Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Undankeppni HM karla: Rússland-Ísland í dag kl. 17:00

29 nóv. 2021Íslenska karlalandsliðið leikur í dag gegn Rússlandi en leikurinn fer fram í Sánki Pétursborg. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður RÚV með HM-stofu fyrir leik og svo leikinn í beinni útsendingu á RÚV2. Bæði lið unnu sína fyrstu leiki á föstudaginn var en Rússar unnu Ítalíu á meðan Ísland lagði Holland. Þetta er því seinni leikurinn í þessum nóvember glugga hjá landsliðinu en næsti leikgluggi verður í lok febrúar þegar Ísland á tvo leiki við Ítalíu. Landslið Íslands í leiknum gegn Rússlandi: Elvar Már Friðriksson · Antwerp Giants, Belgíu (57) Hilmar Smári Henningsson · Stjarnan (8) Jón Axel Guðmundsson · Bologna, Ítalía (14) Kári Jónsson · Valur (23) Kristinn Pálsson · Grindavík (24) Kristófer Acox · Valur (45) Martin Hermannsson · Valencia Basket, Spánn (70) Ólafur Ólafsson · Grindavík (47) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan (56) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (48) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR (15) Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spánn (65) Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Sóttvarnarfulltrúi: Jón Bender Fararstjórn og fulltrúar KKÍ: Kristinn Geir Pálsson og Hannes S. JónssonMeira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 24. NÓVEMBER 2021

25 nóv. 2021 Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í einu agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Sigmundur leikjahæsti dómari sögunnar

22 nóv. 2021Sá merkilegi atburður átti sér stað síðastliðinn fimmtudag að Sigmundur Már Herbertsson dæmdi 2054. leik sinn fyrir KKÍ en það var leikur Stjörnunnar og Tindastóls í Subwaydeild karla.Meira
Mynd með frétt

Hádegisfyrirlestur KKÍ og ÍSÍ í dag

19 nóv. 2021Í dag, föstudaginn 19. nóvember kl. 12 munu KKÍ og ÍSÍ standa fyrir hádegisfundi um kvendómara á afreksstigi í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar, en honum verður einnig streymt á fésbókarsíðum ÍSÍ og KKÍ. Andrada Monika Csender, þrautreyndur FIBA dómari fer yfir það hvernig umhverfi dómara er á afreksstigi, hvernig er að vera kona í heimi íþróttanna og ýmislegt annað tengt dómarastarfinu. Þó að íþróttagreinin sé í þessu tilviki körfubolti þá er ýmislegt sameiginlegt í dómgæslu og hægt að yfirfæra á aðrar greinar.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 17. NÓVEMBER 2021

18 nóv. 2021Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Landslið karla í körfuknattleik · Nóvember leikirnir í undankeppni HM 2023

18 nóv. 2021Íslenska landslið karla hefur leik í undankeppni heimsmeistaramótsins, FIBA World Cup 2023, í næstu viku. Þá á liðið tvo leiki dagana 26. nóvember og 29. nóvember. Fyrst heldur liðið til Amsterdam og leikur gegn Hollandi 26. nóvember. Báðir leikirnir fara fram á útivelli að þessu sinni en eins og komið hefur fram að undanförnu þurfti að skipta um heimaleik og útileik gegn Rússlandi vegna aðstöðuleysis á Íslandi. Ekkert hús stenst grunn keppniskröfur FIBA eins er en Laugardalshöllinn, sem er á undanþágu, er ónothæf eins og er. Liðið heldur því frá Hollandi yfir til St. Pétursborgar þar sem liðið leikur gegn Rússlandi 29. nóvember. Með liðunum þrem er einnig lið Ítalíu í sama riðli en næsti leikgluggi karla verður í febrúar 2022 og á Ísland þá tvo leiki gegn Ítalíu. Eins og staðan er í dag stefnir allt í að báðir þeir leikir þurfa að fara fram á Ítalíu. Undirbúa þurfti fyrir nokkrum missesrum 18 manna leikmannahóp áður en kom að endanlegu vali hópsins vegna ferðalagsins til Rússlands og upp á að fá vegabréfsáritanir fyrir alla sem að íslenzka hópnum koma. Nú hefur Craig Pedersen þjálfari liðsins og aðstoðarþjálfarar hans valið 12 manna hópinn sem skipar landslið okkar í glugganum sem framundan er:Meira
Mynd með frétt

KKÍ aðgangskort gilda ekki tímabundið

17 nóv. 2021Þar sem almennar samkomutakmarkanir miðast nú við 50 áhorfendur hefur stjórn KKÍ ákveðið að KKÍ aðgangskort gildi ekki á leiki tímabundið.Meira
Mynd með frétt

Kvendómaranámskeið 20. nóvember

16 nóv. 2021Laugardaginn 20. nóvember nk. stendur KKÍ fyrir kvendómaranámskeiði. Leiðbeinandi er FIBA dómarinn Andrada Monika Csender. Það er hlekkur á skráningu í fréttinni.Meira
Mynd með frétt

ÍSLAND-UNGVERJALAND í kvöld kl. 20:00 á Ásvöllum

14 nóv. 2021🏀 LEIKDAGUR - LANDSLEIKUR Í KVÖLD! 🇮🇸 ÍSLAND 🆚 🇭🇺 UNGVERJALAND 🏆 Undankeppni EM2023 🏀 Landslið kvenna í körfuknattleik 🗓 Sun. 14. nóv. ⏰ 20:00 📍 Ólafssalur, Hfj. 📺 Sýndur beint á RÚV2 ➡️ Subway býður frítt á leikinn á Stubb miðaappi og verða áhorendur sem vilja mæta að ná sér í miða þar fyrirfram! (takmarkað miðamagn en alls geta 500 áhorfendur verið í húsinu! Mikil óvissa hefur verið varðandi áhorfendur á leiki og hraðpróf því tengdu um helgina en í gær varð ljóst að hægt verður að taka á móti áhorfendum án hraðprófa í kvöld. KKÍ hvetur alla til að fara að í hraðpróf ef möguleiki er á því 📲 #korfubolti #EuroBasketWomenMeira
Mynd með frétt

ÍSLAND-UNGVERJALAND á morgun sunnudag · SUBWAY býður á leikinn!

13 nóv. 2021Subway býður á leikinn hjá stelpunum okkar á morgun sunnudag við Ungverja🏀🇮🇸! Mikil óvissa hefur verið varðandi áhorfendur á leiki og hraðpróf því tengdu um helgina. Nú er orðið ljóst að hægt verður að taka á móti áhorfendum án hraðprófa á leikinn okkar á morgun sunnudag við Ungverjaland. Í ljós óvissunnar þá hefur Subway ákveðið að bjóða áhorfendum frítt á leikinn til að styðja við stelpurnar okkar. Hægt er að fara í miðasöluappið Stubbur og undir viðburðir og sækja sér miða. Eingöngu 500 miða verða í boði í heildina á leikinn. Allir verða svo skráðir í sæti við komuna á Ásvelli. KKÍ hvetur alla til að fara að í hraðpróf ef möguleiki er á því! ​ #korfubolti #subwaydeildinMeira
Mynd með frétt

Breytingar á samkomutakmörkunum – nýjar COVID leiðbeiningar

13 nóv. 2021Núna á miðnætti tók ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir gildi. Reglugerðin mun gilda frá 13. nóvember til 8. desember, nema annað verði sérstaklega tilgreint.Meira
Mynd með frétt

MB10 ára - 2. umferð frestað

11 nóv. 2021Mótanefnd KKÍ hefur ákveðið að fresta 2. umferð Íslandsmóts MB10 ára drengja og stúlkna sem leika átti í Garðabæ og Keflavík um komandi helgi. Þetta er gert vegna mikillar fjölgunar smita í þjóðfélaginu, og þá sérstaklega hjá börnum á grunnskólaaldri.Meira
Mynd með frétt

Undankepppni EM kvenna 2023 · RÚMENÍA-ÍSLAND í dag

11 nóv. 2021Landslið kvenna hefur í dag leik í undankeppni EuroBasket kvenna 2023 þegar liðið mætir Rúmeníu í Búkarest. Leikurin hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður sýndur beint á RÚV. Hægt verður að fylgjast með lifandi tölfræði á heimasíðu keppninnar hérna: www.fiba.basketball/womenseurobasket/2023/qualifiers Íslenska liðið er þannig skipaði í dag: Nafn · Lið (Landsleikir) Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (Nýliði) Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (2) Bríet Sif Hinriksdóttir · Haukar (6) Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (8) Dagný Lísa Davíðsdóttir · Fjölnir (Nýliði) Embla Kristínardóttir · Skallagrímur (21) Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Fjölnir (Nýliði) Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (Nýliði) Hallveig Jónsdóttir · Valur (25) Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar (6) Sara Rún Hinriksdóttir · Phoenix Constanta, Rúmenía (23) Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (21) Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson Sjúkraþjálfari: Sædís MagnúsdóttirMeira
Mynd með frétt

KKÍ auglýsir eftir umsóknum · Aðstoðarþjálfarar yngri landsliða KKÍ sumarið 2022

9 nóv. 2021Körfuknattleikssamband Íslands auglýsir eftir umsóknum um stöður aðstoðarþjálfara hjá yngri landsliðum sambandins sumarið 2022. KKÍ leitar eftir metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingum sem hafa brennandi áhuga á körfuboltaþjálfun. Konur eru hvattar sérstaklega til að sækja um. KKÍ heldur úti metnaðarfullu yngra landsliðsstarfi fyrir leikmenn á aldrinum 11 til 20 ára en á hverju ári sendir sambandið út átta yngri landslið auk A-landsliðanna tveggja. Hvert lið hefur á að skipa aðalþjálfara auk tveggja aðstoðarþjálfara sem skipa þriggja manna þjálfara teymi. Störfin sem um er að ræða eru aðstoðarþjálfarastöður í U15, U16, U18 og U20 kvenna og karla. Aðstoðarþjálfarar starfa náið með aðalþjálfara liðsins og koma að allri skipulagningu, undirbúningi og framkvæmd (þjálfun). Mikið er lagt uppúr því að aðstoðarþjálfarar séu virkir og beri ábyrgð innan hvers teymis. Þannig er það yfirlýst markmið sambandsins að allir þjálfarar bæti sig og taki sína reynslu úr „Þjálfaraskólanum“ og fari með þá vitneskju aftur til sinna félaga.Meira
Mynd með frétt

Grímuskylda á kappleikjum

8 nóv. 2021Föstudaginn 3. nóvember samþykkti ríkisstjórn Íslands breytingar á samkomutakmörkunum, sem tóku að hluta gildi laugardaginn 5. nóvember og taka að hluta gildi miðvikudaginn 8. nóvember. Grímuskylda er nú í gildi á áhorfendasvæðum á kappleikjum, sbr. reglugerð heilbrigðisráðherra nr. 1245/2021.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna komið til Rúmeníu · Ein breyting á hópnum

8 nóv. 2021Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik ferðaðist út í gær til Búkarest í Rúmeníu en þar kemur liðið saman til æfinga fyrir leikinn á fimmtudaginn. Þá leikur liðið sinn fyrsta leik í undankeppni EM, EuroBasket 2023, gegn heimastúlkum frá Rúmeníu. Leikurinn verður kl.16:00 að íslenskum tíma á fimmtudaginn kemur 11. nóvember. íslenska fararteymið og 10 leikmenn ferðuðust í gær frá Íslandi og hittu Söru Rún Hinriksdóttur, sem leikur í Rúmeníu, og Þóru Kristínu Jónsdóttur, sem kom frá Danmörku, í Rúmeníu í lok ferðalagsins.Meira
Mynd með frétt

1. deild karla | ÍA-Skallagrímur frestað

4 nóv. 2021Leik ÍA og Skallagríms hefur verið frestað vegna mikillar fjölgunar COVID-19 smita á Akranesi síðustu daga.Meira
Mynd með frétt

1. deild karla | Haukar-Álftanes FRESTAÐ

4 nóv. 2021Leik Hauka og Álftaness í 1. deild karla, sem leika átti föstudaginn 5. nóvember hefur verið frestað vegna COVID-19 smits í leikmannahópi Álftaness.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 3. NÓVEMBER 2021

4 nóv. 2021Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fimm agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Mikill vöxtur í körfuboltahreyfingunni

3 nóv. 2021Undanfarin ár hefur verið mikill vöxtur í körfuboltahreyfingunni, þar sem iðkendum hefur fjölgað jafnt og þétt. KKÍ er nú orðið fimmta stærsta sérsambandið innan ÍSÍ með rúmlega 9.000 iðkendur.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira