24 ágú. 2022

Í kvöld er komið að fyrsta leik Íslands í annarri umferð undankeppni HM 2023 en þá mæta okkar strákar landsliði Spánar í Pamplona. Leikurinn hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma og verður í beinni á RÚV2. 

Gera þurfti eina breytingu á liðinu en Jón Axel Guðmundsson þarf að hvíla vegna meiðsla á baki en vonast er eftir því að með því verði hann klár fyrir seinni leikinn á laugardaginn kemur sem fram fer í Ólafssal á Ásvöllum.

ATH!: UPPSELT er á heimaleikinn á laugardaginn kemur!

Íslenski landsliðs æfingahópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum: (landsleikir í sviga)

Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (59)
Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (70)
Hilmar Pétursson · Muenster, Þýskalandi (Nýliði)
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (93)
Kári Jónsson · Valur (26)
Kristófer Acox · Valur (46)
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar (57)
Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (22)
Styrmir Snær Þrastarson · Davidson, USA (3)
Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (52)
Þórir G. Þorbjarnarsson · Ovideo, Spáni (18)
Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (74)

Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfari: Hjalti Þór Vilhjálmsson og Baldur Þór Ragnarsson
Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing
Læknir: Hallgrímur Kjartansson
Fararstjórn og liðsstjórn: Kristinn Geir Pálsson og Jón Bender