17 maí 2023

Valur varð meistari 2. deildar 9. flokks drengja á sunnudag með sigri á Haukum í úrslitaleik á Meistaravöllum. 
Leikurinn var jafn mest allan tímann, þó Valsmenn hefðu leitt mestan hluta hans, og höfðu sigur, 60-49. Þjálfari drengjanna er Ágúst Björgvinsson.

Stormur Kiljan Traustason var valinn maður leiksins, en hann skilaði 24 stigum, 7 fráköstum og 2 stolnum boltum.

Til hamingju Valur!