11 des. 2020Þjálfarar yngri landsliða KKÍ hafa boðað þá leikmenn sem þeir hafa valið í sína fyrstu æfingahópa yngri landsliðana fyrir U15, U16 og U18 ára landslið drengja og stúlkna fyrir verkefni sumarið 2021.
Alls eru 174 leikmenn boðaðir í æfingahópa frá 22 íslenskum félögum og fjórum erlendum. (sjá skiptingu milli félaga nánar neðst).
Engar æfingar milli jóla og nýárs:
Eins og við vitum öll þá eru uppi fordæmalausir tímar með ýmsum hindrunum sem körfuknattleikshreyfingin hefur verið að glíma við sl. árið og hafa leikmenn, þjálfarar og félögin ekki farið varhluta af þeim áskorunum og takmörkunum sem þurft hefur að eiga við.
Æfingar leikmanna í árgangi 2005 og síðar voru leyfðar fyrir nokkrum vikum hjá félögunum sem og meistarflokkum félaganna í tveim efstu deildum nú í vikunni. KKÍ vinnur að því, og bindur vonir við, að æfingar árg. 2004 og upp í mfl. fái að hefja æfingar líka sem fyrst.
Á fundi afreksnefndar KKÍ sem fram nýlega var lagt til, sem síðan var samþykkt á fundi stjórnar KKÍ í kjölfarið, að KKÍ mun ekki standa fyrir landsliðsæfingum yngri liða í íþróttahúsum milli jóla og nýárs eins og venjan er.
Yfirvöld hafa óskað eftir því við landsmenn að halda blöndun hópa og jólaboðum í lágmarki og að hver og ein fjölskylda búi sér til sína eigin „jólalkúlu“. KKÍ telur að skynsamlegast í ljósi sóttvarnarráðstafana að leikmenn fari varlega af stað eftir langt hlé og æfi með sínum félögum út desember hjá hverju félagi fyrir sig í sinni heimabyggð og við það verður ekki blöndun leikmanna víðs vegar af landinu frá mörgum félögum á landsliðsæfingum á vegum KKÍ.
Meira