Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Bikarúrslitaleikur 10. flokks stúlkna FRESTAÐ, breytt leikjaplan á sunnudag

13 feb. 2020Eins og fjallað hefur verið ítarlega um í fjölmiðlum síðustu daga er búist við aftakaveðri á morgun. Í fyrsta sinn í sögunni er rauð viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið og Faxaflóa. Af þessum sökum hefur fyrsta leik í Geysisbikar yngri flokka í 10. flokki stúlkna milli Keflavíkur og Njarðvíkur verið frestað, sá leikur verður á sunnudagsmorgun kl. 09:30.Meira
Mynd með frétt

Skallagrímur mætir KR í úrslitum

13 feb. 2020Seinni undanúrslitaleikur Geysisbikars kvenna var viðureign Skallagríms og Hauka.Meira
Mynd með frétt

Ótrúlegur leikur þegar KR lagði Val

13 feb. 2020KR-ingar leika til úrslita í úrslitum Geysisbikars kvenna er þær lögðu Val í mögnuðum framlengdum leik 99-104.Meira
Mynd með frétt

GEYSISBIKARINN 2020 · Undanúrslit kvenna í dag

13 feb. 2020Í dag er komið að undanúrslitaleikjum kvenna í Geysisbikarnum í Laugardalshöllinni. Í gær léku karlaliðin þar sem Grindavík og Stjarnan tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum. Í undanúrslitunum í dag mætast Valur og KR í fyrri leik dagsins og svo Skallagrímur og Haukar í þeim síðari. Úrslitaleikurinn fer svo fram á laugardaginn kl. 16:30. Báðir leikirnir verða í beinni á RÚV2. Á morgun föstudag hefjast svo úrslit yngri flokka með þremur leikjum.Meira
Mynd með frétt

Landslið karla: Tveir leikir í febrúar í forkeppni að HM 2023

13 feb. 2020Íslenska landslið karla hefur leik í forkeppni að undankeppni HM 2023 núna í febrúar dagana 20.-23. febrúar. Íslenska liðið leikur í einum af tveimur fjögurra liða riðlum forkeppninnar og er í riðli með Slóvakíu, Kosovó og Lúxemborg. Efstu tvö liðin í lok þriðja gluggans í febrúar 2021 þegar liðin hafa leikið heima og að heiman fara áfram í aðra umferð. Fyrsti leikur liðsins verður á útivelli gegn Kosovó þann 20. febrúar í Pristhina kl. 18:00 að íslenskum tíma og verður hann í beinni útsendingu á RÚV2. Íslenska liðið mun ferðst út mánudaginn 17. febrúar og vera þar við æfingar fram að fyrsta leik. Síðari leikurinn í þessum glugga verður svo heima í Laugardalshöllinni kl. 20:00 sunnudaginn 23. febrúar gegn Slóvakíu og verður hann einnig í beinni á RÚV2.Meira
Mynd með frétt

Öruggur sigur Stjörnumanna

12 feb. 2020Viðureign Tindastóls og Stjörnunnar var seinni undanúrslitaviðureign kvöldsins en fyrr um kvöldið tryggði Grindavík sér sæti í úrslitum.Meira
Mynd með frétt

Grindvíkingar í úrslit eftir frábæran leik

12 feb. 2020Geysisbikarvikan fer vel af stað en fyrsti leikurinn var viðureign Fjölnis og Grindavíkur í undanúrslitum mfl. karla. Leikurinn stóð undir væntingum en hann var hin mesta skemmtun.Meira
Mynd með frétt

Niðurstöður Aga- og úrskurðarnefndar 12. febrúar 2020

12 feb. 2020Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fjórum agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

GEYSISBIKARINN 2020 · Undanúrslit karla í dag

12 feb. 2020Í dag er komið að upphafi Geysisbikars-vikunnar í körfubolta þegar úrslit Geysisbikarsins hefjast á undanúrslitaleikjum karla. Allir leikirnir verða í Laugardalshöll. Í undanúrslitunum mætast Fjölnir og Grindvík í fyrri leik dagsins og svo Tindstóll og Stjarnan í þeim síðari. Úrslitaleikurinn fer svo fram á laugardaginn kl. 13:30. Á morgun leik svo kvennaliðin í undanúrslitaleikjum sínum.Meira
Mynd með frétt

GEYSISBIKARINN 2020 · Dagskráin 12.-16. febrúar

10 feb. 2020Framundan í vikunni er bikarhátíð KKÍ og Geysis bílaleigu þegar leikið verður til úrslita í öllum flokkum í Geysisbikarnum dagana 12.-16. febrúar í Laugardalshöllinni í glæsilegri umgjörð. 11 félög eiga fulltrúa að þessu sinni frá átta bæjarfélögum í þeim 13 leikjum sem spilaðir verða. Allir leikir vikunnar verða sýndir, bæði á RÚV og RÚV2 og einnig verða leikir á netingu á Youtube-rás KKÍ frá úrslitaleikjum yngri flokka en á föstudaginn kemur verða tveir leikir yngri flokka, úrslitaleikir í 10. flokki stúlkna og unglingaflokki karla sýndir beint á RÚV2. Dagskrá Geysisbikarsúrslitanna 2020:Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karlar · Þrír leikir í kvöld og tveir sýndir beint á Stöð 2 Sport

7 feb. 2020Í Domino's deild karla fara fram þrír leikir í kvöld en þá mætast Valur og Stjarnan kl. 18:30 og KR og Keflavík kl. 20:15 í beinni á Stöð 2 Sport og svo er einnig kl. 20:15 fyrir norðan Þór Akureyri og Njarðvík. Í lok kvölds verður svo Domino's Körfuboltakvöld á dagskránni þar sem allt það helsta verður gert upp úr Domino's deildum karla og kvenna. Meira
Mynd með frétt

Niðurstöður Aga- og úrskurðarnefndar 5. febrúar 2020

5 feb. 2020Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Fjórir leikir í kvöld og Skallagrímur-Keflavík beint á Stöð 2 Sport

5 feb. 2020Heil umferð fer fram í Domino's deild kvenna í kvöld kl. 19:15 þegar fjórir leikir fara fram. Stöð 2 Sport verður í Borgarnesi og sýnir beint leik Skallagríms og Keflavíkur. Lifand tölfræði á sínum stað á kki.is frá öllum leikjunum. ​ 🍕 Domino's deild kvenna 🗓 Mið. 5. febrúar 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 19:15 🏀 SKALLAGRÍMUR-KEFLAVÍK ➡️📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 KR-GRINDAVÍK 🏀 BREIÐABLIK-VALUR 🏀 SNÆFELL-HAUKAR 📲 #korfubolti 📲 #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

GEYSISBIKARINN 2020 · Miðar til KKÍ-korthafa

4 feb. 2020KKÍ auglýsir miðaafhendingu til korthafa fyrir undanúrslit og úrslit karla og kvenna í Geysisbikarnum í febrúar. Allir handhafar aðgönguskírteina/boðskorta KKÍ þurfa að nálgast miða sína fyrirfram eða til kl. 15:00 á leikdegi fyrir hvern dag en allir leikirnir fara fram 12.-15. febrúar í Laugardalshöllinni. Þá minnum við á úrslit yngri flokka á föstudeginum 14. febrúar og sunnudeginum 16. febrúar en á þau kostar 1.000 kr. við hurð (öll helgin). Korthafar sína sín kort við inngang til að fá miða á þá leiki. Ekki verður hleypt inn á leikdegi gegn framvísun aðgönguskírteina/boðskorta við hurð, heldur verður aðeins tekið við fyrirfram útgefnum miðum á viðburðinn. Handhafar aðgönguskírteina/boðskorta geta sótt miðana sína rafrænt á netinu fram að leik með því að slá inn kennitölu sína (án bandstriks) Korthafar appelsínugulu kortana fá 1 miða og korthafar þeirrar bláu 2 miða á hvern leik: Miðar korthafa má nálgast hér fyrir neðan:Meira
Mynd með frétt

Kveðja frá KKÍ · Kolbrún Jónsdóttir 1956-2020

4 feb. 2020Kolbrún Jónsdóttir (Dolla) verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í dag kl. 13:00. Eftirfarandi minningargrein birtist í Morgunblaðinu í dag.Meira
Mynd með frétt

Niðurstöður Aga-og úrskurðarnefndar 03 Febrúar 2020

4 feb. 2020Aga- og Úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í kærumáli nr. 2/2019 - 2020Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla og Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport í kvöld

31 jan. 2020Domino's veisla í kvöld á Stöð 2 Sport, tveir leikir karla í beinni og Domino's körfuboltakvöld í lok kvölds gerir upp leikina og tilþrifin úr síðustu umferð Domino's deildum karla og kvenna. Góða skemmtun!Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Þrír leikir í kvöld - KR-ÍR í beinni á Stöð 2 Sport

30 jan. 2020Þrír leikir fara fram í Domino's deild karla í kvöld. Stöð 2 Sport sýnir Reykjavíkurslag KR og ÍR í beinni. Leikirnir hefjast kl. 19:15 í kvöld. 🍕 Domino's deild karla 🗓 Fim. 30. janúar 🆚 3 leikir í kvöld! 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 19:15 🏀 KR-ÍR ➡️📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 HAUKAR-ÞÓR Þ. 🏀 ÞÓR AK.-TINDASTÓLL 📲 #korfubolti 📲 #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Niðurstöður Aga-og úrskurðarnefndar 29 janúar 2020

29 jan. 2020Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Domino's deildirnar í kvöld · Tvíhöfði VALUR-KEFLAVÍK í beinni á Stöð 2 Sport

29 jan. 2020Í kvöld fara fram fimm leikir í Domino's deildunum, einn hjá körlum og fjórir hjá konunum. Stöð 2 Sport verður í Origo-höllinni og sýnir beint frá leikjum Vals og Keflavíkur, bæði karla og kvenna. Leikirnir hefjast 18:15 og 20:30.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira