Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

EM 2023 · Undankeppni kvenna: ÍSLAND-RÚMENÍA í dag í Höllinni

27 nóv. 2022Ísland leikur gegn Rúmeníu í dag kl. 16:30 í Laugardalshöllinni. Þetta er seinni leikur nóvember gluggans hjá liðinu en lokaleikirnir tveir verða í febrúar 2023. ​Leikurinn verður í beinni á RÚV. Miðasala er á STUBB (http://www.stubbur.app) og er hægt að nálgast miða þar rafrænt fram að leik. Ísland lék gegn Rúmeníu ytra í fyrsta leik sínum í undankeppninni þar sem Rúmenía hafði sigur í lokin í jöfnum leik 65:59. Stelpurnar okkar eru staðráðnar í að snúa því við og sækja sigur í dag. Meira
Mynd með frétt

Íslenskir FIBA dómarar og eftirlitsmenn í verkefnum í nóvember · Davíð Tómas og Rúnar Birgir saman í verkefni

26 nóv. 2022Þeir félagar Rúnar Birgir Gíslason, eftirlitsmaður FIBA og FIBA dómarinn Davíð Tómas Tómasson, fengu verkefni nýlega saman í forkeppni Euro Cup keppni karla þegar þeir fóru í síðustu viku til Svíþjóðar þar sem Nörrköping Dolphins mættu CSO Voluntari frá Rúmeníu. Um var að ræða leik í riðlakeppni mótsins. Um hörku leik var að ræða og stóðu þeir sig vel að venju. Hægt er að sjá leikinn á heimasíðu keppninnar hérna: Ísland á fjóra FIBA dómara um þessar mundir og tvo eftirlitsmenn, en þeir eru að fá verkefni bæði yfir veturinn í keppnum FIBA, bæði félagsliða og landsliða karla og kvenna, og svo yfir sumartíman þegar yngri liðin okkar keppa á evrópumótum víðs vegar um evrópu. Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 23. NÓVEMBER 2022

24 nóv. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar. Meira
Mynd með frétt

EuroBasket kvenna 2023 · SPÁNN-ÍSLAND í kvöld kl. 19:30

24 nóv. 2022Í kvöld leikur landslið kvenna gegn spænska landsliðinu og fer leikurinn fram í Huelva á Spáni. Leikurinn hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma. Þetta er þriðji leikurinn í undankeppninni en Ísland leikur svo á sunnudaginn gegn Rúmeníu heima í Laugardalshöllinni í seinni leik þessa landsliðsglugga. Miðasala á leikinn er á STUBB og hvetjum við alla til að fjölmenna og styðja stelpurnar okkar. Fyrir leikinn heima verður körfuboltahátíð „Stelpur í körfu“ milli kl. 15-16 í Laugardalshöll með leikjum, tónlist og ýmsu fjöri. Sjá nánar hér: kki.is/em2023Meira
Mynd með frétt

Undankepppni EM kvenna 2023 · Landslið kvenna í nóvember

18 nóv. 2022Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið liðið sitt fyrir næstu tvo leikina í undankeppni EuroBasket Women´s 2023 sem fara fram núna í nóvember. Leikið verður í núna í nóvember og aftur í febrúar 2023 og þar með klárast þessi undankeppni. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Spánn, Ungverjaland og Rúmenía. Ísland hefur leikið gegn Rúmeníu ytra og Ungverjalandi hér heima í nóvember fyrir ári síðan og tapaði báðum leikjum sínum. Núna er leikið er heima og að heiman að nýju en efsta liðið úr riðlinum í lok febrúar fer beint á EM 2023 en möguleiki er fyrir besta annað sætið að fylgja með á lokamótið (fjögur lið með bestan árangur úr öllum undanriðlunum tíu). Íslenska liðið mun ferðast út mánudaginn 21. nóvember og vera við æfingar ytra fram að leik. Núna í nóvember á Ísland sína næstu tvo leiki á dagskránni, fyrst verður leikið á útivelli gegn Spáni þann 24. nóvember í Huelva, og svo hér heima gegn Rúmeníu. Heimaleikurinn fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 27. nóvember kl. 16:30 og verður í beinni á RÚV. Miðasala er hafin og fer öll fram á STUBB (www.stubbur.app) Samhliða leiknum ætlar KKÍ að vera með körfuboltahátíð í Laugardalshöllinni, Stelpur í körfu, sem verður auglýst nánar á næstunni en hún verður í anddyri Hallarinnar á leikdegi. Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 16. NÓVEMBER 2022

17 nóv. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Úrskurður aganefndar

15 nóv. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í kærumáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

HM 2023: Landslið karla gegn Úkraínu í dag

14 nóv. 2022Íslenska karlalandsliðið leikur seinni leik sinn í þessum nóvember glugga gegn Úkraínu og fer hann fram í dag 14. nóvember. Leikið verður í Riga í Lettlandi og hefst hann kl. 14:00 að íslenskum tíma (sem er 16:00 í Lettlandi) og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á RÚV. Úkraína lék í haust á lokamóti EM, EuroBasket 2022, þar sem liðið fór í 16-liða úrslit. Liðin mættust í ágúst í fyrri leik liðanna þar sem Ísland hafði sigur í framlengingu í Ólafssal. Craig Pedersen landsliðsþjálfari og aðstoðarþjálfarar hans hafa valið 12 manna liðið sitt fyrir leikinn í dag. Tvær breytingar eru gerðar á hópnum úr fyrri leiknum á föstudaginn gegn Georgíu heima. Haukur Helgi Briem Pálsson, Njarðvík, er meiddur og ætlar Hörður Axel Vilhjálmsson frá Keflavík að vera í búning í dag og Ragnar Ágúst Nathanaelsson frá Hamri kemur inn fyrir Þorvald Orra Árnason frá KR sem lék fyrri leikinn gegn Georgíu einnig á föstudaginn var.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 9. NÓVEMBER 2022

10 nóv. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fimm agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

HM 2023: Landsliðshópur karla fyrir leikina í nóvember

8 nóv. 2022Íslenska karlalandsliðið leikur tvo landsleiki í landsliðsglugganum sem nú er hafinn í undankeppni HM 2023. Landsliðið byrjar á æfingum hér heima og hefur leik á föstudaginn kemur 11. nóvember þegar Georgía kemur í heimsókn í Laugardalshöllina og leika liðin kl. 19:30. Leikurinn verður í beinni á RÚV. Miðasala gengur vel á STUBB appinu og eru takmarkað magn miða eftir. Seinni leikurinn fer fram ytra mánudaginn 14. nóvember gegn Úkraínu og verður hann leikinn í Riga í Lettlandi og hefst hann kl. 14:00 að íslenskum tíma (16:00 í Lettlandi) og verður í beinni útsendingu einnig á RÚV. Þetta eru virkilega mikilvægir leikir sem framundan eru upp á framhaldið en Ísland getur styrkt stöðu sína gríðarlega í keppninni með góðum úrslitum. Bæði lið andstæðinga Íslands eru fyrnasterk og léku í haust bæði lokamóti EM, EuroBasket 2022, þar sem bæði lið fóru í 16-liða úrslit.Meira
Mynd með frétt

Samræmd viðbragðsáætlun fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf

8 nóv. 2022Samræmd viðbragðsáætlun fyrir íþrótta- og æskulýðsstarfMeira
Mynd með frétt

8 liða úrslit VÍS bikars KKÍ

7 nóv. 2022Dregið var í 8 liða úrslit VÍS bikars KKÍ í hádeginu í dag, en Helgi Bjarnason forstjóri VÍS og Craig Pedersen landsliðsþjálfari karla sáu um að draga rauðu kúlurnar upp úr skálinni að þessu sinni.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 2. NÓVEMBER 2022

3 nóv. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fjórum agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Skráning í 3. umferð 8. flokks og 2. umferð MB10 ára

31 okt. 2022Skráning er hafin fyrir 3. umferð í 8. flokki drengja og stúlkna og stendur skráning til miðnættis á morgun, þriðjudaginn 1. nóvember. Ekki verður tekið við skráningu eftir þann tíma. 3. umferð í 8. flokki fer fram 26.-27. nóvember. Skráningu í 2. umferð MB10 ára drengja og stúlkna lýkur sömuleiðis á morgun.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 26. OKTÓBER 2022

27 okt. 2022 Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 19. OKTÓBER 2022

20 okt. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í Sjö agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

VÍS bikar karla | Sindri gefur bikarleikinn gegn ÍR

17 okt. 2022Sindri hefur gefið VÍS bikarleikinn sinn gegn ÍR í 32 liða úrslitum VÍS bikars karla sem leika átti á Höfn í Hornafirði í kvöld. ÍR er því komið áfram í 16 liða úrslit með 20-0 sigri.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 12. OKTÓBER 2022

13 okt. 2022 Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnarMeira
Mynd með frétt

Subway deild karla · Leiktíðin 2022-2023 hefst í kvöld!

6 okt. 2022Í kvöld hefst leiktíðin 2022-2023 í Subway deild karla en þá fara fram fjórir leikir. Á morgun föstudag lýkur svo fyrstu umferðinni með tveim leikjum. Þór Þ. tekur á móti Breiðablik kl. 18:15 og verður hann í beinni á Stöð 2 Sport. KR og Grindavík og ÍR og Njarðvík eigast síðan við kl. 19:15 og svo kl. 20:15 mætast Valur og Stjarnan og verður hann einnig í beinni á Stöð 2 Sport. Á morgun föstudag eigast við nýliðar Hauka og nýliðar Hattar kl. 18:15 og seinni leikurinn er viðureign Keflavíkur og Tindastóls sem hefst kl. 20:00 og verða báður þessir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport. Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 5. OKTÓBER 2022

6 okt. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fjórum agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira