14 jan. 2023Valur varð í dag VÍS bikarmeistarar karla eftir 72-66 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik í Laugardalshöll.
Kári Jónsson var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins, en hann skilaði 22 stigum, 7 stoðsendingum, 4 fráköst og niður 5 af 10 þriggja stiga skotum sínum.
Ástríður Viðarsdóttir frá VÍS afhenti Val 1.000.000 kr. verðlaunafé fyrir sigurinn, sem Lárus Blöndal tók við í leikslok. VÍS afhenti einnig Stjörnunni ávísun að upphæð 500.000 kr. fyrir annað sætið.
Til hamingju Valur!
Myndir: Bára Dröfn/karfan.is og Hafsteinn Snær/karfan.is
Meira