13 feb. 2020Íslenska landslið karla hefur leik í forkeppni að undankeppni HM 2023 núna í febrúar dagana 20.-23. febrúar. Íslenska liðið leikur í einum af tveimur fjögurra liða riðlum forkeppninnar og er í riðli með Slóvakíu, Kosovó og Lúxemborg. Efstu tvö liðin í lok þriðja gluggans í febrúar 2021 þegar liðin hafa leikið heima og að heiman fara áfram í aðra umferð.
Fyrsti leikur liðsins verður á útivelli gegn Kosovó þann 20. febrúar í Pristhina kl. 18:00 að íslenskum tíma og verður hann í beinni útsendingu á RÚV2. Íslenska liðið mun ferðst út mánudaginn 17. febrúar og vera þar við æfingar fram að fyrsta leik. Síðari leikurinn í þessum glugga verður svo heima í Laugardalshöllinni kl. 20:00 sunnudaginn 23. febrúar gegn Slóvakíu og verður hann einnig í beinni á RÚV2.
Meira