6 ágú. 2021
Norðulandamót undir 16 ára fór fram í Kisikalio á Finnlandi daganna 1-5 ágúst.
Norðurlandamóti undir 16 ára liðs drengja og stúlkna í Kisakallio í Finnlandi. Bæði unnu leikin tvo leiki á þessu móti, en vegna innbyrðisstöðu höfðu drengirnir brons með sér heim á meðan að stúlkurnar þurftu að sætta sig við fjórða sætið.
Stúlkurnar spiluðu fimm leiki, fyrsti leikur var á móti Eistlandi sem Íslensku stúlkurnar töpuðu með 5 stigum 62-57, þar sem Agnes Fjóla Georgsdóttir var framlagshæst í íslenska liðinu, skilaði 15 stigum úr aðeins 7 skotum af vellinum, 5 fráköstum og 2 stoðsendingum. Þá bætti Emma Hrönn Hákonardóttir við 16 stigum og 5 fráköstum.
Annar leikur var á móti Finnum sem Íslensku stúlkurnar töpuðu 51-97, þar sem Sara Líf Boama var atkvæðamest í liði Íslands, skilaði 11 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum. Þá bætti Hildur Björk Gunnsteinsdóttir við 10 stigum og 4 fráköstum.
Þriðji leikur var á móti Noreg sem Íslensku stúlkurnar unnu með 11 stigum 49-60, þar sem Jana Falsdóttir og Hildur Björk Gunnsteinsdóttir voru atkvæðamestar í liði Íslands. Jana með 11 stig og 8 fráköst á meðan að Hildur var með 10 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar.
Fjórði leikur var á móti Danmörk sem Íslensku stúlkurnar unnu með 10 stigum 58-48, þar sem Jana Falsdóttir var best í liði Íslands með 16 stig, 4 fráköst og 10 stolna bolta. Þá bætti Heiður Karlsdóttir við 11 stigum og 4 fráköstum og Lovísa Sverrisdóttir 9 stigum og 5 fráköstum.
Fimmti og síðasti leikurinn var á móti Svíþjóð sem Íslensku stúlkurnar töpuðu 89-42, þar sem Jana Falsdóttir var framlagshæst hjá Íslandi. Skilaði 8 stigum, 6 fráköstum, 2 stoðsendingum og 4 stolnum boltum. Þá bætti Sara Líf Boama við 9 stigum og 8 fráköstum og Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 4 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum.
Drengirnir spiluðu fjóra leiki þar sem síðasti leikur þeirra gegn Svíum fór ekki fram vegna þess að einn fylgdarmaður hjá Svíum greindist smitaður af covid.
Fyrsti leikur hjá drengjunum var á móti Eistlandi sem Íslensku drengirnir töpuðu 66-59, þar sem Tómas Valur Þrastarson var atkvæðamestur í liði Íslands með 19 stig, 10 fráköst og 2 stoðsendingar. Þá bætti Kristján Fannar Ingólfsson við 16 stigum og 6 fráköstum.
Annar leikur hja drengjunum var á móti Finnum sem Íslensku drengirnir töpuðu 67-76, þar sem Brynjar Kári Gunnarsson var atkvæðamestur fyrir Ísland með 22 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar. Þá skilaði Tómas Valur Þrastarson 12 stigum og 11 fráköstum og Sigurður Rúnar Sigurðsson 7 stigum og 4 fráköstum.
þriðji leikur hjá drengjunum þar á mót Noreg þar sem Íslensku drengirnir töpuðu 56-58, þar sem Kristján Fannar Ingólfsson með 10 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar. Þá bætti Tómas Valur Þrastarson við 8 stigum og 11 fráköstum og Jóhannes Ómarsson 8 stigum og 3 stolnum boltum.
Fjórði leikur hjá drengjunum var á móti Danmörk sem Íslensku drengirnir unnu með 77-76, þar sem Sigurður Rúnar Sigurðsson var bestur í liði Íslands, skilaði 15 stigum og 11 fráköstum á 24 mínútum spiluðum. Þá bætti Tómas Valur Þrastarson við 15 stigum og 8 fráköstum og Hilmir Arnarson var með 13 stig og 4 stoðsendingar.