Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 22. MARS 2023

23 mar. 2023Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Körfuknattleiksþing - atkvæði

21 mar. 2023Alls voru 152 atkvæði í boði fyrir Körfuknattleiksþing 2023. Samkvæmt þeim kjörbréfum sem bárust, þá verða 129 atkvæði á þinginu frá 58 félögum og íþróttahéruðum. Atkvæðin skiptast sem hér segir.Meira
Mynd með frétt

Framhaldsskólamót KKÍ og BÍSHEF

21 mar. 2023Framhaldsskólamótið verður leikið í fyrsta sinn í 22 ár um komandi helgi, en öflugir aðilar innan Bandalags Íslenskra Heilsueflandi Framhaldsskóla (BÍSHEF) höfðu frumkvæði að því að koma mótinu á. KKÍ hefur stutt við BÍSHEF í þessu og úr varð að framhaldsskólamótið verður haldið í Fjölnishöll dagana 24.-26. mars nk. Alls 16 skólar eru skráðir til leiks, en hægt er að sjá leikjadagskrá hérna. FG – Fjölbrautaskólinn í Garðabæ ML – Menntaskólinn að Laugarvatni FVA – Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi MH – Menntaskólinn í Hamrahlíð MR – Menntaskólinn í Reykjavík Verzlunarskóli Íslands FÁ – Fjölbrautaskólinn í Ármúla FSu – Fjölbrautaskóli Suðurlands Borgó – Borgarholtsskóli (BHS) Flensborg – Flensborgarskólinn FMOs – Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ MS – Menntaskólinn við Sund FS – Fjölbrautaskóli Suðurnesja Kvenna – Kvennaskólinn í Reykjavík MK – Menntaskólinn í Kópavogi Tækniskólinn Vonir standa til að mótið verði aftur að árvissum viðburði.Meira
Mynd með frétt

Stjarnan deildarmeistari 1. deildar kvenna

20 mar. 2023Stjarnan tryggði sér deildarmeistaratitil 1. deildar kvenna með sigri á Aþenu/Leikni/UMFK 11. mars og fengu verðlaun sín afhent eftir leik gegn Snæfelli á heimavelli þann 18. mars. Til hamingju Stjarnan!Meira
Mynd með frétt

Álftanes deildarmeistari 1. deildar karla

17 mar. 2023Álftanes tryggði sér deildarmeistaratitil 1. deildar karla með sigri á Skallagrím 13. mars og fengu verðlaun sín afhent eftir leik gegn ÍA á heimavelli þann 16. mars. Álftanes leikur því í Subway deild karla á næstu leiktíð. Til hamingju Álftanes.Meira
Mynd með frétt

Yngri landslið Íslands · Sumarið 2023

17 mar. 2023Landsliðsþjálfarar KKÍ hafa valið og boðað sína leikmenn í landslið U15, U16 og U18 ára drengja og stúlkna fyrir sumarið sem framundan er. Þjálfararnir hafa valið þá leikmenn sem skipa 16 til 18 manna landsliðin en það er lokahópurinn sem tekur þátt í æfingum og verkefnum sumarsins. Í U16, U18 og U20 verða 12 leikmenn valdir til að leika á NM og EM í sumar úr þessum hópi en í U15 liðunum eru það allir þeir 20 leikmenn drengja og stúlkna sem eru valdir nú sem munu leika í tveim 10 manna liðum í sínu verkefni. Allir leikmenn sem ekki skipa loka 12 leikmannahópana eru áfram í sínum hópum sem varamenn og taka þátt í æfingum sumarsins, og eru tilbúnir til að stíga inn ef upp koma meiðsli eða annað sem kallar á breytingar á liðsskipan liðanna. U16 og U18 taka þátt í NM og EM í sumar en U15 fer í æfinga- og vináttulandsleikja verkefni í Finnlandi í ágúst líkt og var á síðasta ári. NM U18 ára fer fram í Södertalje í Svíþjóð en NM U16 og U15 landsliðsverkefnið fer fram í Kisakallio í Finnlandi. U20 liðin eru í vinnslu og verða endanlega valin síðar, en verið er að klára að velja þar fyrstu hópa leikmanna sem boðaðir verða til fyrstu æfinga í vor. U20 liðin leika í ár bæði á NM í Svíþjóð sem og á EM mótum FIBA. Eftirtaldir leikmenn skipa landsliðin 2023:Meira
Mynd með frétt

Síðasti dagur til að skila kjörbréfum í dag

17 mar. 2023Í dag, föstudaginn 17. mars, er síðasti dagur fyrir sambandsaðila til að skila inn kjörbréfum fyrir komandi Körfuknattleiksþing, sem haldið verður laugardaginn 24. mars í Laugardalshöll. Allir sambandsaðilar hafa fengið send til sín kjörbréf og þurfa að skila þeim útfylltum á kki@kki.is eigi síðar en kl. 23:59 í kvöld. Vakin er athygli á því að hvorki stjórn né starfsmenn KKÍ fara með atkvæði á Körfuknattleiksþingi. Hægt er að sjá hvernig atkvæði skiptast milli aðildarfélaga og íþróttahéraða hérna.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 15. MARS 2023

16 mar. 2023Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fjórum agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Ársskýrsla KKÍ 2021-2023

10 mar. 2023Ársskýrsla KKÍ fyrir 2021-2023 hefur nú verið birt með þinggögnum á heimasíðu KKÍ. Hægt er að nálgast öll gögn tengd komandi Körfuknattleiksþingi hér. Einnig er minnt á að kjörbréfum skal skila eigi síðar en kl. 23:59 föstudaginn 17. mars á kki@kki.is.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 8. MARS 2023

9 mar. 2023Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Körfuknattleiksþing 2023 | dagskrá og þingtillögur

8 mar. 2023Búið er að birta dagskrá og þær þingtillögur sem borist hafa til KKÍ fyrir Körfuknattleiksþing 2023 á heimasíðu KKÍ. Hægt er að nálgast dagskrána og tillögurnar hérna. Mánudaginn 20. mars kl. 17:00 verður haldinn annar undirbúningsfundur fyrir Körfuknattleiksþingið. Fundurinn verður einungis í boði sem fjarfundur að þessu sinni, en fundarboð verður sent út á næstu dögum. Markmið fundarins er að gera þingstörfin markvissari. Öllum fyrirspurnum vegna Körfuknattleiksþings 2023 skal beina til kki@kki.is.Meira
Mynd með frétt

Framboð til stjórnar KKÍ

8 mar. 2023Sjö einstaklingar sem buðu sig fram í fimm laus sæti í stjórn KKÍ. Einn frambjoðandi dró framboð sitt til baka og verða því sex einstaklingar í kjöri í fimm laus sæti á Körfuknattleiksþingi 25. mars 2023. Þau sem buðu sig fram eru, í stafrófsröð: Ágúst Angantýsson Einar Hannesson Erlingur Hannesson Guðrún Kristmundsdóttir Heiðrún Kristmundsdóttir Herbert ArnarsonMeira
Mynd með frétt

Úrslit yngri flokka

7 mar. 2023Nú er farið að styttast í úrslitakeppnir, jafnt hjá yngri flokkum sem meistaraflokkum. Í 9. flokki og upp í ungmennaflokk verða leikin undanúrslit innan hverrar deildar helgina 28. apríl til 1. maí, og lokaúrslit helgina 14.-17. maí. Þó verða úrslit 12. flokks leikin með öðrum hætti, þar sem liðin í úrslitum 1. deildar munu leika úrslitaseríu þar sem vinna þarf tvo leiki. Nánari upplýsingar verða sendar um leikjadagskrá þegar nær dregur, en síðustu leikir í deildarkeppni yngri flokka fara fram 25. apríl.Meira
Mynd með frétt

Referee Clinic in English 11th - 12th of March

6 mar. 2023The coming weekend, 11-12 March, the Icelandic basketball federation will host a referee clinic in English. This clinic is open for anyone who speaks English. On Saturday, the clinic starts at 09:00 in the morning and should take about 3 hours. The clinic will be held at Engjavegur 6, 104 Reykjavik, 3rd floor (https://ja.is/korfuknattleikssamband-islands/). On Sunday 12 March, the clinic starts at 11:20 and should take 3,5 hours. Aðalsteinn Hjartarson, FIBA referee instructor will host the clinic. All participants will graduate as referees. Those who are interested can start refereeing official basketball games in Iceland. All referees are paid for their work, which is a chance to add to your income stream. All participants need to bring their computer or tablet for the course. The course material includes the basics of refereeing, such as the rules of the game, and referee mechanics, and on Sunday everyone will referee on court with help from Aðalsteinn. Graduates can referee in the lower men's leagues and the older youth groups immediately. Everyone who graduates will also receive a referee whistle. Registration is now open! Please contact the federation by email at kki@kki.is if you have any thoughts or questions about the course. --> Sign up here https://forms.office.com/e/4bxg8iGpNn <--Meira
Mynd með frétt

Dagatal úrslitakeppna

2 mar. 2023Dagatal úrslitakeppni Subway og 1. deilda hefur nú verið birt á heimasíðu KKÍ. Hægt er að nálgast dagatalið undir Mótamál > Leikir og úrslit > Keppnisdagatal úrslitakeppni 2023.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 1. MARS 2023

2 mar. 2023Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fjórum agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Körfuknattleiksþing 2023 | kjörbréf send til sambandsaðila og aðildarfélaga

1 mar. 2023Körfuknattleiksþing 2023 verður haldið í Laugardalshöll í Reykjavík laugardaginn 25. mars 2023 samkvæmt þingboði sem sent var út 8. febrúar síðastliðinn. Kjörbréf vegna þingsins voru send út til formanna þeirra aðildarfélaga sem eiga fulltrúa á þingi skv. Lögum KKÍ, og formanna þeirra íþróttahéraða hvar körfubolti er iðkaður. Aðildarfélög KKÍ fara með samtals 130 atkvæði á þinginu og íþróttahéruð með önnur 22 atkvæði. Kjörbréfum skal skila útfylltum á kki@kki.is eigi síðar en föstudaginn 17. mars 2023 og umboðum vegna þings skal skila eigi síðar en fimmtudaginn 24. mars 2023. Vakin er athygli á því að hvorki stjórn né starfsmenn KKÍ fara með atkvæði á Körfuknattleiksþingi. Hægt er að sjá hvernig atkvæði á þinginu skiptast niður með því að smella á Meira >.Meira
Mynd með frétt

Landslið karla: Leikdagur í dag · Úrslitaleikur um sæti á HM!

26 feb. 2023Í dag leikur íslenska karlalandsliðið einn sinn mikilvægasta leik í sögunni um lokasæti á HM 2023 gegn Georgíu í Tbilisi. Aldrei áður hefur Ísland verið í þeirri stöðu að geta tryggt sér sæti á heimsmeistaramótinu í körfuknattleik. Eftir að hafa farið í gegnum fyrsta riðil keppninnar er liðið nú í þeirri stöðu í seinni riðlinum að með fjögurra stiga sigri (eða meira) fer liðið áfram á lokamótið í lok sumars. Aðeins 12 lið úr Evrópu fara á HM. Ísland er nú þegar búið að tryggja sér sæti beint í næstu undankeppni EM, EuroBasket 2025 og sæti á undakeppni Evrópu fyrir Ólympíuleikana, í fyrsta sinn í sögunni. Georgía vann fyrri leik liðanna í Laugardalshöll með þrem stigum og dugir því sigur eða 1-3 stiga tap til að tryggja sér sæti á HM. Strákarnir okkar munu leggja allt í sölurnar til að vinna sér inn sætið og hvetjum við íslendinga til að horfa á leikinn á RÚV kl. 16:00 að íslenskum tíma (20:00 í Georgíu). Liðið er þannig skipað í kvöld:Meira
Mynd með frétt

Tillögur fyrir þing – skil fyrir miðnætti í kvöld 24. febrúar

24 feb. 2023Minnt er frest til að skila tillögum fyrir Körfuknattleiksþing 2023. Eins og fram kom í þingboði, og minnt var á á undirbúningsfundi með aðildarfélögum í byrjun vikunnar, þá er síðasti dagur til að skila tillögum fyrir Körfuknattleiksþingið föstudagurinn 24. febrúar. Öllum tillögum þarf því að skila fyrir miðnætti í dag. Vinsamlegast gætið að því að tillögur séu sendar í Word skjali á kki@kki.is. Hægt er að óska eftir leiðsögn við uppsetningu þingtillaga hjá skrifstofu KKÍ.Meira
Mynd með frétt

Rúnar Birgir eftirlitsmaður á landsleik Danmerkur og Noregs í kvöld

23 feb. 2023Rúnar Birgir Gíslason, eftirlitsmaður FIBA, verður í Danmörku í kvöld, þegar Noregur kemur í heimsókn til Næstved. Liðin eru að leika í forkeppni EuroBasket 2025. Dómarar leiksins verða frá Svartfjallalandi, Spáni og Tyrklandi með Rúnari Birgi í leiknum. KKÍ óskar Rúnari Birgi góðs gengis í kvöld í sínu verkefni.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira