27 maí 2021Á undanförnum misserum hefur talsverð vinna farið í það hjá KKÍ að skoða, skipuleggja og sjá fyrir hvernig landsliðsverkefnin hjá yngri landsliðum Íslands yrði háttað í sumar. Því miður er það enn staðreynd að röskun er á hefðbundnu afreksstarfi v/ Covid-19 og þeirra áhrifa sem það hefur á alla skipulagningu.
Það hafa verið að berast upplýsingar frá FIBA fyrir sumarið framundan, enda hefur verið mikil óvissa hvað yrði lagt upp með af þeirra hálfu, og hafa mörg lönd beðið með allar ákvarðanir fyrir sín yngri landslið þangað til það myndi liggja fyrir hvað FIBA myndi gera í sumar með yngri mótin hjá sér.
KKÍ hefur nú farið vel yfir málin og meðal annars fundað nokkrum sinnum með hinum Norðurlöndunum varðandi þeirra næstu skref, en þar er mjög gott samstarf á milli og löndin vinna margt í sameiningu.
Meira