Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Fimm úrslitaleikir í dag | leikið í Mathús Garðabæjarhöll Stjörnunnar

30 maí 2021Seinni leikdagur í úrslitum yngri flokka er í dag, en herlegheitin hefjast kl. 11:00 á úrslitaleik neðri deilda 10. flokks drengja og þeim lýkur með úrslitaleik unglingaflokks klukkan 19:00 í kvöld.Meira
Mynd með frétt

Grindavík Íslandsmeistari í stúlknaflokki 2021

29 maí 2021Grindavík er Íslandsmeistari í stúlknaflokki eftir 61-64 sigur á Keflavík í úrslitaleik í TM-helli ÍR í dag.Meira
Mynd með frétt

Stjarnan Íslandsmeistari 9. flokks stúlkna 2021

29 maí 2021Stjarnan er Íslandsmeistari í 9. flokki stúlkna eftir 77-47 sigur á Keflavík í úrslitaleik í TM-helli ÍR í dag.Meira
Mynd með frétt

Fjölnir Íslandsmeistari drengjaflokks

29 maí 2021Fjölnir er Íslandsmeistari drengjaflokks eftir 82-75 sigur á Suðurlandi í úrslitaleik í TM-helli ÍR fyrr í dag.Meira
Mynd með frétt

Breiðablik b meistari neðri deilda drengjaflokks

29 maí 2021Breiðablik b er meistari neðri deilda drengjaflokks eftir 85-79 sigur á KR b í úrslitaleik í TM-helli ÍR fyrr í dag.Meira
Mynd með frétt

Stjarnan Íslandsmeistari 9. flokks drengja 2021

29 maí 2021Stjarnan er Íslandsmeistari í 9. flokki drengja eftir 85-64 sigur á Haukum í úrslitaleik í TM-helli ÍR fyrr í dag.Meira
Mynd með frétt

Fimm úrslitaleikir í dag | leikið í TM-helli ÍR

29 maí 2021Fyrri leikdagur í úrslitum yngri flokka er í dag, en herlegheitin hefjast kl. 11:00 á úrslitaleik 9. flokks drengja og þeim lýkur með úrslitaleik stúlknaflokks klukkan 19:45 í kvöld.Meira
Mynd með frétt

Undanúrslit Domino's deildar karla

28 maí 2021Í undanúrslitum Domino's deildar karla tímabilið 2020-2021 mætast annars vegar deildarmeistarar Keflavíkur og KR, og hins vegar Þór Þ. og Stjarnan. Undanúrslitin hefjast mánudaginn 31. maí, en leiktímar liggja nú fyrir.Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppnin · Domino's deild karla - Tveir oddaleikir í kvöld!

28 maí 2021Tveir risaleikir verða í kvöld í 8-liða úrslitum karla en þá fara fram tveir oddaleikir um sæti í undanúrslitunum 2021. Það ræðst því í kvöld hvaða tvö lið fara áfram en staðan er 2-2 í báðum einvígunum. Það fer eftir úrslitum kvöldsins hvaða lið Keflavík og Þór Þ. fá í undanúrslitunum en Keflavík mun sem deildarmeistari fá það lið sem lægst var í deildarkeppninni og kemst áfram í undanúrslitunum. Báðir leikir verða í beinni á Stöð 2 Sport! Meira
Mynd með frétt

Úrslit 1. deildar karla

27 maí 2021Í úrslitum 1. deildar karla tímabilið 2020-2021 mætast Hamar og Vestri, en leikið er um laust sæti í úrvalsdeild tímabilið 2021-2022. Leiktímar í úrslitaviðureign 1. deildar karla liggja fyrir.Meira
Mynd með frétt

Yngri landslið Íslands · Sumarið 2021

27 maí 2021Á undanförnum misserum hefur talsverð vinna farið í það hjá KKÍ að skoða, skipuleggja og sjá fyrir hvernig landsliðsverkefnin hjá yngri landsliðum Íslands yrði háttað í sumar. Því miður er það enn staðreynd að röskun er á hefðbundnu afreksstarfi v/ Covid-19 og þeirra áhrifa sem það hefur á alla skipulagningu. Það hafa verið að berast upplýsingar frá FIBA fyrir sumarið framundan, enda hefur verið mikil óvissa hvað yrði lagt upp með af þeirra hálfu, og hafa mörg lönd beðið með allar ákvarðanir fyrir sín yngri landslið þangað til það myndi liggja fyrir hvað FIBA myndi gera í sumar með yngri mótin hjá sér. KKÍ hefur nú farið vel yfir málin og meðal annars fundað nokkrum sinnum með hinum Norðurlöndunum varðandi þeirra næstu skref, en þar er mjög gott samstarf á milli og löndin vinna margt í sameiningu.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 27. MAÍ 2021

27 maí 2021Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar. Meira
Mynd með frétt

Úrslit yngri flokka um helgina

27 maí 2021Helgina 29.-30. maí verða úrslit yngri flokka leikin. Keppt er í úrslitum 9. og 10. flokks drengja og stúlkna, drengja-, stúlkna- og unglingaflokks. Leikið verður í TM-helli ÍR á laugardag á í Mathús Garðabæjar-höll Stjörnunnar á sunnudag. ​Það ræðst svo hver síðustu tvö liðin verða sem leika til úrslita um helgina, í Drengjaflokki efri deild og í 10. flokki stúlkna, en þeir leikir fara fram í kvöld.Meira
Mynd með frétt

ÚRSLIT · Domino's deild kvenna 2021 · VALUR-HAUKAR hefst í kvöld

27 maí 2021Í kvöld er komið að stóru stundinni þegar lokaúrslit Domino's deildar kvenna hefst tímabilið 2020-2021 en í ár leika til úrslita Valur og Haukar. Valur varð deildarmeistari í ár og Haukar urðu í öðru sæti. Valur lagði Fjölni í undanúrslitunum og Haukar lögðu Keflavík. Allir leikir úrslitanna verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sagan: Valur hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari kvenna árið 2019 en ekki var leikið til úrslita í fyrra v/ COVID-19 og eru því síðasta liðið til að hampa titilinum. Haukar hafa fjórum sinnum orðið Íslandsmeistarar í sögunni, síðast árið 2018. Fróðleikur og upplýsingar: · Sögu úrslitakeppni kvenna má skoða á kki.is · Dagskrá og stöðuna í einvígi Vals og Hauka má skoða á kki.is Dagskrá lokaúrslita Domino's deildar kvenna: Leikur 1 · 27. maí kl. 20:30 Leikur 2 · 30. maí kl. 20:15 Leikur 3 · 2. júní kl. 20:15 Leikur 4 (ef þarf) · 5. júní kl. 20:15 Leikur 5 (ef þarf) · 8. júní kl. 20:15Meira
Mynd með frétt

Oddaleikir 8-liða úrslita Domino's deildar karla

26 maí 2021Næstkomandi föstudag, 28. maí, verða leiknir tveir oddaleikir í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. kl. 18:15 | Stjarnan – Grindavík kl. 20:15 | Valur – KR Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppnin · Leikir í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla

26 maí 2021Leikið verður í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld kl. 18:15 og 20:15. Báðir leikir kvöldsins verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Fyrst mætast á Akureyri Þór Ak. og Þór Þ. Í seinni leiknum eigast við KR og Valur í Vesturbænum. Minnum á Stubb miðasölu fyrir miða! 🍕 Domino's deild karla 🏆 ÚRSLITAKEPPNIN 📍 8-liða úrslit · Leikir 4 🗓 Mið. 26. maí 📺 Sýndir beint á Stöð 2 Sport 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 18:15 📍 Höllin Ak. 🏀 ÞÓR AK.(1) -ÞÓR Þ.(2) ⏰ 20:15 📍 Meistaravellir 🏀 KR(2) - VALUR(1) ​ 📲 #korfubolti 📲 #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Njarðvík Íslandsmeistari í minnibolta 11 ára drengja 2021

26 maí 2021Úrslitamót minnibolta 11 ára drengja var haldið um helgina í HS Orku-höllinni í Grindavík. Það var lið Njarðvíkur sem vann lokamótið með fjóra sigra í fimm leikjum og varð Íslandsmeistari en í öðru sæti varð lið Fjölnis sem hlaut silfur. Á mótinu léku UMFK, Breiðablik, Stjarnan og Hamar. Það er Einar Árni Jóhannsson sem er þjálfari liðsins. KKÍ óskar strákunum og Njarðvík til hamingju með titilinn!Meira
Mynd með frétt

Úrslitaviðureign 1. deildar kvenna | leikdagar

25 maí 2021Í úrslitum 1. deildar kvenna tímabilið 2020-2021 mætast Njarðvík og Grindavík, en leikið er um laust sæti í úrvalsdeild tímabilið 2021-2022. Leiktímar í úrslitaviðureign 1. deildar kvenna liggja fyrir.Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppni Domino's deildar karla · Grindavík-Stjarnan á Stöð 2 Sport í kvöld

25 maí 2021Einn leikur fer fram í kvöld í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla kl. 20:15 í Grindavík þegar heimamenn taka á móti Stjörnunni. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Stjörnuna en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í undanúrslit í ár. Meira
Mynd með frétt

Stjarnan Íslandsmeistari í minnibolta 11 ára stúlkna 2021

25 maí 2021Keppt var til úrslita í minnibolta 11 ára stúlkna um helgina í Fjölnishöllinni í Grafarvogi og var það Stjarnan sem varð Íslandsmeistari 2021! Sex lið voru í riðlinum að þessu sinni og unnu Stjörnustúlkur alla sína fimm leiki og þar með mótið þessa helgi. Fjölnir varð í öðru sæti og hlaut silfur og svo komu Haukar, Grindavík, Breiðablik og Vestri þar á eftir. Kjartan Atli Kjartansson er þjálfari liðsins og Alexandra Eva Sverrisdóttir er aðstoðarþjálfari. KKÍ óskar stelpunum og Stjörnunni til hamingju með titilinn!Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira