Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Frestað á Ísafirði

9 jan. 2020Mótanefnd hefur frestað leik Vestra og Hattar í 1. deild karla sem leika átti annað kvöld, föstudaginn 10. janúar á Ísafirði.Meira
Mynd með frétt

Niðurstöður Aga-og úrskurðarnefndar 08 janúar 2020

9 jan. 2020Aga- og Úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur málumMeira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · Haukar-KR í beinni á Stöð 2 Sport

9 jan. 2020Í kvöld eru fjórir leikir í Domino's deild karla og verður Stöð 2 Sport í Hafnarfirði og sýnir beint frá leik Hauka og KR. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15. Lifandi tölfræði á kki.is. 🍕 Domino's deild karla 🗓 Fim. 9. janúar 🆚 4 leikir í kvöld! 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 19:15 🏀 HAUKAR-KR ➡️📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 ÍR-STJARNAN 🏀 ÞÓR Þ.-VALUR 🏀 KEFLAVÍK-GRINDAVÍK 📲 #korfubolti 📲 #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Rúnar Birgir eftirlitsmaður FIBA við störf í Póllandi í kvöld og annað kvöld

8 jan. 2020Rúnar Birgir Gíslason er í kvöld við störf sem eftirlitsmaður FIBA í Póllandi á leik heimastúlkna í CCC Polkwice gegn Botas Spor Kulübü Dernegi frá Tyrklandi. Um er að ræða leik í Euro Cup kvenna. Þess má geta að Helena Sverrisdóttir lék eitt tímabil með CCC Polkwice sem atvinnumaður. Með Rúnari Birgi í dómarateyminu eru Mila Cavara frá Bosníu sem er dómari, Ivana Ivanovic frá Serbíu og Davar Gudelj frá Svíþjóð sem eru meðdómarar. Þau munu svo öll vera aftur við störf á morgun í borginni Bydgoszcz í Póllandi í sömu keppni þegar kvennalið Artego Bydgoszcz og ACS SEPSI-SIC frá Rúmeníu. Hægt er að sjá allt um Euro Cup kvenna á heimasíðu keppninar hérna​Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld · 4 leikir og bein útsending frá KR-KEFLAVÍK

8 jan. 2020🆚 4 leikir í kvöld! 🍕 Domino's deild kvenna 🗓 Mið. 8. jan. 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 19:15 🏀 KR-KEFLAVÍK ➡️📺 Sýndur beint á @St2Sport 🏀 SKALLAGRÍMUR-HAUKAR 🏀 GRINDAVÍK-VALUR 🏀 SNÆFELL-BREIÐABLIK 📲 #korfubolti 📲 #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Frestað í Höfn á Hornafirði

6 jan. 2020Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta leik Sindra og Breiðabliks í 1. deild karla sem leika átti kl. 20:00 í dag vegna veðurs.Meira
Mynd með frétt

Domino's deildirnar · Tvíhöfði á Stöð 2 Sport í beinni frá Hlíðarenda

5 jan. 2020Í kvöld fer fram einn leikur í Domino's deild kvenna og fimm leikir í Domino's deild karla og verða alls þrír leikir sýndir beint, þar af tveir leikir frá Origo-höllinni að Hlíðarenda. Fyrst verður leikur kvennaliða Vals og Skallagríms sýndur kl. 16:15 og strax á eftir leikur karlaliða Vals og Fjölnis kl. 18:30. Að honum loknum kl. 20:15 verður skipt yfir í Garðabæ þar sem Stjarnan tekur á móti Þór Þ. en að auki fara fram þrír aðrir leikir í Domino's deild karla kl. 19:15.Meira
Mynd með frétt

Frestað í Stykkishólmi

4 jan. 2020Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta leik Snæfells og Keflavíkur í Dominosdeild kvenna sem leika átti kl. 16:00 í dag vegna veðurs.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í dag · Þrír leikir kl. 16:00

4 jan. 2020Í dag hefst keppni á nýju ári og Domino's deild kvenna fer af stað með þrem leikjum sem hefjast allir kl. 16:00. Lifandi tölfræði frá öllum leikjum helgarinnar verður á sínum stað á kki.is.Meira
Mynd með frétt

Körfuboltinn fer af stað á nýju ári · Domino's deildir karla og kvenna um helgina

3 jan. 2020Á morgun hefst keppni á nýju ári og fjölmargir leikir í beinni um helgina. Í Domino's deild kvenna sem fer af stað með þrem leikjum á morgun laugardag sem hefjast allir kl. 16:00. Lifandi tölfræði frá öllum leikjum helgarinnar verður á sínum stað á kki.is. Á sunnudaginn fer einn leikur fer fram í Domino's deild kvenna og fimm leikir í Domino's deild karla og verða alls þrír leikir sýndir beint, þar af tveir leikir frá Origo-höllinni að Hlíðarenda. Fyrst verður leikur kvennaliða Vals og Skallagríms sýndur kl. 16:15 og strax á eftir leikur karlaliða Vals og Fjölnis kl. 18:30. Að honum loknum kl. 20:15 verður skipt yfir í Garðabæ þar sem Stjarnan tekur á móti Þór Þ. en að auki fara fram þrír aðrir leikir í Domino's deild karla kl. 19:15.Meira
Mynd með frétt

Stelpurnar í Val lið ársins 2019 og Martin í 2. sæti í Íþróttamaður ársins

1 jan. 2020Á laugardaginn síðasta fór fram árlegt hóf ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna þar sem íþróttafólk sérsambanda ÍSÍ fékk sín verðlaun afhent fyrir árið 2019 og Samtök íþróttafréttamanna tilkynntu val á Íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins. Stelpurnar í Val voru kjörnar lið ársins 2019 og Martin Hermansson varð í 2. sæti í kjöri Íþróttamanns ársins 2019. KKÍ óskar þeim innilega til hamingju! Körfuboltafólk og lið sem fengu atvæði í kosnunum til Íþróttamanns ársins 2019 Lið ársins 2019 (11 lið fengu atkvæði) 1. Valur kvenna 5. KR karlar Íþróttamaður ársins 2019 (24 íþróttamenn fengu atkvæði) 2. Martin Hermannsson 13. Helena Sverrisdóttir 17.-18. Jón Axel Guðmundsson Þjálfari ársins (11 þjálfarar fengu atkvæði) 5.-6. Darri Freyr Atlason Valur kvennaMeira
Mynd með frétt

Martin Hermannsson og kvennalið Vals tilnefnd sem íþróttamaður ársins og lið ársins 2019

27 des. 2019Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlin í Þýskalandi, er á topp tíu yfir íþróttamenn í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna til íþróttamanns ársins 2019. Að auki er kvennalið Vals eitt þriggja liða sem tilnefnt er sem lið ársins 2019. Kjörið fer fram í Hörpunni við hátíðlega athöfn á morgun 28. desember og verður sýnt beint frá viburðinum á RÚV og RÚV2. Fyrri hluti hátíðarinnar á RÚV2 frá kl. 18:00 þegar íþróttamenn allra sérsambanda fá sín verðlaun afhend og svo kl. 19:40 fer fram seinni hlutinn þar sem kjörið um topp tíu fer fram sem og lið ársins og þjálfari ársins verða kunngjörð.Meira
Mynd með frétt

Yngri landsliðin · Æfingatímar liðanna milli jóla og nýárs

26 des. 2019Yngri landslið Íslands hefja æfingar nú milli jóla og nýárs en um er að ræða fyrstu æfingahópa liðanna. Æft verður 27.-29. desember vítt og breytt um landið. Meira
Mynd með frétt

U20 ára landsliðs æfingahópar karla og kvenna

26 des. 2019Þjálfarra U20 ára landsliða karla og kvenna hafa valið sína fyrstu æfingahópa fyrir EM á komandi sumri 2020. Um er að ræða 20 manna hópa hjá hvoru liði en U20 ára landsliðin geta tekið breytingum áfram í vetur en fylgst er með náið með frammistöðu leikmanna í vetur og því geta bæst við leikmenn þegar nær dregur vori og tímabilinu fer að ljúka. Liðin taka þátt í FIBA European Championship í sumar, strákarnir í Georgíu í júlí og stelpurnar í Ísrael í ágúst. Hóparnir eru skipaðir eftirtöldum leikmönnum:Meira
Mynd með frétt

Gleðileg jól!

23 des. 2019Meira
Mynd með frétt

Skrifstofa KKÍ lokuð í dag 23. desember

23 des. 2019Í dag, Þorláksmessu 23. desember, er skrifstofa KKÍ lokuð. Skrifstofan verður opin næsta 27. og 30. desember.Meira
Mynd með frétt

Vestri-Skallagrímur FRESTAÐ | 1. deild karla

20 des. 2019Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta leik Vestra og Skallagríms í 1. deild karla vegna ófærðar.Meira
Mynd með frétt

Körfuboltakvöld í kvöld · Verðlaun veitt fyrir frammistöðu fyrri hlutans

20 des. 2019Í kvöld fer fram uppgjörsþáttur Domino’s deildanna í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport en útsending hefst kl. 21:30. Þá verður farið yfir leiki gærdagsins sem og það sem af er liðið af keppnistímabilinu 2019-2020 og verða veitt verðlaun að venju fyrir bestu frammistöðuna á fyrri hluta tímabilsins til leikmanna og þjálfara. Verðlaun veitt fyrir bestu frammistöðuna í fyrri hlutanum bæði í Domino’s deild karla og kvenna. Fyrri hlutinn 2019-2020: · 5 manna úrvalslið: · Besti þjálfarinn: · Besti leikmaðurinn (MVP): · Besti ungi leikmaðurinn: · Besti varnarmaðurinn: · Besti dómarinn: · Bestu stuðningsmennirnir: · Besti sjötti maðurinn: #korfubolti #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 18. desember 2019

19 des. 2019Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Leik Þór Ak.-KR FRESTAÐ

19 des. 2019Leik Þór Ak. og KR sem vera átti á Akureyri í kvöld hefur verið frestað, þar sem KR-ingar komust ekki á leikstað.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira