24 feb. 2021

KKÍ hefur gefið út uppfærðar leiðbeiningar um framkvæmd leikja í yngri flokkum.

Helsti munurinn felst í því að hægt verður að taka við áhorfendum í þau íþróttahús sem bjóða upp á áhorfendaaðstöðu, auk þess sem rýmkað hefur verið á reglum um fylgismenn á keppnissvæði.

Vakin er athygli á því að mest mega 50 áhorfendur vera á leik á hverjum tíma. Allir áhorfendur þurfa að vera með grímu og gæta að 2m fjarlægðarviðmiði.