Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

KV boðið sæti í 1. deild karla

1 maí 2020Liði KV hefur verið boðið sæti í 1. deild karla fyrir tímabilið 2020/2021. KV var efst A liða þegar keppni var hætt í mars og því hefur mótanefnd ákveðið að bjóða liðinu að færast upp um deild.Meira
Mynd með frétt

Þrautakeppnir KKÍ · Keppni 2: Skæri

24 apr. 2020KKÍ hefur sett í gang stuttar þrautakeppnir með körfubolta sem allir áhugasamir geta tekið þátt í heima. Fjórar keppnir eru á döfunni og verða þær eftirfarandi: · Boltaspuni – spinna bolta hvernig sem þú getur gert það eins lengi og þú getur. · Skæri – dripla bolta eins oft og þú getur milli fóta á 30 sek. · Dripl-dans – tveir eða fleiri saman að dripla í takt við tónlist · Brelluskot – skora körfu með því að nota umhverfið (eða setja upp umhverfið) Keppni 2 er nú hafin og er hún íslandsmót KKÍ í SKÆRUM! Um keppnina: KKÍ stendur fyrir Íslandsmóti í drippl-skærum (cross-over). Markmiðið er að ná sem flestum endurtekningum á 30 sekúndum og birta það í vídeói á Instagram. Þátttakendur þurfa ekki að skrá sig heldur skila þeir sem vilja taka þátt vídeói af sér dripla bolta milli fóta sér eins oft og þeir geta á 30 sek. og merkja KKÍ í færsluna. Meira
Mynd með frétt

Æfingar geta hafist 4. maí

22 apr. 2020Vegna minnisblaðs um afléttingu samkomutakmarkana þann 4. maí nk. þá vill sóttvarnalæknir, Þórólfur Guðnason, árárétta eftirfarandi tillögur varðandi útfærslu afléttinga í skólum og íþróttastarfi. Varðandi íþróttir segir: · Íþróttir miðist við takmarkanir fyrir íþróttastarf fullorðinna (sjá að neðan). · Áfram er hvatt til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts. · Tveggja metra nándarreglan verði virt. Meira
Mynd með frétt

Heima driplæfingar með Jóni Axel Guðmundssyni

20 apr. 2020Heima driplæfingar í boði með Jóns Axels Guðmundssonar og þjálfara hans Blake Boehringer annað kvöld, þriðjudagskvöldið 21. apríl kl. 18:30 (ísl. tími) í gegnum Zoom. Jón Axel er að undirbúa sig fyrir NBA-nýliðavalið og býður öllum sem vilja að æfa með sér en hann lék á sínu lokaári í vetur með Davidson háskólanum í NCAA. Skráðu þig hérna: https://bit.ly/3cwmFxyMeira
Mynd með frétt

Vestrabúðirnar verða í ágúst

17 apr. 2020Stjórn Körfuboltabúða Vestra hefur ákveðið að fresta 2020 búðunumMeira
Mynd með frétt

Þrautakeppnir KKÍ · Heimakeppnir í körfubolta

15 apr. 2020KKÍ hefur sett í gang stuttar þrautakeppnir með körfubolta sem allir áhugasamir geta tekið þátt í heima. Fjórar keppnir eru á döfunni og verða þær eftirfarandi: · Boltaspuni – spinna bolta hvernig sem þú getur gert það eins lengi og þú getur. · Skæri – drippla bolta eins oft og þú getur milli fóta á 30 sek. · Dripl-dans – tveir eða fleiri saman að dripla í takt við tónlist · Brelluskot – skora körfu með því að nota umhverfið (eða setja upp umhverfið) Keppni 1: Íslandsmót KKÍ í Boltaspuna! KKÍ stendur fyrir Íslandsmóti í að spinna bolta á samfélagsmiðlunum Facebook og Twitter. Þátttakendur þurfa ekki að skrá sig heldur skila þeir sem vilja taka þátt vídeói af sér spinna bolta á Facebook eða Twitter og merkja KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands í færsluna. Vídeóið verður að vera á venjulegum hraða og gæta verður að því að færslurnar séu opnar svo KKÍ getur séð þær. Sá sem nær að spinna bolta lengst vinnur! Ef fleiri en einn ná sama tíma verður dregið um sigurvegara. Síðasti skiladagur vídeóa er til og með þriðjudagsins 21. apríl 2020.Meira
Mynd með frétt

Þjálfaranámskeið KKÍ 1.b. · Fjarnám

15 apr. 2020Hafin er skráning fyrir KKÍ þjálfari 1.b hlutann í þjálfaramenntun KKÍ. Hægt er að skrá sig á námskeiðið hérna Um námskeiðið:​ Námskeiðið er 20 kennslustundir sem kennt í fjarnámi. Í þessum hluta er farið ítarlega í leikreglur, mótafyrirkomulag KKÍ, sögu körfuknattleiks og unnið verkefni í tímaseðlagerð. KKÍ þjálfari 1.b gildir sem 35% af lokaeinkunn KKÍ þjálfara 1. Meira
Mynd með frétt

Þjálfaramenntun 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ · Fjarnám 2020

14 apr. 2020Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir: Fjarnám 1. 2. og 3. stigs verður í boði núna í apríl sem er óvenjulegt en gert í ljósi þess að nemendur hafi hugsanlega góðan tíma til að sinna náminu þessa dagana. Námið hefst mánudaginn 20. apríl. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar (KKÍ-hlutann) sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.Meira
Mynd með frétt

FIBA hættir við öll Evrópumót yngri liða 2020

8 apr. 2020Stjórn FIBA Europe hélt stjórnarfund í gær og tók fyrir málefni er varða stöðuna í heiminum í dag og með framhaldið í sumar í mótahaldi sínu. Stjórn FIBA Europe komst að þeirri niðurstöðu að engin mót yngri landsliða fari fram í sumar á þeirra vegum. Það þýðir að Evrópukeppnir U16, U18 og U20 liða fara ekki fram árið 2020 í öllum deildum. Að auki verður ekkert af NM í Finnlandi hjá U16 og U18 liðunum og nú þegar hefur verið hætt við verkefni U15 liðanna í Danmörku í júní en tilkynning barst til KKÍ þess efnis í gær.Meira
Mynd með frétt

Dómaranámskeið 2 · Fjarkennsla

31 mar. 2020Dómaranámskeið 2 fer fram á netinu. Námskeið og fyrir alla þá sem eru 16 ára eða eldri. Námskeið 2 veitir þátttakanda réttindi til þess að dæma hjá öllum yngri flokkum, unglingaflokkum og í neMeira
Mynd með frétt

Fylgist með - áhugavert efni á samfélagsmiðlum

25 mar. 2020Þó allar æfingar liggi niðri, þá er full ástæða til að halda virkni og hreyfa sig daglega. KKÍ hefur verið að deila efni á samfélagsmiðlum sínum með æfingum, gömlum leikjum og öðru áhugaverðu efni sem bæði getur hjálpað til við að halda fólki á hreyfingu sem og að stytta því stundir við þær aðstæður sem uppi eru.Meira
Mynd með frétt

FRÉTTATILKYNNING | Allt íþróttastarf fellur niður

20 mar. 2020Hér er sameiginleg fréttatilkynning ÍSÍ og UMFÍ vegna íþróttastarfs í landinu þar sem tilkynnt er að allt íþróttastarf fellur niður frá og með deginum í dag.Meira
Mynd með frétt

FRÉTTATILKYNNING | Staða tveggja efstu deilda

18 mar. 2020Stjórn KKÍ ákvað á fundi í hádeginu í dag að ljúka keppnistímabilinu 2019-2020. Nálgast má fréttatilkynningu frá KKÍ vegna þessa hér.Meira
Mynd með frétt

DRIPLIÐ · Æfðu þig heima og taktu þátt í leik

17 mar. 2020Það geta allir æft sig heima á meðan æfinga liggja niðri og það eina sem þarf er körfubolti Driplið eru tækniæfingar ætlaðar krökkum á aldrinum 9-11 ára en æfingunum er ætlað að auka tæknilega færni og áhuga barna á tækniæfingum. Allir geta tekið þátt og hvetur KKÍ foreldra til að taka þátt með sínum börnum. Til þess að fá sem flesta til að taka þátt á öllum aldri þá ætlar KKÍ að setja af stað leik á samfélagsmiðlinum Instagram með því að krakkar jafnt sem fullorðnir setji inn myndband af sér eða öðrum að gera tækniæfingar frá Driplinu undir merkjunum #driplid og #korfubolti þegar myndir eru settar inn. Fullorðnir geta sett inn myndböndin fyrir sín börn sem eru undir aldri samkvæmt reglum samfélagsmiðla. Leikurinn mun hefjast á Instagram á morgun miðvikudag og mun 3-5 einstaklingar verða dregnir út á hverju degi næstu daga og fá þá meðal annars gjafabréf frá Domino's, íþróttadrykkinn Gatorade frá Ölgerðinni, körfubolta og fleira skemmtilegt. Æfingum er skipt upp í þrjá liti, einn fyrir hvern aldur. Hver litur inniheldur 17 æfingar sem sýndar eru í 7 myndböndum. Æfingarnar eru settar upp þannig að iðkandi á að geta æft sig hvar sem er, jafnt inni sem úti, einn eða með fleirum. Heimasíða KKÍ: kki.is/driplid Youtube KKÍ: www.youtube.com/user/KKIkarfa/playlists Instagram KKÍ: www.instagram.com/kkikarfa (muna að nota #driplid og #korfubolti) ​Meira
Mynd með frétt

Mótahald | tilkynning 14.03.2020

14 mar. 2020Öllum er ljóst að uppi eru algjörlega fordæmalausar aðstæður í þjóðfélaginu vegna heimsfaraldurs Kórónaveirunnar. Stjórn og starfsmenn KKÍ funduðu í morgun til að fara yfir þá stöðu sem upp er komin og hvernig bregðast skuli við með mótahaldið.Meira
Mynd með frétt

Neðri deildir og yngri flokkar | LEIKJUM AFLÝST

13 mar. 2020Í ljósi ákvörðunar heilbrigðisráðherra að setja á samkomubann frá miðnætti 16.03.2020 hefur mótanefnd KKÍ ákveðið að aflýsa leikjum í neðri deildum karla (2. deild karla og 3. deild karla) sem og í yngri flokkum frá og með laugardeginum 14. mars 2020.Meira
Mynd með frétt

13 mar. 2020Í Domino's deild karla eru tveir leikir á leikjadagskránni og mun Stöð 2 Sport sýna þá báða í beinni útsendingu. Að loknum seinni leik kvöldsins tekur svo Domino's Körfuboltakvöld við og gerir upp alla leiki í deildunum í umferðinni. Leikir kvöldsins eru lokaleikir 21. umferðar sem þýðir að næsta umferð er lokaumferðina á deildarkeppninni 2019-2020. Þór Ak. og Grindavík mætast 18:30 á Akureyri og Keflavík tekur á móti Þór Þorlákshöfn kl. 20:15.Meira
Mynd með frétt

Tilkynning vegna mótahalds | Fjölliðamótum aflýst

12 mar. 2020KKÍ fundaði í gær með ÍSÍ og öðrum sérsamböndum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna kórónaveirunnar og áhrif hennar á samfélagið. Á fundinum var ákveðið að standa við mótahaldið þar til tilmæli um annað kæmu frá yfirvöldum. Hins vegar hafa aðstæður breyst þar sem bæði mótshaldarar hafa lýst yfir áhyggjum af því að halda úti mótum, sem og einhver félög hafa afboðað sig. KKÍ hefur því ákveðið að fresta öllum fjölliðamótum fram yfir páska.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · 4 leikir

12 mar. 2020Í kvöld fara fram fjórir leikir í Domino's deild karla og verður einn leikur sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það er leikur Stjörnunnar og Hauka sem fram fer í Garðabænum. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15. 🍕 Domino's deild karla 🗓 Fim. 12. mars 🆚 4 leikir í kvöld! 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 19:15 🏀 STJARNAN-HAUKAR ➡️📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 VALUR-KR 🏀 NJARÐVÍK-FJÖLNIR 🏀 TINDASTÓLL-ÍR 📲 #korfubolti 📲 #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Niðurstöður Aga- og úrskurðarnefndar 11. mars 2020

11 mar. 2020Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fimm agamálum sem henni hafði borist til úrlausnarMeira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira