Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 30. október 2019

31 okt. 2019Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur komist að niðurstöðu í nokkrum málum sem hún hefur haft til úrlausnar og eru eftirfarandi úrskurðarorð þeirra.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld · Snæfell-Stykkishólmur í beinni á Stöð 2 Sport

30 okt. 2019Í kvöld er komið að næstu umferð Domino's deildar kvenna og því fara fram fjórir leikir kl. 19:15. Stöð 2 Sport fer í Stykkishólm og sýnir frá leik Snæfells og Hauka í beinni. Sjáumst á vellinum!Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna · Undankeppni EM 2021 hefst 14. nóvember í Höllinni

30 okt. 2019Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik, hefur valið 16 manna æfingahóp sem hann hefur kallað inn til æfinga frá og með 10. nóvember næstkomandi þegar landsleikjahléið hefst sem stendur yfir til 18. nóvember. Þá mun hópurinn æfa saman og endanlegt lið verður svo valið í aðdraganda fyrsta leiksins, en stelpurnar okkar leika tvo leiki í undankeppni EuroBasket Women 2021 í glugganum núna í nóvember. Fyrsti leikur liðsins verður í Laugardalshöllinni fimmtudaginn 14. nóvember kl. 20:00 gegn Búlgaríu og svo í kjölfarið á íslenska liðið útileik gegn Grikklandi sunnudaginn 17. nóvember í Chalkida á Grikklandi. Domino's býður á leikinn!​ Domino’s mun bjóða landsmönnum á leikinn í Laugardalshöllinni gegn Búlgaríu þann 14. nóvember á meðan húsrúm leyfir og þurfa gestir bara að mæta á leikstað.Meira
Mynd með frétt

Ísak Ernir í sínu fyrsta FIBA verkefni í kvöld

30 okt. 2019Ísak Ernir Kristinsson, FIBA dómari, dæmir sinn fyrsta leik í kvöld í verkefni fyrir FIBA en þá verður hann einn dómara í leik Bakken Bears frá Danmörku og Kataja Basket frá Finnlandi í FIBA Europe Cup. Leikurinn fer fram í Risskov í Danmörku. Meðdómarar Ísaks verða þeir Charalampos Karakatsounis frá Grikklandi og Valentin Oliot frá Frakklandi og eftirlitsmaður Dainis Grinbergs frá Lettlandi. ​​ Leikurinn hefst kl. 17:30 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með tölfræði á heimasíðu keppninar, http://www.fiba.basketball/europecup/19-20Meira
Mynd með frétt

Íslensk teymi í FIBA verkefni í kvöld · Rúnar Birgir og Davíð Tómas

30 okt. 2019Tveir íslenskir FIBA starfsmenn verða við störf í kvöld í EuroLeague Women þegar Davíð Tómas Tómasson, FIBA dómari, og Rúnar Birgir Gíslason, eftirlitsmaður FIBA, verða við störf í Riga í Lettlandi en þetta er í annað sinn sem þeir félagar fá tilnefningu í sama leikinn hjá FIBA. Þá fer fram leikur TTT Riga gegn Tango Bourges Basket frá Frakklandi og fer leikurinn fram í Lettlandi. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með leiknum á heimasíðu keppninar: fiba.basketball/euroleaguewomen/19-20Meira
Mynd með frétt

Forkeppni að HM karla 2023 · Mótherjar Íslands í fyrstu umferð

29 okt. 2019FIBA dró rétt í þessu í tvo riðla í forkeppni HM 2023 en þar leika átta lið í tveimur riðlum. Þar þurfa liðin að hafna í efstu tveim sætum hvors riðils til að fara áfram í aðra umferð forkeppninnar. Ísland var dregið í riðil með Slóvakíu, Kosovó og Lúxemborg (í réttri styrkleikaröð). Hinn riðillinn er því skipaður Hvíta-Rússlandi, Portúgal, Kýpur og Albaníu (í réttri styrkleikaröð). Leikið verður heima og að heiman, tveir leikir í hverjum landsliðsglugga, sem fram fara í 17.-25. febrúar 2020, nóvember 2020 og svo febrúar 2021. #korfubolti Meira
Mynd með frétt

Forkeppni að HM karla 2023 · Dregið í riðla á morgun þriðjudag

28 okt. 2019Á morgun verður dregið í forkeppni að HM 2023 hjá karlalandsliðinu en liðið mun hefja keppni í febrúar. Búið er að gefa út þátttökuþjóðir og raða í styrkleikaflokk en þar er Íslands í efsta styrkleikaflokki ásamt Hvíta-Rússlandi og því ljósta að Ísland getur því ekki lent saman með þeim í riðli. Átta þjóðir eru skráðar og verður því dregið í tvo riðla með fjórum liðum í hvorum riðli. Styrkleiksskiptingin er eftirfarandi en eitt lið úr hverju flokki verða dregin saman og Ísland verður því með einu liði úr styrkleikaflokkum 2-4 hér að neðan: 1. Ísland og Hvíta-Rússland 2. Portúgal og Slóvakía 3. Kosovó og Kýpur 4. Lúxemborg og Albanía Ljóst er að tvö efstu liðin úr hverjum riðli fara áfram í 2. umferð forkeppninnar en þar munu bætast við þau 8 lönd sem ekki komast á EM 2021 í gegnum undankeppnina þar en hún verður leikin í sömu landsliðsgluggum næstu tvö tímabil. (febrúar og nóvember 2020 og febrúar 2021). Fyrsti landsliðsglugginn verður í febrúar 2020, dagana 17.-25. febrúar. #korfubolti Meira
Mynd með frétt

16 liða úrslit Geysisbikars yngri flokka

28 okt. 2019Dregið var í 16 liða úrslit bikarkeppni yngri flokka á skrifstofu KKÍ fyrr í dag. Leika skal 16 liða úrslitin á tímabilinu 6. nóvember – 8. desember. Miðað er við að leikir þar sem gestalið þarf ekki að ferðast um langan veg fari fram á virkum dögum.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld

25 okt. 2019Í kvöld fara fram þrír leikir í Domino's deild karla. Tveir hefjast 18:30 og svo einn kl. 20:15. Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki að venju á föstudögum í beinni og í kvöld eru það viðureignir Grindavíkur og Njarðvíkur og Stjörnunnar og Keflavíkur sem verða sýndir. Í lok kvöldsins verður svo Domino's Körfuboltakvöld á sínum stað. Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðanefndar 24.10.19

24 okt. 2019Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur komist að niðurstöðu í nokkrum málum sem hún hefur haft til úrlausnar og eru eftirfarandi úrskurðarorð þeirra: ​Niðurstaða úr agamáli nr. 4/2019-2020 „Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Jón trausti Fjóluson, leikmaður 9. fl. Fjölnis, sæta áminningu vegna háttsemi í leik Fjölnis gegn Aftureldingu í Íslandsmóti 9. fl. karla, sem leikinn var þann 6. október.“ Niðurstaða úr agamáli nr. 8/2019-2020 „Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Bjarni Björnsson, leikmaður mfl. Ármanns, sæta einum leik í bann vegna háttsemi í leik Ármanns gegn ÍA í Íslandsmóti meistaraflokks karla, 2. deild, sem leikinn var þann 19. október 2019.“ Niðurstaða úr agamáli nr. 9/2019-2020 „Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Ingimundur Orri, leikmaður mfl. ÍA, sæta einum leik í bann vegna háttsemi í leik Ármanns gegn ÍA í Íslandsmóti meistaraflokks karla, 2. deild, sem leikinn var þann 19. október 2019.“ Aga-og úrskurðarnefnd KKÍ.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld · VALUR-KEFLAVÍK i beinni á Stöð 2 Sport

23 okt. 2019Domino's deild kvenna býður upp á heila umferð í kvöld kl. 19:15 með fjórum leikjum. Stöð 2 Sport verður að Hlíðarenda og sýnir beint frá leik Vals og Keflavíkur. ​ Lifandi tölfræði á sínum stað á kki.is. 🍕 Domino's deild kvenna 🗓 Miðvikurdagurinn 23. október ➡️ 4 leikir í kvöld 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 19:15 🏀 VALUR-KEFLAVÍK ➡️📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 SKALLAGRÍMUR-KR 🏀 GRINDAVÍK-SNÆFELL 🏀 HAUKAR-BREIÐABLIK #korfubolti #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Rúnar Birgir og Davíð Tómas í dag og á morgun í verkefnum erlendis

22 okt. 2019Íslenskir dómarar og eftirlitsmenn eru þessa vikuna í verkefnum erlendis. Rúnar Birgir Gíslason í eftirliti í Hollandi og Davíð Tómas Tómasson að dæma í Svíþjóð.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld

18 okt. 2019Þennan föstudaginn býður Domino's deild karla upp á tvo slagi, fyrst Reykjavíkurslag ÍR og Vals kl. 18:30 og svo strax á eftir kl. 20:15 Suðurnesjaslag Keflavíkur og Njarðvíkur. Stöð 2 Sport sýnir beint frá báðum leikjunum og þá verður Domino's Körfuboltakvöld á sínum stað í lok kvöldsins og gerir upp síðustu leiki og tilþrif í deildum karla og kvenna kl. 22:10. Meira
Mynd með frétt

Yfirlýsing frá dómaranefnd KKÍ

17 okt. 2019Í leik KR-Vals í Domino's deild kvenna miðvikudaginn 16. október gerist það atvik að tveir leikmenn lenda saman og við það meiðist leikmaður KR. Í kjölfarið óskar leikmaður KR eftir því að fara inná völlinn þar sem hún er læknir til þess að hlúa að leikmanninum sem hafði meiðst. Eftir á að hyggja er dómarinn þeirrar skoðunar að það hafi verið mistök af sinni hálfu að hleypa ekki leikmanninum inn á völlinn. Dómaranefnd er sammála dómaranum um að mistök hafið verið að ræða þegar að leikmanninum var synjað um að fara inn á völlinn.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · TINDASTÓLL-STJARNAN í beinni á Stöð 2 Sport

17 okt. 2019Í kvöld fara fram fjórir leikir í Domino's deild karla. Stöð 2 Sport verður fyrir norðan og sýnir beint leik Tindastóls og Stjörnunnar úr Síkinu á Sauðárkróki. Leikirnir hefjast kl. 19:15. 🍕 Domino's deild karla í kvöld 🗓 Fim. 17. október 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 19:15 🏀 TINDASTÓLL-STJARNAN ➡️📺 Sýndur beint á @St2Sport2 🏀 FJÖLNIR-KR 🏀 ÞÓR Þ.-ÞÓR AK. 🏀 HAUKAR-GRINDAVÍK #korfubolti #dominosdeildin Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · KR-VALUR í beinni á Stöð 2 Sport

16 okt. 2019Í kvöld fer fram heil umferð í Domino's deild kvenna kl. 19:15. Stöð 2 Sport mun sýna beint frá leik KR og Vals í DHL-höllinni. Allir leikir kvöldsins verða í lifandi tölfræði á kki.is. 🍕 Domino's deild kvenna í kvöld 🗓 Miðvikudaginn 16. október 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 19:15 🏀 KR-VALUR ➡️📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 KEFLAVÍK-BREIÐABLIK 🏀 SNÆFELL-SKALLAGRÍMUR 🏀 GRINDAVÍK-HAUKAR #korfubolti #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðanefndar 1.05.19

14 okt. 2019Aga- og úrskurðarnefnd var með til umföllunar, og komast að niðurstöðu í þremur málum í síðustu viku.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla: Þór Akureyri-Fjölnir í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld

11 okt. 2019Í kvöld fer fram einn leikur í Domino's deild karla þegar Þór Akureyri tekur á móti Fjölni fyrir norðan í Höllinni á Akureyri. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Í lok kvölds kl. 22:10 er svo komið að Domino's Körfuboltakvöldi en þar verður farið yfir síðustu leiki í Domino's deildunum.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · Tveir leikir sýndir beint

10 okt. 2019Í kvöld fara fram fimm leikir í Domino's deild karla og því aðeins einn leikur sem fer fram á morgun föstudag. Stöð 2 Sport sýnir beint frá tveim leikjum í kvöld, fyrst 18:30 frá leik Grindavíkur og Keflavíkur í Mustad-höllinni í Grindavík. Kl. 20:15 er svo komið að leik Njarðvíkur og Tindastóls í Njarðtaksgryfjunni í Njarðvík. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld · Valur-Snæfell í beinni á Stöð 2 Sport

9 okt. 2019Domino's deild kvenna býður upp á fjóra leiki í kvöld og verður leikur Vals og Snæfells sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira