Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Sérstakir frístundastyrkir út árið og sótt um gegnum Sportabler

3 sep. 2021Félags- og barnamálaráðherra hefur framlengt sérstaka frístundastyrki fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og verður nú hægt að sækja um styrki út árið 2021. Þá hefur ráðuneytið einnig gengið frá samningi við Abler um að hægt verði að sækja um styrkina með sambærilegum hætti og hefðbundinn frístundastyrk sem sveitarfélögin veita, eða við skráningu barns í íþrótt eða tómstund í gegnum rafrænt skráningarkerfi Sportabler. Stefnt er að opna fyrir umsóknir í vikunni að loknum prófunum á virkni kerfisins.Meira
Mynd með frétt

Valur b dregur lið sitt úr 1. deild kvenna

2 sep. 2021Valur hefur dregið b lið sitt úr keppni 1. deildar kvenna fyrir komandi leiktíð.Meira
Mynd með frétt

Net-dómaranámskeið 8.-9. september

1 sep. 2021Miðvikudaginn 8. september og fimmtudaginn 9. september fer fram net-dómaranámskeið. Áætlað er að námskeiðið standi frá 18:00-22:00 hvorn daginn. Þátttakendur sem ljúka námskeiðinu fá full dómararéttindi og geta þannig farið á niðurröðun hjá dómaranefnd í neðri deildum meistaraflokka sem og í yngri flokkum.Meira
Mynd með frétt

Landslið karla · Riðill Íslands í undankeppni HM 2023 klár!

31 ágú. 2021FIBA dró í morgun í allar undankeppnir sínar fyrir FIBA World Cup 2023 en keppt verður í álfukeppnum í Afríku, Ameríku og Asíu og Evópu næstu tvö árin. Þar var Ísland meðal 32 þátttökuþjóða frá Evrópu sem hafa tryggt sér þátttökurétt í undankeppninni en á endanum komast 12 lið á lokamótið sem fram fer á Filipseyjum, í Indónesíu og í Japan.Meira
Mynd með frétt

Dregið í riðla fyrir riðlakeppni FIBA World Cup 2023 hjá landsliði karla

30 ágú. 2021Á morgun þriðjudaginn 31. ágúst verður dregið í riðlakeppnina fyrir undankeppni HM 2023 hjá landsliði karla. Þar er Ísland meðal 32 þátttökuþjóða sem hafa tryggt sér þátttökurétt í Evrópu. Dregið verður í undankeppnir allra álfukeppna (Afríku, Ameríku, Asíu og Evrópu) og hefst viðburðurinn kl. 10:00 að íslenskum tíma (12:00 CET) og verður hann sýndur beint á Youtube-rás FIBA.Meira
Mynd með frétt

DHL og KKÍ endurnýjuðu samstarfssamning til næstu þriggja ára

26 ágú. 2021Í vikunni skrifuðu Björn Viðar Ásbjörnsson sölu- og markaðsstjóri DHL og Hannes S. Jónsson formaður Körfuknattleikssamband Íslands undir áframhaldandi samstarfssamning til næstu þriggja ára. DHL hefur verið einn stærsti bakhjarl KKÍ síðastliðin 6 ár og hefur samstarfið gengið einstaklega vel. Samningurinn er stærsti samstarfssamningur sem DHL á Íslandi hefur gert.Meira
Mynd með frétt

VÍS bikarinn 2021 hefst næsta sunnudag

23 ágú. 2021VÍS bikarinn 2021 hefst næsta sunnudag, 29. ágúst, en þá mætast Skallagrímur og Hamar í forkeppni 16 liða úrslita.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna: Mótherjarnir í undankeppni EM2023

20 ágú. 2021Dregið var nú rétt í þessu í riðla fyrir undankepni EM, EuroBasket Womens 2023 hjá landsliðum kvenna. Alls voru 38 lið skráðu sig til leiks að þessu sinni sem er metskráning hjá kvennalandsliðinum. Vonir standa til að leikið verði heima og að heiman en ekki í sóttvarnarbubblum eins og hefur verið að undanförnu í landsliðsgluggum og er lagt upp með þá áætlun hjá FIBA fyrir nóvember. Ísland var í 8. styrkleikaflokki og var dregið í riðla þar sem Ísland var átti möguleika á að lenda með liðum úr styrkleikaflokkum 1, 4 og 5.Meira
Mynd með frétt

Dregið í riðla fyrir undankeppni EuroBasket Women 2023 í dag

20 ágú. 2021Á morgun verður dregið í höfuðstöðvum FIBA Europe í riðlakeppnina fyrir undankeppni EuroBasket kvenna 2023. Dregið verður kl. 09:00 að íslenskum tíma (11:00 CET) og verður streymt beint frá drættinum á youtube-rás FIBA. Ísland er í 8. styrkleikaflokki og fær því eitt lið úr hverjum styrkleikaflokkum 1, 4 og 5 sem eru eftirfarandi lið:Meira
Mynd með frétt

