Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Upplýsingar fyrir minniboltamót helgarinnar, 11.-12. febrúar

10 feb. 2023KKÍ hefur borist nokkrar fyrirspurnir í dag vegna minniboltamóta helgarinnar og veðurútlits. Það er því nauðsynlegt að árétta að bæði mótin eru á dagskrá þar til annað verður gefið út. Búist er við að hitastig verði yfir frostmarki og vegir auðir, og því ætti það ekki að vera neinum sérstökum vandkvæðum bundið að komast til og frá leikstað, hvort sem er í Breiðholti eða á Selfossi. Að venju verður fylgst með veðri og staðan tekin með Vegagerðinni í fyrramálið, laugardaginn 11. febrúar, og ef ástæða er til að fresta þá verður það tilkynnt sérstaklega.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 8 FEBRÚAR 2023

9 feb. 2023Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fjórum agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni EM kvenna 2023 · Ungverjaland-Ísland í dag

9 feb. 2023Í dag leikur íslenska kvennalandsliðið sinn fyrri leik í febrúar landsliðsglugganum þegar liðið mætir Ungverjalandi kl. 16:00 að íslenskum tíma. Leikið er í DVTK-höllinni í Miskolc og verður leikurinn í beinni á RÚV. Seinni leikurinn verður í Laugardalshöllinni gegn Spáni á sunnudaginn kemur 12. febrúar kl. 19:45. Miðasala er í fullum gangi á STUBB appinu og leikurinn verður einnig sýndur beint á RÚV2. Spænska liðið hefur tryggt sér sæti í riðlinum og þar með sæti á EuroBasket Women í sumar, en liðið er í efsta sæti styrkleikalista Evrópu um þessar mundir. Við hvetjum íslenska áhorfendur og stuðningsmenn að fjölmenna og styðja stelpurnar okkar á sunnudaginn í Höllinni í síðasta leik undankeppninnar 2023.Meira
Mynd með frétt

Yngri landslið Íslands 2023 · Næstu æfingahópar liðanna

8 feb. 2023Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa valið næstu æfingahópa sína fyrir áframhaldandi úrtaksæfingar sem framundan eru í febrúar. Það eru yngri landslið U15, U16 og U18 drengja og stúlkna fyrir sumarið 2023 sem um ræðir og hefur leikmönnum og forráðamönnum þeirra verið tilkynnt um valið. Um er að ræða um áframhaldandi hópa hjá liðunum sem eru boðuð núna til æfinga en liðin komu saman til æfinga fyrst um jólin í stærri hópum. Liðin æfa næst saman helgina 17.-19. febrúar en U18 lið stúlkna æfir helgina 11.-12. febrúar og í kjölfarið eftir þá æfingar í byrjun mars verða loka 16 manna U16 og U18 liða hópar og 20 manna lokahópar U15 liða valdir fyrir verkefni sumarsins. Framundan í sumar eru fjölmörg skemmtileg og spennandi verkefni hjá íslensku liðinum. U15 liðin fara til Finnlands í æfingabúðir og leika vináttulandsleiki gegn Finnum í byrjun ágúst. U16 og U18 liðin taka þátt á NM 2023 með Norðurlöndunum og fara einnig á EM yngri liða hvert um sig. Þá eru U20 ára liðin á leið á EM einnig og í fyrsta sinn í langan tíma á NM einnig fyrr í sumar.Meira
Mynd með frétt

Körfuknattleiksþing 2023 | Þingboð

8 feb. 2023Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands boðar með bréfi þessu til þings sambandsins 25. mars næstkomandi. Körfuknattleiksþingið verður haldið í Laugardalshöll. Nánari upplýsingar eru í viðhengi.Meira
Mynd með frétt

Breyting á landsliðshóp kvenna · Liðið ferðast til Ungverjalands í dag

6 feb. 2023Ein breyting hefur verið gerð á landsliði kvenna en landsleikjahæsti leikmaður liðsins, fyrirliðinn Hildur Björg Kjartansdóttir frá Val, er meidd og getur ekki leikið að þessu sinni með liðinu. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins og aðstoðarþjálfarar hans völdu Agnesi Maríu Svansdóttur frá Keflavík í hennar stað, en hún er nýliði og þetta er því hennar fyrsta A-landslið verkefni. Hún á að baki fjölmarga yngri landsliðsleiki fyrir Ísland. Liðið er á ferðalagi í dag til Ungverjalands þar sem dvalið verður fram að fyrsta leik við æfingar. Leikir febrúar verða gegn Ungverjalandi og Spáni. Fyrst verður leikið á útivelli gegn Ungverjalandi þann 9. febrúar í Miskolc, og svo hér heima gegn Spáni í seinni leiknum. Heimaleikurinn fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 12. febrúar kl. 19:45 og verður í beinni á RÚV2.Meira
Mynd með frétt

Fjölliðamót um helgina | breytingar á leikjadagskrá

3 feb. 2023Gera hefur þurft nokkrar breytingar á leikjadagskrá fjölliðamóta sem fram fara um helgina. Tengiliðum viðkomandi félaga hefur verið tilkynnt um þær breytingar og leikjaplan hefur verið uppfært á kki.is með hliðsjón af þessum breytingum. Breytingar voru gerðar á eftirfarandi riðlum: 8. flokkur drengja | C, E1, F1, F2 8. flokkur stúlkna | B, D MB11 ára drengja | B1, C4, D1, D4, E1 MB11 ára stúlkna | D1, D4Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 1 FEBRÚAR 2023

2 feb. 2023Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Tveimur leikjum frestað í kvöld

2 feb. 2023Tveimur leikjum kvöldsins hefur verið frestað að fenginni ráðleggingu Vegagerðarinnar. Annars vegar leik Tindastóls og Hattar í Subway deild karla og hins vegar leik Þórs Ak. og Hrunamanna í 1. deild karla. Unnið er að því að finna nýja leiktíma.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna í körfuknattleik · Hópurinn fyrir febrúar leikina 2023 klár

30 jan. 2023Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið liðið sitt fyrir síðustu tvo leikina í undankeppni EuroBasket Women´s 2023 sem fara fram núna í febrúar. Leikið verður nú í febrúar heima og að heiman og þar með klárast þessi undankeppni. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Spánn, Ungverjaland og Rúmenía. Ísland hefur leikið gegn Rúmeníu tvisvar og Ungverjalandi hér heima í nóvember 2022 fyrir rúmu ári síðan. Ísland náði í einn sigur, í leiknum í nóvember síðastliðinum á heimavelli gegn Rúmeníu og hafði að auki innbyrðis sigur eftir tvo leiki. Leikir febrúar verða gegn Ungverjalandi og Spáni. Fyrst verður leikið á útivelli gegn Ungverjalandi þann 9. febrúar í Miskolc, og svo hér heima gegn Spáni í seinni leiknum. Heimaleikurinn fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 12. febrúar kl. 19:45 og verður í beinni á RÚV2. Íslenska liðið mun ferðast út mánudaginn 6. febrúar og vera við æfingar ytra fram að leik. Íslenska liðið er þannig skipað: Meira
Mynd með frétt

1. deild karla | Hrunamenn-Hamar frestað

30 jan. 2023Leik Hrunamanna og Hamars í 1. deild karla hefur verið frestað í kvöld vegna slæmrar veðurspár. Leiknum hefur ekki verið fundinn nýr leiktími, en unnið er að því.Meira
Mynd með frétt

1. deild karla | Sindri-Hrunamenn seinkað

27 jan. 2023Seinka þarf leik Sindra og Hrunamanna í kvöld þar sem flugi dómara á Hornafjörð var aflýst. Leikurinn hefst því kl. 20:15 í stað 19:15.Meira
Mynd með frétt

1. deild karla | Þór Ak.-Fjölnir frestað

27 jan. 2023Leik Þórs Ak. og Fjölnis sem var á dagskrá í kvöld hefur verið frestað. Það varð óhapp með aðra körfuna í Höllinni á Akureyri, sem varð til þess að hún skemmdist. Viðgerðir eru hafnar, en tjónið varð nokkuð og það næst ekki að laga körfuna fyrir kvöldið. Leiknum hefur því verið frestað og verður fundinn nýr leiktími um leið og ljóst er hvenær karfan verður tilbúin.Meira
Mynd með frétt

Subway deild karla | Höttur-Þór Þ. frestað aftur

26 jan. 2023Leik Hattar og Þórs Þ. hefur verið frestað aftur, þar sem öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst á morgun, föstudaginn 27. janúar. Leiknum hefurm verið fundinn nýr leiktími laugardaginn 28. janúar kl. 19:15.Meira
Mynd með frétt

Subway deild karla | Höttur - Þór Þ. frestað

26 jan. 2023Leik Hattar og Þórs Þ. sem var á dagskrá í kvöld í Subway deild karla hefur verið frestað þar sem allt innanlandsflug liggur nú niðri. Leiknum hefur verið fundinn nýr tíma kl. 19:15 annað kvöld, 27. janúar.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 25. JANÚAR 2023

26 jan. 2023Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

1. deild karla | Ármann-Þór Ak. frestað

20 jan. 2023Leik Ármanns og Þórs Ak. í 1. deild karla sem var á dagskrá í kvöld hefur verið frestað til laugardagsins 21. janúar kl. 16:00 vegna varasamra aðstæðna á Norðurlandi.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 18. JANÚAR 2023

19 jan. 2023Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Þjálfaranámskeið KKÍ 1B og 2B | önnur þjálfaranámskeið framundan

17 jan. 2023Opnað hefur verið fyrir skráningu á KKÍ 1B og 2B, en vakin er athygli á því að aðeins þeir sem hafa greitt fyrir námskeið fá að taka þátt. Við bendum á að hægt er að sækja styrki fyrir þjálfaranámskeiðum, en oft veita stéttarfélög styrki fyrir þátttöku á námskeiðum. Aðeins er hægt að skrá sig á 1B eða 2B, en mælt er gegn því að taka bæði námskeiðin á sömu önn. Gott er að hafa í huga að þeir þjálfarar sem hyggjast sækjast eftir því að fara í FECC þurfa hið minnsta að hafa klára þjálfarastig KKÍ 1 og 2 ásamt ÍSÍ 1 og 2.Meira
Mynd með frétt

Tölfræði að loknum VÍS bikarúrslitum yngri flokka

17 jan. 2023VÍS bikarúrslitum yngri flokka lauk á sunnudag með fjórum úrslitaleikjum, en alls voru leiknir 8 úrslitaleikir yngri flokka frá fimmtudegi til sunnudags. Í þessum átta leikjum komu 151 leikmaður við sögu og skoruð voru 1.155 stig. Benedikt Björgvinsson hjá Stjörnunni skoraði flest stig samtals, 53, en hann skoraði 26 stig í úrslitaleik 10. flokks drengja og 27 í úrslitaleik 11. flokks drengja. Alls litu 18 tvennur dagsins ljós í úrslitaleikjum yngri flokkaMeira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira