Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Domino's deildar veisla í kvöld · 3 leikir beint og Domino's Körfuboltakvöld

22 nóv. 2019Í kvöld er sannkölluð Domino's deildar veisla en þá verða þrír leikir í beinni sýndir á Stöð 2 Sport, tvíhöfði í Hafnarfirði þar sem sýndir verða leikir Hauka og Skallagríms í Domino's deild kvenna kl. 18:00 og strax á eftir frá leik Hauka og Keflavíkur í Domino's deild karla kl. 20:15. Þór Þorlákshöfn tekur á móti ÍR í Domino's deild karla kl. 18:30 og verður hann líka sýndur beint. Í lok kvölds er svo komið að Domino's Körfuboltakvöldi þar sem umferðin í deildunum verður gerð upp að venju með tilheyrandi fjöri.Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 20. nóvember 2019

21 nóv. 2019Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fimm agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Domino's deildirnar: Uppgjörsþáttur Domino's deildar kvenna í kvöld og 3 leikir hjá körlunum

21 nóv. 2019Í kvöld er nóg um að vera í íslenskum körfuknattleik. Fyrsta fara fram þrír leikir í Domino's deild karla þar sem Stöð 2 Sport ætlar að sýna beint frá leik KR og Njarðvíkur í DHL-höllinni. Á eftir honum kl. 21:15 verður svo annar Domino’s Körfuboltakvöld kvenna uppgjörsþáttur í beinni á Stöð 2 Sport. ➡️ Domino’s Körfuboltakvöld kvenna í kvöld kl. 21:15 Uppgjörsþáttur númer 2 ➡️ 3 leikir í Domino’s deild karla á dagskránni í kvöld 🍕 Domino's deild karla 🗓 Fim. 21. nóv. 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 19:15 🏀 KR-NJARÐVÍK ➡️📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 FJÖLNIR-TINDASTÓLL 🏀 GRINDAVÍK-VALUR ⏰ 21:15 📺 Domino's Körfuboltakvöld kvenna í beinni á Stöð 2 Sport 📲 #korfubolti 📲 #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

FIBA: Jón Bender eftirlitsdómari FIBA í sínu fyrsta verkefni í kvöld

20 nóv. 2019Jón Bender, eftirlitsdómari FIBA, verður að störfum í sínum fyrsta leik í kvöld í Svíþjóð á leik Södertalje og Enisey Krasnoyarsk í FIBA Europe Cup. Leikurinn fer fram á heimavelli Södertalje kl. 19:00 eða 18:00 að íslenskum tíma. KKÍ óskar Jóni góðs gengis í leiknum í kvöld sem verður vonandi hans fyrsti af mörgum á næstu árum.Meira
Mynd með frétt

Davíð Tómas dæmir fyrir FIBA í kvöld í FIBA Europe Cup

20 nóv. 2019Davíð verður einn dómara í leik Kataja Basket frá Finnlandi og Bakken Bears frá Danmörku í kvöld í FIBA Europe Cup keppni karla. Leikurinn fer fram á heimavelli Kataja í Joensuu. Meðdómarar Davíðs Tómasar verða frá Ítalíu og Skotlandi og eftirlitsmaður FIBA kemur frá Noregi. KKÍ óskar Davíð góðs gengis í kvöld í sínum leik. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Landslið kvenna: GRIKKLAND-ÍSLAND í dag kl. 15:00

17 nóv. 2019Íslenska kvennalandsliðið leikur sinn annan leik í undankeppni EM, EuroBasket Women 2021, í dag kl. 15:00 að íslenskum tíma þegar liðið leikur í Chalkíkda í Grikklandi. Gríska liðið tapaði sínum fyrsta leik með sex stigum fyrir Slóveníu og eru með mjög sterkt lið í dag. Okkar stelpur er staðráðnar í að bæta sig frá fyrri leiknum á fimmtudaginn og gefa allt í leikinn í dag. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV. Hægt verður að fylgjast með lifandi tölfræði, úrslitum úr öðrum leikjum og stöðu í riðlum á heimasíðu keppninnar hérna.Meira
Mynd með frétt

Breytingar á 8. umferð Dominosdeildar karla

15 nóv. 2019Gerðar hafa verið breytingar á 8. umferð Dominosdeildar karla.Meira
Mynd með frétt

Félagskiptaglugginn lokar tímabundið á miðnætti í kvöld til áramóta: Gildir fyrir 20 ára og eldri

15 nóv. 2019Samkvæmt reglugerð KKÍ um félagaskipti mun félgaskiptaglugginn loka í kvöld á miðnætti 15. nóvember fyrir leikmenn eldri en 20 ára. fram til 1. janúar 2018. Í 3. gr. um tímabil félagaskipta segir: Félagaskipti í meistaraflokki karla og kvenna ásamt unglingaflokki karla og kvenna eru heimil frá og með 1. júní til og með 15. nóvember en óheimil frá og með 16. nóvember til og með 31. desember. Þau eru svo heimil frá og með 1. janúar til og með 31. janúar en óheimil frá 1. febrúar til og með 31. maí. Félagaskipti eru frjáls í öllum öðrum flokkum KKÍ, nema frá og með 1. febrúar til og með 31. maí ár hvert en á þeim tíma eru öll félagaskipti óheimil.Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 13. nóvember 2019

14 nóv. 2019Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna: ÍSLAND-BÚLGARÍA í kvöld kl. 20:00

14 nóv. 2019Í kvöld er komið að fyrsta leik landsliðs kvenna í undankeppni EM, EuroBasket Women 2021, en í kvöld mætir liðið Búlgaríu í Laugardalshöllinni kl. 20:00. Seinni leikurinn í þessum landsliðsglugga verður svo á sunnudaginn í Grikklandi. Domino’s, aðalstyrktaraðili KKÍ, ætlar að bjóða landsmönnum frítt á leikinn í kvöld og einnig upp á flatbökur milil kl. 19:00 og 19:30 í Höllinni. Benedikt Guðmundsson hefur valið 12 manna lið sitt fyrir leikinn í kvöld gegn Búlgaríu og er liðið skipað eftirfarandi leikmönnum sem sjá má hér að neðan:Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · 3 leikir í kvöld: Þór Þ.-Grindavík í beinni á Stöð 2 Sport

13 nóv. 2019Í kvöld fara fram þrír leikir í Domino's deild karla og er einn leikur í beinni á Stöð 2 Sport. Sýnt verður frá leik Þórs Þ. og Grindavíkur í Þorlákshöfn. Allir leikirnir í lifandi tölfræði á kki.is. Góða skemmtun! Meira
Mynd með frétt

FIBA: Davíð Tómas dæmir i kvöld í Belgíu

13 nóv. 2019Davíði Tómas Tómasson, FIBA dómari, verður í verkefni í kvöld í Brussel í Belgíu þegar Phoenix Brussels mæta Donar Groningen frá Hollandi. Um er að ræða leik í H-riðli FIBA Europe Cup keppninnar. Meðdómarar Davíðs verða Paulo Marques frá Portúgal sem er aðaldómari og þriðji dómari verður Nuno Monteiro einnig frá Portúgal. Eftirlitsmaður leiksins er Christian Altmeyer frá Frakklandi. Davíð Tómas á svo annan leik eftir viku, þann 20. nóvember en þá verður hann að dæma í sömu keppni í leik í Finnlandi. KKÍ óskar Davíð Tómasi góðs gengis í kvöld! #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

1. deild kvenna: Njarðvík-Grindavík b seinkað til kl. 19:15

10 nóv. 2019Ákveðið hefur verið að seinka leik Njarðvíkur og Grindavíkur b í 1. deild kvenna í dag til kl. 19:15. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Þrír leikir í dag

9 nóv. 2019Í dag og kvöld fara fram þrír leikir í Domino's deild kvenna en þetta eru síðustu leikirnir fyrir landsleikjahléið sem hefst á sunnudaginn og stendur yfir í viku. Stöð 2 Sport ætlar að sýna beint frá DHL-höllinni frá leik KR og Hauka kl. 17:00.Meira
Mynd með frétt

Tveir leikir í kvöld í Domino's deild karla · Sýndir í beinni á Stöð 2 Sport

8 nóv. 2019Að venju er sannkallað körfuboltakvöld á föstudögum þegar tveir leikir fara fram í Domino's deild karla og eru sýndir í beinni á Stöð 2 Sport. Domino's Körfuboltakvöld lokar svo vikunni með uppgjörsþætti sínum eftir seinnileik kvöldsins. Góða skemmtun! Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 7. nóvember 2019

7 nóv. 2019Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í kærumáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · 4 leikir

7 nóv. 2019Það fara fram fjórir leikir í kvöld kl. 19:15 í Domino's deild karla. Stöð 2 Sport verður í Grindavík og sýnir beint frá leik Grindavíkur og Stjörnunnar í Mustad-höllinni. Allir leikir kvöldsins á sínum stað í lifandi tölfræði á kki.is​ Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna · Styrkleika listi fyrir nóvembergluggan - Ísland í 26. af 33 þjóðum

6 nóv. 2019FIBA hefur gefið út styrkleikalista þeirra 14 þjóða sem taka þátt í undankeppninni fyrir EuroBasket 2021. Tvö lið, Frakkland og Spánn, eru feikisterk, en þau verða gestgjafar og taka ekki þátt í undankeppninni. Ísland er í 26. sæti af þeim 33 þjóðum sem á listanum eru en hann byggir að hluta til á gengi liða sl. ár. Listann í heild sinni má sá hérna Mótherjar okkar í riðlinum eru eftirfarandi:Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 6. nóvember 2019

6 nóv. 2019Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fimm agamálum sem henni höfðu borist til úrlausnar. Úrskurðirnir eru sem hér segir.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna: ÍSLAND-BÚLGARÍA 14. nóvember · Domino's býður á völlinn!

6 nóv. 2019Fimmtudaginn 14. nóvember hefur landslið kvenna keppni í undankeppni EM, EuroBasket Women 2021, með leik gegn Búlgaríu í Laugardalsöllinni. Leikurinn hefast kl. 20:00. Domino's að bjóða landsmönnum á leikinn og þurfa áhorfendur því eingöngu að mæta á leikdegi í Höllina og verður hleypt inn á meðan húsrúm leyfir. RÚV svo einnig sýna beint frá leiknum á RÚV2. KKÍ hvetjur landsmenn og alla körfuknattleiksaðdáendur að fjölmenna í Höllina á fimmtudaginn eftir viku og styðja stelpurnar til sigurs í sínum fyrsta leik en það er marg sannað hvað góður stuðningur getur skipt miklu máli. Landsliðið kemur saman á sunnudaginn á fyrstu æfingu sinni og halda síðan eftir leikin á fimmtudaginn út til Grikklands þar sem þær leika gegn heimastúlkum 17. nóvember ytra. #korfuboltiMeira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira