Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Yngri landslið Íslands sumarið 2019

4 sep. 2019Nú er lokið enn einu stóra landsliðsumri KKÍ en í sumar voru Úrvals- og Afreksbúðir fyrir yngstu iðkendurnar að venju haldnar á tveimur helgum hvor um sig þar sem rúmlega 850 leikmenn voru boðaðir og svo voru æfingar og mót hjá landsliðum drengja og stúlkna í U15, U16, U18 og U20 í sumar. Alls voru leiknir 99 landsleikir á árinu hjá landsliðum KKÍ, þar af 84 hjá yngri liðunum. U15 fór á alþjóðlegt mót í Kaupmannahöfn, U20 á EM FIBA og svo fóru U16 og U18 liðin fyrst á Norðurlandamótið í Finnlandi að venju og í kjölfarið á sín EM mót FIBA. Niðurstaða móta yngri liða KKÍ og fjöldi þátttakenda í hverju verkefni var eftirfarandi árið 2019:Meira
Mynd með frétt

Þjálfaranámskeið KKÍ 1a. fór fram um síðustu helgi

3 sep. 2019Um síðustu helgi luku 22 þjálfarar við námskeiðið KKÍ 1a. sem er hluti af Menntakerfi KKÍ. Á námskeiðinu náði Margrét Sturludóttir þeim merka áfanga að verða fyrst kvenna til þess að kenna við þjálfarnám KKÍ. Meira
Mynd með frétt

Haustfjarnám í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs ÍSÍ

3 sep. 2019Haustfjarnám1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 23. september nk. Námið, sem er fjarnám, er hluti af Menntakerfi KKÍ (almennur hluti) og eru allir þeir sem eiga eftir að sækja námið hvattir til þátttöku.Meira
Mynd með frétt

Opin mót félaganna 2019-2020

2 sep. 2019Upplýsingar um opin minniboltamót félaganna á komandi keppnistímabili má núna finna á heimasíðu KKÍ.Meira
Mynd með frétt

KKÍ þjálfaraspjöldin til sölu á ný

30 ágú. 2019Þjálfaraspjöld eru nú loksins fáanleg hjá KKÍ en framleidd hafa verið ný spjöld fyrir áhugasama körfuknattleiksþjálfara. Spjöldin eru frá Fox40 í Kanada og eru með heilum velli að framan og hálfum að aftan. Með þeim fylgir penni og pennafesting. Verð á spjaldi er 6.000 kr. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa sér spjald geta millifært og sent kvittun á kki@kki.is eða komið á opnunartíma skrifstofunnar í íþróttamiðstöðinni í Laugardal sem staðsett er að Engjavegi 6 (við hliðina á Laugaradalshöllinni) og greitt með korti eða reiðufé.Meira
Mynd með frétt

KKÍ kynnir tölfræðinámskeið fyrir upphaf tímabilsins 2019-2020

29 ágú. 2019Tölfræði námskeið KKÍ fer fram laugardaginn 21. september milli kl. 10:00-14:00 og fer fram í fundarsal í andyri nýju Laugardalshallarinnar (bíósalurinn). Námskeiðið er opið öllum og er hugsað fyrir bæði nýja og óvana tölfræðiskrásetjara sem og þá sem stattað hafa áður og ætla að halda áfram í vetur frá fyrri árum. Námskeiðið er því mikilvægt fyrir öll félög í efstu tveim deildum sem verða með lifandi tölfræði í vetur frá sínum heimaleikjum. Hér geta nýjir aðilar lært grunninn og orðið tilbúnir til að hefja störf á komandi tímabili og reynslumeiri stattarar geta rifjað upp fræðin og miðlað þekkingu sinni einnig. Meira
Mynd með frétt

HM í Kína 2019 · Dagana 31. ágúst.-15. september

26 ágú. 2019Eftir fjóra daga hefst fyrsti leikurinn á HM karla 2019 sem fram fer í Kína 31. ágúst til 15. september. 32 lið leika í átta fjögura liða riðlum um heimsmeistaratitilinn. Frá Evrópu leika Tékkland (sem lék með Íslandi í riðli í fyrstu umferð undankeppninnar), Pólland, Tyrkland, Rússland, Grikkland, Svartfjallaland, Spánn, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Serbía og Litháen. Meira
Mynd með frétt

Úrvalsbúðir · Seinni helgin 24.-25. ágúst

23 ágú. 2019Um helgina hafa um 750 ungir leikmenn drengja og stúlkna verið boðuð til æfinga í Úrvalsbúðum KKÍ en síðustu sumur hefur KKÍ staðið fyrir æfingabúðum fyrir úrvalshóp ungmenna. Þangað hafa leikmenn verið boðaðir af þjálfurum sínum úr hverju félagi og fengið boðsbréf sent heim. Úrvalshópurinn er undanfari yngri landsliða Ísland þar sem unglingalandsliðsþjálfarar ásamt vel völdum gestaþjálfurum fara yfir ýmis tækniatriði og stjórna stöðvaæfingum þar sem meðal annars verða æfð skottækni, sendingar, boltameðferð og sóknarhreyfingar.Meira
Mynd með frétt

EM 2021: SVISS-ÍSLAND í dag kl. 17:00

21 ágú. 2019Landslið karla í körfuknattleik leikur sinn síðasta leik í forkeppninni að undankeppni EM 2021 í kvöld þegar liðið leikur gegn Sviss í bænum Montreux. Leikurin í dag hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður leikurinn sýndur beint á RÚV2. Íslenska liðið er í góðri stöðu fyrir leikinn en sigur gulltryggir efsta sæti riðilsins og sæti í undankeppni EM sem hefst í febrúar 2020. 20 stiga tap eða minna gerir það einnig. Aðeins efsta liðið í riðlinum í forkeppnninni fer áfram í sjálfa undankeppnina.Meira
Mynd með frétt

Fjögur KKÍ-þjálfaramenntunar námskeið á næstunni

20 ágú. 2019Á næstunni fara fram fjögur námskeið sem eru hluti af þjálfaramenntun KKÍ. Um er að ræða KKÍ hluta 1.A (verklegt og bóklegt), 1.b og 2.b (fjarnám) og svo hluta 1.c sem kenndur verður í lok september. KKÍ þjálfari 1.a. fer fram dagana 30. ágúst. - 1. september2019. Námskeiðið er 20 kennslustundir eða 13.5 klukkutímar. Áhersla er lögð á þjálfun minnibolta, byrjenda og barna 12 ára og yngri. Mikil áhersla er lögð á kennslu á helstu grunnþáttum eins og skotum, sendingum, fótavinnu, knattraki og á boltaæfingar. Áhersla er lögð á að kenna yngstu iðkendum grunnþætti í gegnum leiki. KKÍ þjálfari 1.a gildir sem 25% af lokaeinkunn á námskeiðinu. Þjálfarar sem hafa lokið 1.a. eru með leyfi til að þjálfa minnibolta 9 ára og yngri.Meira
Mynd með frétt

Fjölgun í hópi FIBA dómara

19 ágú. 2019FIBA gaf út á dögunum lista yfir alþjóðadómara og -eftirlitsmenn fyrir tímabilið 2019 til 2021 og eru tveir nýir fulltrúar KKÍ á listanum en það eru þeir Ísak Ernir Kristinsson er sem dómari og Jón Bender sem eftirlitsmaður (commissioner).Meira
Mynd með frétt

EM 2021: Landslið karla mætir Sviss á miðvikudaginn í lokaleiknum

19 ágú. 2019Íslenska landslið karla í körfuknattleik er núna á leið sinni til Sviss þar sem liðið leikur sinn síðasta leik í forkeppninni að undankeppni EM 2021. Leikur Sviss og Íslands fer fram í bænum Montreux á miðvikudaginn kemur 21. ágúst og hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur beint á RÚV. Íslenska liðið er í góðri stöðu fyrir leikinn en sigur gulltryggir efsta sæti riðilsins og sæti í undankeppni EM sem hefst í febrúar 2020. Aðeins efsta liðið í riðlinum í forkeppnninni fer áfram í sjálfa undankeppnina. Meira
Mynd með frétt

EM 2021: Stórsigur hjá Íslandi gegn Portúgal

17 ágú. 2019Það var góð stemning í Laugardalshöllinni í dag þegar íslenska karlalandsliðið vann stórsigur á Portúgal 96-68. Ísland leiddi með mest 35 stigum í fjórða leikhluta en nokkrar körfur frá gestunum á lokamínútunum minnkaði muninn.Meira
Mynd með frétt

EM 2021: ÍSLAND-PORTÚGAL á morgun kl. 16:00

16 ágú. 2019Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik leikur seinni heimaleiki sinn að þessu sinni í forkeppni að undankeppni EuroBasket 2021 á morgun. Þá mæta strákarnir okkar sterku liði Portúgals í Laugardalshöllinni og hefst leikurinn kl. 16:00. Sviss lagði Portúgal í fyrsta leik liðanna og Ísland tapaði með einu stigi fyrir Portúgal ytra í leiknum sínum þar á eftir. Síðan vann Ísland lið Sviss hér heima fyrir viku og Portúgal lagði Sviss á miðvikudaginn var. Því er mikilvægur leikur á morgun til að eiga ennþá möguleika á að vinna riðilinn okkar framundan á morgun. Meira
Mynd með frétt

Miðaafhending til korthafa KKÍ fyrir landsleik karla gegn Portúgal

14 ágú. 2019KKÍ auglýsir miðaafhendingu til þeirra sem hafa aðgangskort KKÍ fyrir landsleik karlaliðsins gegn Portúgal í forkeppni EuroBasket 2021. Leikurinn fer fram laugardaginn 17. ágúst kl. 16:00 í Laugardalshöllinni. Allir handhafar aðgönguskírteina/boðskorta KKÍ þurfa að nálgast miða sína fyrirfram eða til hádegis á leikdegi. Vinsamlega komið þessum upplýsingum áfram til þeirra aðila innan þíns félags sem eru korthafar KKÍ korta. Ekki verður hleypt inn á leikdegi gegn framvísun aðgönguskírteina/boðskorta við hurð, heldur verður aðeins tekið við fyrirfram útgefnum miðum á viðburðinn.Meira
Mynd með frétt

EM U16 stúlkna · Evrópumót FIBA 2019 í Sofiu í Búlgaríu

13 ágú. 2019U16 ára lið stúlkna er síðasta yngra landslið KKÍ á þessu ári sem heldur út til að taka þátt á Evrópumóti FIBA sumarið 2019. Stelpurnar og fylgdarlið þeirra hélt út í morgun til Sofiu í Búlgaríu þar sem mótið fer fram. Þær ferðast í dag og hafa daginn á morgun til æfinga og að undirbúa sig fyrir fyrsta leik. Fyrsti leikur stelpnanna fer fram á fimmtudaginn þegar þær mæta Serbíu kl. 13:00 að íslenskum tíma (16:00 úti). Ísland leikur í A-riðli með Slóveníu, Bosníu, Rúmeníu, Svartfjalllandi og Serbíu. Eftir leiki í riðlinum taka svo við leikir í úrslitum og um sæti. Tvö efstu liðin í hverju riðli fara beint í 8-liða úrslit og hin liðin leika um sæti 9.-23.Meira
Mynd með frétt

EM U20 kvenna · Ísland í 10. sæti

12 ágú. 2019​ U20 ára landslið kvenna lauk keppni á sunnudaginn á EM 2019 sem fram fór í Pristhina í Kosóvó. Stelpurnar léku um 9. sætið gegn Úkraínu þar sem andstæðingar þeirra höfðu betur 47:61 og því hafnar liðið í 10. sæti á mótinu í ár. Áður hafði Ísland mætt Grikklandi og heimastúlkum frá Kosovó í úrslitakeppninni um sæti 9-12 á mótinu þar sem okkar stúlkur höfðu sigur fyrir lokaleikinn gegn Úkraínu.Meira
Mynd með frétt

EM 2021: Martin með sigurskotið

10 ágú. 2019Ísland vann Sviss í mögnuðum leik í forkeppni EM 2021 83-82. Eftir jafnan leik þar sem liðin skiptust á að skora kom það í hlut Martins Hermannssonar að taka lokaskot Íslands. Skotið for ofaní og reyndist það síðasta karfa leiksins og Ísland vann með einus tigi 83-82.Meira
Mynd með frétt

EM 2021: ÍSLAND-SVISS í dag kl. 13:00

10 ágú. 2019Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik leikur tvo heimaleiki í ágúst í forkeppni að undankeppni EuroBasket 2021 en þá mæta strákarnir okkar liði Sviss og Portúgal í Laugardalshöllinni. Í dag laugardag 10. ágúst mæta strákarnir okkar liði Sviss kl. 13:00. Sviss lagði Portúgal í fyrsta leik sínum og Ísland tapaði með einu stigi fyrir Portúgal ytra á miðvikudaginn. Því er mikilvægur leikur á morgun til að jafna riðilinn hjá okkar strákum.Meira
Mynd með frétt

Umferð um Laugardal lokar kl. 12:00 nk. laugardag á leikdegi Íslands og Sviss

8 ágú. 2019Umferð um Laugardal lokar kl.12:00 nk. laugardag á leikdegi Íslands og Sviss vegna tónleika Ed SheeranMeira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira