12 ágú. 2021Ísland lék í kvöld gegn Svartfjallalandi í sínum fyrsta leik af fjórum í Podgorica í síðari umferð forkeppninnar að undankeppni HM 2023. Heimamenn byrjuð vel og voru átta stigum yfir eftir fyrsta leikhluta. Strákarnir okkar komu vel stemmdir til leiks í öðrum leikhluta og áttu frábæra spretti og unnu leikhlutan 23:25. 

Sömu sögu var að segja eftir hálfleikinn, okkar drengir léku mjög vel á köflum og sýndu baráttu við að halda leiknum jöfnum en heimamenn fundu leiðir til að halda forystunni en jafnt var tvívegis og tækifæri til að ná forystu og mikil spenna í leiknum. Heimamenn sýndu styrk sinn með því að ná að standa af sér áhlaup okkar liðs og unnu á endanum 14 stiga sigur. 

Lokatölur 83:69

Stigahæstir í kvöld voru Elvar Már Friðriksson sem var með 16 stig og Kári Jónsson sem var með 9 stig. Tryggvi Snær Hlinason, Hörður Axel Vilhjálmsson og Kristófer Acox voru með 8 stig hver.

Á morgun er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Danmörku en þar skiptir máli að hafa enda aðeins þrjú liði í riðlinum og tvö fara áfram. Því er það innbyrðis milli liða úr öllum leikjum og stigamunur einnig sem skiptir máli. 

Frábær tilþrif sáust hjá okkar strákum en allir spiluðu og álaginu var dreift á milli leikmanna enda heitt hér úti og mikil orka sem fór í leikinn í kvöld. 

Leikurinn á morgun gegn Danmörku hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma og verður sýndur beint á RÚV2.