Eitt tap og einn sigur á Norðurlandamótir U18 í Kisakalio

19 ágú. 2021Bæði lið undir 18 ára spiluðu á móti Dönum í dag en lokaleikir mótsins er á morgun og mæta þá bæði lið Svíþjóð.Meira
Mynd með frétt

Tap á öðrum leikdegi á Norðurlandamóti U18 í Kisakalio

17 ágú. 2021Ísland tapaði í báðum leikjum dagsins hjá undir 18 ára stúlkna og drengja gegn Finnlandi.Meira
Mynd með frétt

Landslið karla · Lokaleikurinn í dag gegn Danmörku í kvöld

17 ágú. 2021Íslenska karlalandsliðið leikur lokaleik sinn í dag í riðlinum í seinni umferð forkeppninnar að HM 2023 þegar liðið mætir Danmörku í síðari leik liðanna. Ísland vann fyrri leikinn sem þýðir að sigur mun tryggja liðinu annað sæti riðlsins og þar með sæti í riðlakeppni HM 2023 en þar verður dregið í riðla í lok mánaðarins. Strákarnir okkar eru staðráðnir í að klára verkefnið og tryggja sæti sitt sjálfir og þurfa ekki að treysta á önnur úrslit. Leikurinn verður sýndur beint á RÚV2 og hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma.Meira
Mynd með frétt

Dómaranámskeið 23. og 25. ágúst

17 ágú. 2021Mánudaginn 23. ágúst og miðvikudaginn 25. ágúst fer fram net-dómaranámskeið. Athugið að þetta er eitt námskeið sem haldið er á tveimur kvöldum. Áætlað er að námskeiðið standi frá 18:00-22:00 hvorn daginn.Meira
Mynd með frétt

Haukar taka þátt í EuroCup kvenna

17 ágú. 2021Kvennalið Hauka er skráð til leiks í EuroCup kvenna á komandi leiktíð, en dregið verður í undankeppni EuroCup kvenna næstkomandi fimmtudag.Meira
Mynd með frétt

Sigur á fyrsta leikdegi á Norðurlandamóti U18 í Kisakalio

16 ágú. 2021Ísland sigraði Eistland í báðum leikjum dagsins hjá undir 18 ára stúlkna og drengjaMeira
Mynd með frétt

Landslið karla: Naumt tap fyrir Svartfjallandi í öðrum leik liðanna

16 ágú. 2021Ísland lék sinn þriðja leik í kvöld og nú var það síðari leikurinn gegn Svartfjallalandi sem var á dagskránni. Leikurinn í kvöld var fjörugur og hafði Ísland undirtökun lengst af í leiknum. Heimamenn leiddu með tveim stigum eftir fyrsta leikhluta en Ísland var yfir í hálfleik 46:41.Meira
Mynd með frétt

Landslið karla: ÍSLAND-SVARTFJALLALAND í kvöld

16 ágú. 2021Í kvöld mætast öðru sinni Ísland og Svartfjallaland í forkeppni HM 2023 sem fram fer í Podgorica. Leikurinn verður í beinni á RÚV2. Eftir tvo leiki er Ísland með einn sigur og eitt tap. Tveir leikir eru eftir, í kvöld gegn heimamönnum og svo á morgun aftur gegn Danmörku. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram.Meira
Mynd með frétt

Norðurlandamót U18 stúlkna og drengja

16 ágú. 2021Fyrstu leikir á Norðurlandamóti U18 landsliða drengja og stúlkna sem fer fram í Kisakallio í Finnlandi eru í dagMeira
Mynd með frétt

Íslenskir dómarar og eftirlitsmenn að störfum fyrir FIBA

15 ágú. 2021Það er ekki aðeins karlalandslið Íslands og yngri lið Íslands sem eru á fullri ferð í Evrópu þessa dagana heldur eru líka FIBA dómarar og eftirlitsmenn Íslands í FIBA-verkefnum. Davíð Tómas Tómasson FIBA dómari, Rúnar Birgir Gíslason FIBA eftirlitsmaður og Kristinn Óskarsson FIBA dómaraleiðbeinandi eru allir við störf erlendis þessa dagana.Meira
Mynd með frétt

Landslið karla: Sigur gegn Danmörku í öðrum leik riðilsins

13 ágú. 2021Ísland vann í kvöld Danmörku í öðrum leik sínum í riðlinum sem er liður að forkeppni HM2023. Lokatölur 91:70 fyrir Ísland en um var að ræða hörku leik sem okkar drengir lönduðu fagmannlega. Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira