Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

1. deild kvenna: Njarðvík-Grindavík b seinkað til kl. 19:15

10 nóv. 2019Ákveðið hefur verið að seinka leik Njarðvíkur og Grindavíkur b í 1. deild kvenna í dag til kl. 19:15. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Þrír leikir í dag

9 nóv. 2019Í dag og kvöld fara fram þrír leikir í Domino's deild kvenna en þetta eru síðustu leikirnir fyrir landsleikjahléið sem hefst á sunnudaginn og stendur yfir í viku. Stöð 2 Sport ætlar að sýna beint frá DHL-höllinni frá leik KR og Hauka kl. 17:00.Meira
Mynd með frétt

Tveir leikir í kvöld í Domino's deild karla · Sýndir í beinni á Stöð 2 Sport

8 nóv. 2019Að venju er sannkallað körfuboltakvöld á föstudögum þegar tveir leikir fara fram í Domino's deild karla og eru sýndir í beinni á Stöð 2 Sport. Domino's Körfuboltakvöld lokar svo vikunni með uppgjörsþætti sínum eftir seinnileik kvöldsins. Góða skemmtun! Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 7. nóvember 2019

7 nóv. 2019Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í kærumáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · 4 leikir

7 nóv. 2019Það fara fram fjórir leikir í kvöld kl. 19:15 í Domino's deild karla. Stöð 2 Sport verður í Grindavík og sýnir beint frá leik Grindavíkur og Stjörnunnar í Mustad-höllinni. Allir leikir kvöldsins á sínum stað í lifandi tölfræði á kki.is​ Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna · Styrkleika listi fyrir nóvembergluggan - Ísland í 26. af 33 þjóðum

6 nóv. 2019FIBA hefur gefið út styrkleikalista þeirra 14 þjóða sem taka þátt í undankeppninni fyrir EuroBasket 2021. Tvö lið, Frakkland og Spánn, eru feikisterk, en þau verða gestgjafar og taka ekki þátt í undankeppninni. Ísland er í 26. sæti af þeim 33 þjóðum sem á listanum eru en hann byggir að hluta til á gengi liða sl. ár. Listann í heild sinni má sá hérna Mótherjar okkar í riðlinum eru eftirfarandi:Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 6. nóvember 2019

6 nóv. 2019Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fimm agamálum sem henni höfðu borist til úrlausnar. Úrskurðirnir eru sem hér segir.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna: ÍSLAND-BÚLGARÍA 14. nóvember · Domino's býður á völlinn!

6 nóv. 2019Fimmtudaginn 14. nóvember hefur landslið kvenna keppni í undankeppni EM, EuroBasket Women 2021, með leik gegn Búlgaríu í Laugardalsöllinni. Leikurinn hefast kl. 20:00. Domino's að bjóða landsmönnum á leikinn og þurfa áhorfendur því eingöngu að mæta á leikdegi í Höllina og verður hleypt inn á meðan húsrúm leyfir. RÚV svo einnig sýna beint frá leiknum á RÚV2. KKÍ hvetjur landsmenn og alla körfuknattleiksaðdáendur að fjölmenna í Höllina á fimmtudaginn eftir viku og styðja stelpurnar til sigurs í sínum fyrsta leik en það er marg sannað hvað góður stuðningur getur skipt miklu máli. Landsliðið kemur saman á sunnudaginn á fyrstu æfingu sinni og halda síðan eftir leikin á fimmtudaginn út til Grikklands þar sem þær leika gegn heimastúlkum 17. nóvember ytra. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Skallagrímur-Breiðablik í beinni á Stöð 2 Golf

6 nóv. 2019Þrír leikir fara fram í Domino's deild kvenna í kvöld en leikirnir hefjast allir kl. 19:15. Stöð 2 Golf mun vera í Borgarnesi og sýna beint frá leik Skallagríms og Breiðabliks. Þá mætast Grindavík og Keflavík í Röstinni og Haukar taka á móti íslandsmeisturum Vals í Ólafssal að Ásvöllum. Lifandi tölfræði á sínum stað á kki.is frá öllum leikjunum.Meira
Mynd með frétt

16 liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna

5 nóv. 2019Í dag var dregið í 16 liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna. Dregið var í átta viðureignir í 16 liða úrslitum karla. Hjá konunum var dregið í fjórar umferðir, en fjögur lið sitja hjá og komast beint í 8 liða úrslit.Meira
Mynd með frétt

Dregið í 16 liða úrslit Geysisbikarsins í dag

5 nóv. 2019Dregið verður í 16 liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í dag.Meira
Mynd með frétt

Geysisbikarinn 2020 · Tveir leikir í 32-liða úrslitum karla í kvöld

4 nóv. 2019Í kvöld fara fram tveir leikir í Geysisbikarnum en báðir leikirnir hefjast kl. 19:15. Eftir kvöldið verður einn leikur eftir í 32-liða úrslitum karla, en leikur Þórs-b og Keflavíkur fer fram á föstudaginn kemur. RÚV sýnir beint frá leik Hauka og Þórs Þorlákshafnar í kvöld á RÚV2. Á morgun verður svo dregið í 16-liða úrslit karla og kvenna í Laugardalnum og er útlit fyrir spennandi leiki að venju í næstu umferð Geysisbikarsins. Þau lið sem hafa tryggt sér sæti í næstu umferð karla eru Þór Akureyri, Breiðablik, Grindavík, Njarðvík, Sindri, Álftanes og Reynir S. ásamt þeim liðum sem sátu hjá í fyrstu umferð en það voru Fjölnir, Ármann, Valur, KR, Stjarnan og Vestri. Meira
Mynd með frétt

Félagskiptaglugginn lokar tímabundið 15. nóvember til áramóta fyrir 20 ára og eldri

4 nóv. 2019Samkvæmt reglugerð KKÍ um félagaskipti mun félgaskiptaglugginn loka þann 15. nóvember á miðnætti fyrir meistaraflokka og unglingaflokka karla og kvenna fram til 1. janúar 2020. Í 3. gr. um tímabil félagaskipta segir: Félagaskipti í meistaraflokki karla og kvenna ásamt unglingaflokki karla og kvenna eru heimil frá og með 1. júní til og með 15. nóvember en óheimil frá og með 16. nóvember til og með 31. desember. Þau eru svo heimil frá og með 1. janúar til og með 31. janúar en óheimil frá 1. febrúar til og með 31. maí. Félagaskipti eru frjáls í öllum öðrum flokkum KKÍ, nema frá og með 1. febrúar til og með 31. maí ár hvert en á þeim tíma eru öll félagaskipti óheimil. Vert er að benda á að venslasamningar lúta sömu reglum og félagaskipti leikmanna og að þeir gilda fyrir leikmenn til 24 ára aldurs og fyrir þá sem eru 20 til 24 ára, og ætla að verða löglegir með venslafélögum, þurfa því að huga að því fyrir 15. nóvember.Meira
Mynd með frétt

Geysisbikarinn 2020 · Fimm leikir í kvöld

3 nóv. 2019Í kvöld fara fram fimm leikir í Geysisbikarnum í 32-liða úrslit karla. Alls eru skráð 26 lið til leiks hjá körlunum og því verða 10 viðureignir í fyrstu umferð karla þar sem sex lið sitja hjá. Eftir munu þá standa 16 lið í næstu umferð. Lifandi tölfræði verður frá öllum leikjum Geysisbikars karla og kvenna frá upphafi til enda. Meira
Mynd með frétt

2. deild kvenna hefst í dag

2 nóv. 2019Keppni í 2. deild kvenna hefst í dag. Þennan veturinn er metþátttaka í 2. deild kvenna, en alls eru 13 lið skráð frá 11 félögum, en skipta þurfti deildinni upp í tvo riðla. Í fyrstu umferð verður leikið í Hafnarfirði hjá Haukum og á Hvammstanga hjá Kormáki. Auk liðanna 13 sýndu nokkur til áhuga á að koma inn á næsta tímabili. Meira
Mynd með frétt

Áríðandi tilkynning vegna viðureignar Njarðvíkur og Stjörnunnar

1 nóv. 2019​Viðureign Njarðvíkur og Stjörnunnar í Domino´s-deild karla mun fara fram í kvöld á tilsettum tíma kl. 20.15! Fyrr í dag þurfti lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. Rýming þessi er öryggisráðstöfun til að tryggja öryggi íbúa sem búa á nálægum svæðum. Nánar á vef Víkurfrétta. Meira
Mynd með frétt

Geysisbikarinn 2019-2020 fer af stað í kvöld

1 nóv. 2019Í kvöld er komið að fyrstu leikjunum í Geysisbikarnum en þá hefst 32-liða úrslit karla með tveimur leikjum. Alls eru skráð 26 lið til leiks og því verða 10 viðureignir í fyrstu umferð karla þar sem sex lið sitja hjá. Eftir munu þá standa 16 lið í næstu umferð. Lifandi tölfræði verður frá öllum leikjum Geysisbikars karla og kvenna frá upphafi til enda. Í kvöld fara fara fram tveir leikir og um helgina verða leiknir aðrir sex leikir, tveir á mánudagskvöldið og einn á föstudaginn þann 8. nóv.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Tveir leikir í kvöld og báðir í beinni á Stöð 2 Sport

1 nóv. 2019Tveir leikir fara fram í kvöld í Domino's deild karla, föstudaginn 1. nóvember, og hefst fyrri leikur kvöldsins kl. 18:30 og sá síðari strax á eftir 20:15. Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Meira
Mynd með frétt

KKÍ auglýsir eftir starfsmanni

31 okt. 2019Körfuknattleikssamband Íslands leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi starfsmanni til starfa á skrifstofu sambandsins. Starf á skrifstofu KKÍ er afar fjölbreytt enda starfsemi KKÍ viðamikil og hin ýmsu verkefni sem þarf að sinna hverju sinni. Verkefni sem starfsmaður mun sinna að mestu eru almenn skrifstofustörf, sinna ákveðnum sérverkefnum ásamt ýmsu öðru sem til fellur. Menntunar- og hæfniskröfur: · Æskilegt er að viðkomandi sé með menntun sem nýtist í starfi. · Þekking og reynsla úr starfi innan körfuknattleikshreyfingarinnar er kostur. · Góðir skipulagshæfileikar, sveigjanleiki og víðsýni. · Hafa frumkvæði sem og góða hæfni í að vinna með öðrum í teymi. · Góð tölvukunnátta. · Hæfni í mannlegum samskiptum. · Góð íslensku- og enskukunnátta. Umsóknarfrestur er til og með 8. nóvember 2019 og skulu umsóknir sendar á netfangið: hannes.jonsson@kki.is. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · ÞÓR Þ.-HAUKAR í beinni á Stöð 2 Sport

31 okt. 2019Í kvöld er komið að upphafi næstu umferðarinnar í Domino's deild karla og fara fram fjórir leikir í kvöld kl. 19:15. Einn leikur verður í beinni á Stöð 2 Sport en það verður leikur Þórs Þ. gegn Haukum sem fram fer í Þorlákshöfn. Leikir kvöldsins: Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira