Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Leik Þór Ak.-KR FRESTAÐ

19 des. 2019Leik Þór Ak. og KR sem vera átti á Akureyri í kvöld hefur verið frestað, þar sem KR-ingar komust ekki á leikstað.Meira
Mynd með frétt

Domino's deildirnar í kvöld · Tveir leikir beint og uppgjörsþáttur Domino's deildar kvenna

19 des. 2019Í kvöld fara fram fimm leikir í Domino's deild karla og verða tveir leikir sýndir beint. Að seinni leik loknum er svo komið að uppgjörsþætti Domino's deildar kvenna. Annað kvöld, föstudaginn 20. des. verður svo jólaþáttur Körfuboltakvölds þar sem verðlaun verða veitt til leikmanna og þjálfara í báðum deildunum. Dagskráin í kvöld:Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla og kvenna í kvöld · Tvíhöfði Valur-Haukar í beinni á Stöð 2 Sport

18 des. 2019Í kvöld fer fram heil umferð í Domino's deild kvenna með fjórum leikjum og þá fer fram einn leikur í Domino's deild karla. Valur og Haukar mætast í kvöld í tvíhöfða í Origo-höllinni að Hlíðarenda, en kvennaliðin leika kl. 18:00 og karlaliðin svo kl. 20:15. Þá eigast við kl. 18:00 einnig Keflavík og Grindavík og kl. 19:15 mætast Breiðablik og Skallagrímur og KR og Snæfell.Meira
Mynd með frétt

Orðrómur um hagræðinu úrslita í leik í Domino's deild karla 12. desember

17 des. 2019Fljótlega eftir að leik ÍR og Tindastóls í Domino´s deild karla lauk, kom upp orðrómur um að úrslitum leiksins hefði verið hagrætt og gefið sterklega í skyn að leikmenn Tindastóls hafi átt þar hlut að máli. Það er ljóst eftir skoðun KKÍ á leiknum að leikmenn Tindastóls hafi ekki komið að hagræðingu úrslita á leiknum og eiga engan hluta að þessum breytingum á forgjöf/stuðlum. Ástæðan fyrir þessum sterka orðrómi var sú að forgjöf/stuðlar á leikinn hefðu breyst mjög hratt á skömmum tíma úr því að Tindastóll myndi vinna leikinn yfir í að Tindastóll myndi tapa leiknum. Í kjölfarið á þessum orðrómi ákvað KKÍ strax að grípa til aðgerða, enda er hagræðing úrslita ein mesta ógn sem íþróttahreyfingin stendur fyrir nú á tímum. KKÍ hefur fengið einstaklinga til að skoða leikinn og fara yfir frammistöðu leikmanna bæði í vörn og sókn með það í huga að sjá hvort eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað. Niðurstaðan er sú að svo sé ekki.Meira
Mynd með frétt

Körfuknattleiksfólk ársins 2019 · Helena og Martin

13 des. 2019Helena Sverrisdóttir og Martin Hermannsson hafa verið valin körfuknattleikskona og körfuknattleikskarl ársins 2019 af KKÍ. Þetta er í 22. skipti sem valið er tvískipt milli karla og kvenna eða allt frá árinu 1998. Körfuknattleikskona og karl ársins eru valin í kosningu af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd og landsliðsþjálfurum allra landsliða KKÍ í verkefnum á árinu 2019. Helena og Martin er nafnbótinni góðu kunn, Martin er að fá tilnefninguna í fjórða skipti og fjórða árið í röð og Helena er að hljóta hana í 12. sinn á síðustu 15 árum.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · Tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport

13 des. 2019Í kvöld fer fram hefðbundin körfuboltaveisla í boði Domino's og Stöð 2 Sport en í Domino's deild karla verða tveir leikir af þrem í beinni kl. 18:30 og 20:15 og eftir seinni leik kvöldins er komið að Domino's Körfuboltakvöldi kl. 22:10 þar sem allir leikir úr Domino's deildum karla og kvenna í vikunni verða gerðir upp. Lifandi tölfræði á kki.is á sínum stað.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Þrír leikir í kvöld - KR-VALUR í beinni á Stöð 2 Sport

12 des. 2019Í kvöld er komið að næstsíðustu umferðinni fyrir jól í Domino's deild karla og fara fram þrír leikir. Stöð 2 Sport verður í Vesturbænum og sýnir beint frá Reykjavíkurslag KR og Vals. Uppfært! Seinkun til 20:00 í kvöld! Leik ÍR og Tindastóls hefur verið seinkað v/ ófærðar fyrir norðan fyrripart dags. Uppkast í Hertz-hellinum kl. 20:00 í stað 19:15. ​Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld · Keflavík-Skallagrímur í beinni á Stöð 2 Sport

11 des. 2019Í kvöld er komið að næstu umferð í Domino's deild kvenna þegar fjórir leikir fara fram kl. 19:15. Góða skemmtun!​Meira
Mynd með frétt

Evrópumót yngri liða 2020 · Dregið í riðla í dag hjá FIBA

10 des. 2019Í dag var dregið í riðla í evrópukeppnum FIBA Europe hjá yngri liðunum fyrir mótin sem framundan eru sumarið 2020 en KKÍ sendir til keppni sex lið drengja og stúlkna í U16, U18 og U20 aldursflokkum að venju. Öll íslensku liðin leika í B-deildum í ár, en aðeins 16 bestu þjóðir hvers aldurs leika í A-deildum.​ Hér fyrir neðan eru riðlarnir sem Ísland var dregið í, leikstaðir mótana og dagsetningar þeirra í sumar: Meira
Mynd með frétt

Öllum leikjum frestað í dag 9. desember

10 des. 2019Vegna óveðurs sem geisar víða um land hefur mótanefnd tekið þá ákvörðun að fresta þeim fimm leikjum sem voru á dagskrá í dag.Meira
Mynd með frétt

Geysisbikarinn · Ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum karla og kvenna

10 des. 2019Nú er ljóst er hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum Geysisbikarsins í ár en drættinum er nýlokið í Laugardalnum. Sigurvegarar þessara leikja komast í Fjögura liða-úrslitin í Höllinni! sem fram fara miðvikudag og fimmtudag 13.-14. febrúar en fyrst eru það 8-liða úrslitin sem leikin verða 19.-20. janúar 2020.Meira
Mynd með frétt

Geysisbikarinn · Dregið í 8-liða úrslitin í hádeginu

10 des. 2019Dregið verður í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal á 3. hæð kl. 12:15. Þar sem veðurútlit er ekki gott þá er það vel skiljanlegt að ekki verði góð mæting frá fulltrúum félaganna í Laugardalinn og því verður bein útsending frá drættinum á facebook-síðu KKÍ. Í pottinum á eftir verða eftirtalin lið:Meira
Mynd með frétt

Geysisbikarinn · Síðustu leikirnir í 16-liða úrslitunum

8 des. 2019Í dag og kvöld fara fram síðustu leikirnir í 16-liða úrslitum karla og kvenna. Vestri og Fjölnir mætast kl. 17:00 á Ísafirði og svo verður tvíhöfði hjá Njarðvík og Keflavík bæði hjá konum og körlum. Fyrri leikurinn verður kl. 16:30 (konur) og seinni leikurinn hefst kl. 19:30 (karlar). Báðir leikirnir í beinni á RÚV2. 🏆 Geysibikarinn 2020 🆚 16-liða úrslit karla og kvenna 🗓 Sun. 8. desember ➡️ Tvíhöfði í Njarðvík í beinni á RÚV2 ⏰ 16:30 🏀 NJARÐVÍK-KEFLAVÍK kvenna (beint á RÚV2) ⏰ 17:00 🏀 VESTRI-FJÖLNIR karla (netútsending) ⏰ 19:30 🏀 NJARÐVÍK-KEFLAVÍK karla (beint á RÚV2) #geysisbikarinn #korfubolti ​Meira
Mynd með frétt

Geysisbikarinn · Þrír leikir í keppni kvenna í dag

7 des. 2019Í dag fara fram þrír leikir af fjórum í 16-liða úrslitum kvenna í Geysisbikarnum. Á morgun fer fram síðasti leikurinn þegar Njarðvík og Keflavík mætast í Njarðvík. Í dag taka Tindastólsstúlkur á móti þeim hafnfirsku í Haukum, Snæfell og Valur mætast í Hólminum og Reykjavíkurliðin Fjölnir og KR eigast við í Grafarvoginum. Lifandi tölfræði á kki.is.Meira
Mynd með frétt

Actavis-mót Hauka 2020

6 des. 2019Skráning er hafin á Actavismótið sem fer fram dagana 18. og 19. janúar á Ásvöllum í Hafnarfirði. Mótið er fyrir krakka í 1.-5. bekk stelpur og stráka. Þátttökugjald er 3.000 kr. á einstakling. Skráning stendur til 10. janúar og fer skráning fer fram á actavismot@gmail.com. Meira
Mynd með frétt

Geysisbikarinn · 16-liða úrslit karla í kvöld

6 des. 2019Í kvöld fara fram þrír leikir í Geysisbikar karla í 16-liða úrslitunum. Leikirnir verða allir í lifandi tölfræði á kki.is. Kl. 19:15 mætast Þórsliðin Þór Þ. og Þór Ak. í Icelandic Glacial-höllinni. Á sama tíma eigast við Grindavík og KR í Mustad-höllinni í Grindavík og verður sá leikur í beinni útsendingu á RÚV2. Kl. 20:00 mætast svo Sindri og Ármann á Höfn. Meira
Mynd með frétt

Leik Vestra og Fjölnis frestað

5 des. 2019Nú síðdegis var flug vestur til Ísafjarðar fellt niður. Af þeim sökum hefur leik Vestra og Fjölnis í 16 liða úrslitum Geysisbikarsins verið frestað.Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 4. desember 2019

5 des. 2019Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fjórum agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Geysisbikarinn · 16-liða úrslit karla og kvenna

5 des. 2019Í kvöld hefjast 16-liða úrslit Geysisbikarsins með fjórum leikjum í keppni karla. Leikirnir fara fram í kvöld kl. 19:15 og 19:30. Lifandi tölfræði verður á sínum stað á kki.is. TindastóllTV sendir út leik Tindastóls og Álftanes á netinu. Á morgun fara fram þrír leikir í keppni karla og verður einn þeirra í beinni á RÚV2, viðureign Grindavíkur og KR. Á sunnudaginn lýkur svo 16-liða úrslitum karla en þá fer fram síðasti leikur umferðarinar. RÚV verður þá með beina útsendingar frá tvíhöfða þegar suðurnesjaliðin Njarðvík og Keflavík mætast bæði í keppni karla og kvenna. Í bikarkeppni kvenna fara fram fjórir leikir í 16-liða úrslitunum og verða þrír þeirra á dagskránni á laugardaginn kemur 7. desember og svo eins og áður segir einn á sunnudeginum.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Heil umferð í kvöld

4 des. 2019Í kvöld fer fram heil umferð í Domino's deild kvenna þegar fjórir leikir fara fram kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Hólminum og sýnir beint frá leik Snæfells og Grindavíkur og KRTV.is sýnir á netinu leik KR og Skallagríms. Lifandi tölfræði á kki.is frá öllum leikjunum. Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira