19:15 á heimavelli ÍR í Hertz-hellinum, íþróttahúsi Seljaskóla.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 6. apríl 2022

6 apr. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 5. apríl 2022

6 apr. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fjórum agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna: ÁRMANN-ÍR · Lokaúrslitin hefjast í kvöld

5 apr. 2022Fyrsti leikur í lokaúrslitum 1. deildar kvenna hefjast í kvöld þegar Ármann og ÍR mætast í leik eitt. Það lið sem fyrr sigrar þrjá leiki fer upp um deild og leikur í Subway deild kvenna á næsta ári. Ármann varð deildarmeistari í vetur og ÍR varð í öðru sæti en einn sigurleikur skildi liðin að. Liðin unnu að auki hvort annað í deildarkeppninni þar sem tveim stigum munaði í báðum leikjunum milli þeirra og því von á spennandi úrslitaseríu. Leikurinn í kvöld hefst kl. 19:15 og fer fram á heimavelli Ármanns í Kennó (íþróttahúsi Kennaraháskólans). Miðasala er í STUBB appinu.Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppni yngri flokka 2022

4 apr. 2022Gluggi fyrir úrslitakeppni yngri flokka hefst miðvikudaginn 6. apríl, en á þessu tímabili fara allar deildir yngri flokka 8 liða úrslit.Meira
Mynd með frétt

Æfingahópar U20 landsliða karla og kvenna fyrir sumarið 2022

31 mar. 2022Þjálfarar U20 landsliða karla og kvenna hafa boðað sína fyrstu æfingahópa fyrir sumarið 2022. Hóparnir koma fyrst saman í vor eftir lok tímabilsins og undirbúa sig fyrir verkefni sumarsins en bæði lið taka þátt í Evrópumóti U20 liða á vegum FIBA. Stelpurnar munu spila í Norður-Makedóníu og strákarnir í Georgíu. Um er að ræða stóra hópa en þeir eru ekki endilega endanlegir, leikmönnum gæti verið bætt við fyrir fyrstu æfingar, en svo verða þeir fljótlega minnkaðir niður í endanleg lið. Baldur Þór Ragnarsson er þjálfari U20 karla ásamt Pétri Má Sigurðsyni og þjálfari U20 kvenna er Halldór Karl Þórsson ásamt Yngva Gunnlaugsyni. Eftirtaldir leikmenn skipa æfingahópana:Meira
Mynd með frétt

Yngri landslið Íslands · Sumarið 2022

29 mar. 2022Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa valið loka leikmannahópa sína fyrir sumarið 2022. Eftirtaldir hópar hefja æfingar í lok maí eftir úrslit yngri flokka og æfa saman í sumar. Að lokum verða það 12 leikmenn í U16 og U18 liðunum sem mynda svo liðin sem taka þátt í verkefnum sumarsins. Hjá U15 eru það 18 leikmenn sem taka allir þátt í tveim níu manna liðum. U15 fer á æfingamót og æfingabúðir í Finnlandi með U15 liðum þeirra, U16 og U18 liðin taka þátt á NM og Evrópumótum FIBA og þá taka U20 liðin taka þátt á Evrópumótum FIBA, en þar er búið að boða fyrstu æfingahópana.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 23. MARS 2022

24 mar. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Skrifstofa KKÍ opnar kl. 13:00 mánudaginn 21. mars

20 mar. 2022Skrifstofa KKÍ verður lokuð fyrir hádegi mánudaginn 21. mars og opnar kl. 13:00.Meira
Mynd með frétt

VÍS bikarúrslit yngri flokka

18 mar. 2022VÍS bikarúrslit yngri flokka hefjast í kvöld með tveimur leikjum, en er svo fram haldið á laugardag og sunnudag. Alls eru leiknir sjö leikir í VÍS bikarúrslitum yngri flokka og eru þeir allir sýndir beint á Youtube, dagskrá og tenglar á streymi má finna hér að neðan.Meira
Mynd með frétt

VÍS BIKARINN 2022 · BREIÐABLIK og HAUKAR leika til úrslita hjá konunum

17 mar. 2022Í kvöld fór fram í Smáranum í Kópavogi undanúrslitaleikir kvenna í VÍS BIKARNUM 2022 og var mikið fjör eins og við var að búast. Fyrri leikur kvöldsins var viðureign Snæfells og heimastúlkna í Breiðablik. Breiðablik hafði undirtökin alla leikinn og fór með sigur af hólmi 55:89 og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleiknum á laugardaginn kemur. Seinni leikur kvöldsins var síðan leikur Njarðvíkur og Hauka. Leikar stóðu 34:45 í hálfleik en sami munur var á liðunum eftir þrjá leikhluta og Haukar stungu af í þeim fjórða, lokatölur 55:83. Það verða því Breiðablik og Haukar sem eigast við í úrslitaleiknum í ár og hefst hann kl. 19:45 á laugardaginn í Smáranum. Meira
Mynd með frétt

VÍS BIKARINN 2022 · STJARNAN-ÞÓR Þ. leika til úrslita hjá körlunum

17 mar. 2022Í gær fóru fram í Smáranum í Kópavogi undanúrslitaleikir karla í VÍS BIKARNUM 2022 og var um að ræða frábæra leiki og fjöruga. Fyrri leikur kvöldsins var viðureign Stjörnunnar og Keflavíkur. Framlengja þurfti leikinn sem var jafn og æsispennandi en þar hafði Stjarnan sigur í framlengingu 95:93. Seinni leikur kvöldsins var síðan leikur Þórs Þ. og Vals. Eftir jafnan leiki var það Þór Þ. sem fór með sigur af hólmi, 90:85. Það verða því Stjarnan og Þór Þ. sem eigast við í úrslitaleiknum í ár. Sagan: Stjarnan lék í úrslitaleiknum í fyrra og hlaut silfur eftir úrslitaleik gegn Njarðvík. Í sögunni hefur Stjarnan farið í sex úrslitaleiki og er því á leið í sinn sjöunda úrslitaleik en jafnframt sinn fjórða í röð. Vinningshlutfallið þeirra er 5-1. Þór Þ. er á leið í sinn þriðja leik en þeir eru 0-2 hingað til. Þeir léku tvö ár í röð í úrslitunum og í bæði skiptin gegn KR, árin 2016 og 2017. Allt um sögu, tölfræði og fleir skemmtilegt er að finna hér á kki.is undir SAGA BIKARÚRSLITA KKÍMeira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 16. mars 2022

17 mar. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í sex agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Ármann deildarmeistari 1. deildar kvenna

16 mar. 2022Ármann tryggði sér deildarmeistaratitil 1. deildar kvenna með sigri á Vestra 80-46. Þetta er fyrsti titill kvennaliðs Ármanns frá 1960. KKÍ óskar liðinu og félaginu til hamingju með áfangann. Framundan er svo úrslitakeppni 1. deildar kvenna þar sem Ármann, ÍR, KR og Hamar/Þór taka þátt, en úrslitakeppnin hefst þriðjudaginn 22. mars.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira