5 okt. 2023
Nú hefur orðið sú breyting á að framkvæma þarf allar beiðnir um venslasamninga inni í Passport (https://passport.mygameday.app/account/). Áfram gilda öll ákvæði reglugerðar um venslasamninga, þó framkvæmd við að óska eftir venslum breytist. Vinsamlegast athugið að þið þurfið að klára þetta ferli fyrir fyrsta leik og að greiða venslagjald til KKÍ til að leikmaður öðlist hlutgengi með fósturfélagi.
Ferlið er eftirfarandi:
- Fósturfélag fer inn í Passport, finnur leikmann og óskar eftir venslum.
- Móðurfélag fer inn í Passport og staðfestir venslin.
- KKÍ staðfestir venslin.
Gæta þarf sérstaklega að því að leikmaður sem á að fara út á vensl þarf að vera skráður sem leikmaður móðurfélags, annars er ekki hægt að óska eftir venslum. Leikmaður sem er að fara á vensl á því ekki að skrá sig sem leikmaður fósturfélags, sú færsla á sér stað með því að fylgja leiðbeiningunum hér að neðan. Hafi leikmaður ekki þegar skráð sig þarf hann að fara hingað og ganga frá eigin skráningu í Gameday. Móðurfélag getur alltaf séð lista yfir alla þá einstaklinga sem hafa skráð sig og eru samþykktir undir Members > List Members, sem og undir Members > Pending Registration fyrir þá einstaklinga sem bíða samþykktar (yfirleitt vegna þess að það vantar félagaskipti, gögn fyrir erlenda leikmenn eða greiðslur)
Vinsamlegast athugið að þó leiðbeiningarnar geti virst yfirgripsmiklar, þá eru skrefin einföld og taka ekki langan tíma. Ef þið lendið í vanda með ferlið, heyrið þá í okkur hjá KKÍ og við finnum út úr hlutunum saman.
Móðurfélag - leiðbeiningar um venslasamninga
Fósturfélag - leiðbeiningar um venslasamninga