Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Domino's deild kvenna | Frestað vegna COVID-19

27 sep. 2020Mótanefnd KKÍ hefur frestað tveimur leikjum í Domino‘s deild kvenna vegna faraldurs COVID-19.Meira
Mynd með frétt

Spá fyrir Domino's og 1. deild karla

25 sep. 2020Spá formanna, þjálfara og fyrirliða Domino's deildar karla og 1. deildar karla var kynnt á fundi í Laugardalnum í hádeginu í dag.Meira
Mynd með frétt

Keppni 1. umferðar MB11 ára aflýst

24 sep. 2020Í ljósi stöðunnar í COVID-19 faraldinum hefur KKÍ ákveðið að aflýsa tveimur fjölmennum fjölliðamótum um helgina, en keppni í minnibolta 11 ára var fyrirhuguð hjá drengjum í Grafarvogi hjá Fjölni og hjá stúlkum á Ísafirði hjá Vestra. KKÍ þykir afar leitt að þessi staða sé uppi, en þar sem um fjölmenn mót var að ræða taldi sambandið það samfélagslega ábyrgð sína að aflýsa þessum mótum. Meira
Mynd með frétt

Meistarar meistaranna 2020 · Stjarnan-Grindavík á sunnudaginn

24 sep. 2020Næstkomandi sunnudag þann 27. september fer fram hinn árlegi leikur meistara meistaranna hjá körlunum. Leikið verður í Garðabæ í Mathús Garðabæjar-höllinni á heimavelli fulltrúa Íslandsmótsins, deildarmeistara Stjörnunnar. Leikið er til skiptis á heimavelli Íslandsmeistara karla og kvenna, en árið 2019 fóru leikirnir fram í Valshöllinni á heimavelli Íslandsmeistara Vals. Í ár verða leikirnir stakir hjá konum og körlum og var leikið í Borgarnesi sl. sunnudag þar sem Skallgrímur lagði Val í úrslitaleik kvenna. Leikur karla í ár er leikur deildarmeistara síðasta árs gegn fulltrúa bikarkeppninnar, en ekkert lið var krýnt íslandsmeistari í fyrra þar sem mótið var flautað af eins og allir vita og var þá Stjarnan krýnd deildarmeistarar í lokin og þar sem Stjarnan eru bikarmeistarar einnig þá er það mótherji þeirra úr úrslitaleiknum í fyrra, Grindavík, sem mætir sem fulltrúi bikarkeppninnar. Meira
Mynd með frétt

Tölfræðisöfnun áhorfenda bönnuð á leikjum á vegum KKÍ

23 sep. 2020KKÍ hefur gert nýjan samning við Genius Sports, aðilan sem sér um allt umsýslu-, móta- og tölfræðikerfi sambandsins. Honum fylgir að Genius Sports fær einkaréttinn af tölfræðinu til frekari nota. Í vetur gildir að miðaeigandi / áhorfandi á leikjum í tveim efstu deildum hefur ekki heimild til að taka eða senda lifandi tölfræði af leiknum hvort sem er til einkanota eða fyrir erlenda veðmálabanka! (Þetta á við um hljóð- og vídeóupptökur, útsendingar, skrásetningu á tölfræði eða annað tengt upplýsingasöfnun aðila sem ekki eru starfsmenn leiksins).Meira
Mynd með frétt

Niðurstöður Aga- og úrskurðarnefndar 23. september 2020

23 sep. 2020Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í einu agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna hefst í kvöld · Tímabilið 2020-2021

23 sep. 2020Í dag er gleðidagur þegar Domino's deild kvenna hefst að nýju, en ekki hefur verið leiki í efstu deild síðan 11. mars 2020. Í kvöld fer fram heil umferð með fjórum leikjum. Fyrsti leikurinn hefst kl. 18:30 þegar Fjölnir og Snæfell mætast í Dalhúsum, Grafarvogi. Síðan kl. 19:15 fara svo fram þrír leikir þegar Breiðablik tekur á móti Val í Smáranum, Keflavík fær KR í heimsókn í Reykjanesbæ og síðan er það leikur Hauka og Skallagríms í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Við minnum á að áhorfendur eru leyfðir á öllum leikstöðum, en hafa ber í huga að takmarkaður fjöldi miða er í boði á hverjum leikstað.Meira
Mynd með frétt

Áhorfendabann á minniboltamótum

22 sep. 2020Í síðustu viku var tilkynning um áhorfendabann í fyrstu umferð minnibolta 11 ára send til aðildarfélaga KKÍ. Þetta áhorfendabann er óskylt banni því er sett var á um nýliðna helgi. Meira
Mynd með frétt

Áhorfendur leyfðir

21 sep. 2020Að höfðu samráði við yfirvöld hefur verið ákveðið að leyfa áhorfendur aftur í samræmi við gildandi tilmæli og reglur um framkvæmd æfinga og keppni aðildarfélaga KKÍ vegna COVID-19.Meira
Mynd með frétt

Áríðandi tilkynnig frá KKÍ v/ Covid-19 og áhorfenda um helgina

19 sep. 2020Að beiðni almannavarna um að íþróttahreyfingin sýni frumkvæði varðandi sóttvarnir hefur stjórn KKÍ tekið þá ákvörðun að leikir helgarinnar í meistaraflokkum, það er æfingaleikir meistaraflokka og meistarar meistaranna kvenna, fari fram án áhorfenda. ​ Jafnframt beinum við því til foreldra/aðstandenda leikmanna í yngri flokkum að mæta ekki í íþróttahúsin til að horfa á þá leiki sem fram fara. Staðan verður svo endurmetin eftir helgi í samráði við yfirvöld.Meira
Mynd með frétt

Spá fyrir Domino's og 1. deild kvenna

18 sep. 2020Spá formanna, þjálfara og fyrirliða Domino's deildar kvenna og 1. deildar kvenna var kynnt á fundi í Laugardalnum í hádeginu í dag.Meira
Mynd með frétt

Niðurstöður Aga- og úrskurðarnefndar 16. september 2020

16 sep. 2020Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnarMeira
Mynd með frétt

Meistarar meistaranna 2020 · Skallagrímur-Valur á sunnudaginn

15 sep. 2020Næstkomandi sunnudag þann 20. september fer fram hinn árlegi leikur meistara meistaranna hjá konunum. Leikið verður í Borgarnesi á heimavelli bikarmeistara Skallagríms. Leikið er til skiptis á heimavelli Íslandsmeistara karla og kvenna, en árið 2019 fóru leikirnir fram í Valshöllinni á heimavelli Íslandsmeistara Vals. Í ár verða leikirnir stakir hjá konum og körlum og verður leikur karla sunnudaginn 27. september í Ásgarði milli Stjörnunnar og Grindavíkur.Meira
Mynd með frétt

Uppfærðar reglur um komur erlendra leikmanna v/ ferðatakmarkana

15 sep. 2020KKÍ hefur uppfært leiðbeiningar vegna komu erlendra leikmanna og þeirra ferðatakmarkana sem í gildi eru. Heildarskjalið er að finna hér á vef kki.is: Tilmæli v/Covid-19. Það sem er uppfært núna er afgreiðsla UTN/ÚTL á ferðaundanþágum leikmanna frá USA. Í stuttu máli gildir eftirfarandi: Fyrir alla erlenda leikmenn (bæði USA/utan EES og Bosman-A leikmenn): Allir íþróttamenn sem koma frá evrópulöndum þurfa að gangast undir fyrri og seinni skimun við komuna, ásamt sóttkví í heimahúsi þar til niðurstaða skimana liggur fyrir.Meira
Mynd með frétt

VERKLAGSREGLUR AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ

8 sep. 20201. gr. Ákvörðunarbærni Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ (hér eftir „nefndin“) er bær til þess að taka ákvörðun, hvort sem er vegna agamála eða kærumála, ef þrír nefndarmenn taka þátt í meðferð málsins. Þegar nefnd er ákvörðunarbær ræður meirihluti úrslitum mála. 2. gr. Skipan nefndar Formaður getur ákveðið að tiltekinn hluti nefndarinnar sinni daglegum verkefnum nefndar og venjulegum agamálum um ákveðinn tíma (hér eftir nefndur „hópurinn“). Nefndin skal ávallt vera að fullu skipuð í málum er varða úrslitakeppni meistaraflokka. Að lágmarki einn löglærður nefndarmaður skal vera hluti hópsins. Formaður skal tilnefna nefndarmann sem tekur á móti kæru frá skrifstofu KKÍ. Sá nefndarmaður ber ábyrgð á málsmeðferð hvers og eins máls (hér eftir nefndur „ábyrgðarmaður“). 3Meira
Mynd með frétt

Haustfjarnám 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ hefst mánudaginn 21. sept. nk.

3 sep. 2020Haustfjarnám 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ hefst mánudaginn 21. sept. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Meira
Mynd með frétt

Þjálfarafyrirlestrar WABC og FIBA á næstunni · Alla þriðjudaga og fimmtudaga

2 sep. 2020Heimssamband körfuboltaþjálfara (WABC) eru samtök þjálfara undir merkjum FIBA. Þau hafa sett upp röð fyrirlestra með frábærum þjálfurum héðan og þaðan næstu 10 vikurnar sem fram fara á netinu. Fyrirlestrarnir verða næstu þriðjudaga og fimmtudaga á facebook-síðu samtakana. Þeir hefjast alltaf kl. 12:00 að íslenskum tíma (14.00 CET). Meðal þjálfara sem verða með innslög (ásamt fleirum) eru þeir Scott Brooks, Mike Brown, Sergio Scariolo, Rick Carlisle, Romeo Sacchetti, Zeljko Obradovic og Ettore Messina.Meira
Mynd með frétt

Keppnistímabilið 2020-2021 hefst í kvöld!

1 sep. 2020Eftir langa bið hefst nýtt keppnistímabil í kvöld á sjö leikjum í drengjaflokki. Ekki er þó hægt að taka við áhorfendum á öllum leikstöðum.Meira
Mynd með frétt

Spænski körfuboltinn á Stöð 2 Sport

31 ágú. 2020KKÍ kynnir með ánægju frábærar fréttir fyrir íslenska körfuknattleiks aðdáendur en Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn að leikjum ACB, efstu deildinni í körfubolta á Spáni. Um er að ræða eina sterkustu deildarkeppni heims í körfubolta, með mörgum af sterkustu og sögufrægustu liðum Evrópu. Nægir þar að nefna íþróttastórveldin Real Madrid og Barcelona. Þrír lykilmenn íslenska landsliðsins leika með spænskum félagsliðum. Martin Hermannsson (Valencia) og Haukur Helgi Pálsson (Andorra) eru að hefja sínar fyrstu leiktíðir í ACB-deildinnni og Tryggvi Snær Hlinason hefur senn sitt fimmta keppnistímabil á Spáni og annað með núverandi liði sínu, Zaragoza. Meira
Mynd með frétt

Dómaranámskeið 5. september · Dagsnámskeið

27 ágú. 2020KKÍ heldur dómaranámskeið fyrir alla áhugasama í byrjun september. Námskeiðið fer fram á netinu og fer fram laugardaginn 5. september. Áætlað er að það standi yfir milli kl. 09:30-16:00. Þátttakendur taka þátt í fjarnámi á netinu og verður farið yfir kennsluefni leiðbeinanda og þátttakendur leysa verkefni sjálfir og saman í hóp. Mikilvægt er að þátttakendur hafi tölvu með vefmyndavél og nettengingu til að taka þátt.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira