Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

2. deild kvenna - skráning hafin

29 sep. 2021Búið er að opna fyrir skráningu í 2. deild kvenna, en leikið verður laugardaginn 16. október. Að þessu sinni verður leikið á Flúðum í umsjón Hrunamanna.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 22. SEPTEMBER 2021.

23 sep. 2021Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fjórum agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Haukar í EuroCup Women · Evrópuleikur í kvöld

23 sep. 2021Haukar mæta portúgalska liðinu Clube União Sportiva í forkeppni að EuroCup kvenna í kvöld. Leikurinn fer fram á Ásvöllum í Ólafssal kl. 19:30 og er miðasala á STUBB. Þetta er í þriðja sinn í sögu KKÍ sem íslenskt félagslið tekur þátt en Haukar eru eina félagið sem það hefur gert. Þær tóku þátt 2005-2006 og 2006-2007 í evrópukeppninni síðast. Meira
Mynd með frétt

Skrifstofa KKÍ lokuð þriðjudaginn 21. september

20 sep. 2021Skrifstofa KKÍ verður lokuð þriðjudaginn 21. september.Meira
Mynd með frétt

VÍS BIKARINN 2021 · Haukar og Njarðvík bikarmeistarar!

20 sep. 2021VÍS bikarúrslitin 2021 voru leikin í september og úrslitaleikirnir fóru fram á laugardaginn og voru þeir haldnir með pompi og prakt í Smáranum í Kópavogi. Fyrri leikur dagsins var kvennaleikurinn þar sem Fjölnir og Haukar mættust. Fjölnir var að leika sinn fyrsta úrslitaleik í sögu félagsins. Í seinni leik dagsins mættust tvöfaldir bikarmeistarar Stjörnunnar sl. tveggja ára og Njarðvík. Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 15. SEPTEMBER 2021.

16 sep. 2021Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Undanúrslit VÍS bikars karla í kvöld!

16 sep. 2021Báðir leikir undanúrslita VÍS bikars karla verða leiknir í kvöld, og sýndir í beinni útsendingu á RÚV 2.Meira
Mynd með frétt

Undanúrslit VÍS bikars kvenna í kvöld!

15 sep. 2021Báðir leikir undanúrslita VÍS bikars kvenna verða leiknir í kvöld, og sýndir í beinni útsendingu á RÚV 2.Meira
Mynd með frétt

Referee clinic in English

14 sep. 2021On Sunday, 19 September, the Icelandic basketball federation will host a referee clinic in English. Registration for the clinic is now open.Meira
Mynd með frétt

Tölfræðinámskeið KKÍ · Haust 2021

13 sep. 2021Hafin er skráning á tölfræðinámskeið KKÍ þetta haustið sem fer fram föstudaginn 17. september og verður það haldið í fundarsal í íþróttamiðstöðinni í Laugardal milli kl. 17-20. Félög eru hvött til þess að skrá sitt fólk á námskeiðið en vert er að taka það fram að námkeiðið er öllum opið og er öllum að kostnaðarlausu. Mjög mikilvægt er fyrir lið í efstu tveim deildum að hafa hæfa tölfræðiskrásetjara í sínum röðum til að geta mannað ritaraborðið í vetur sem og tryggt góð gæði á tölfræðiþættinum.Meira
Mynd með frétt

ÍA tekur sæti í 1. deild karla

10 sep. 2021ÍA hefur þekkst boð um að taka það sæti sem Reynir S. lét frá sér í 1. deild karla á komandi leiktíð.Meira
Mynd með frétt

Þjálfaranám 1.2 og 3. stig ÍSÍ

10 sep. 2021Haustfjarnám 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ hefst mánudaginn 27. sept. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Nám allra stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt til fjölda ára og þátttakendur komið frá mörgum íþróttagreinum. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda. Meira
Mynd með frétt

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs

10 sep. 2021Ágætu íþrótta- og æskulýðsfélög Að gefnu tilefni vill mennta- og menningarmálaráðuneyti árétta úrræði stjórnvalda um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs sem starfar samkvæmt lögum nr. 45/2019. Markmið laganna er að íþrótta- og æskulýðsstarf fari fram í öruggu umhverfi og að börn, unglingar og fullorðnir, óháð kynferði eða stöðu að öðru leyti, geti stundað íþróttir eða æskulýðsstarf og leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem eiga sér stað án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 8. September 2021.

9 sep. 2021 Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

VÍS bikar - dregið í fjórðungs- og undanúrslit

6 sep. 2021Dregið var í fjórðungs- og undanúrslit VÍS bikars karla og kvenna á skrifstofu KKÍ fyrr í dag.Meira
Mynd með frétt

Sérstakir frístundastyrkir út árið og sótt um gegnum Sportabler

3 sep. 2021Félags- og barnamálaráðherra hefur framlengt sérstaka frístundastyrki fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og verður nú hægt að sækja um styrki út árið 2021. Þá hefur ráðuneytið einnig gengið frá samningi við Abler um að hægt verði að sækja um styrkina með sambærilegum hætti og hefðbundinn frístundastyrk sem sveitarfélögin veita, eða við skráningu barns í íþrótt eða tómstund í gegnum rafrænt skráningarkerfi Sportabler. Stefnt er að opna fyrir umsóknir í vikunni að loknum prófunum á virkni kerfisins.Meira
Mynd með frétt

Valur b dregur lið sitt úr 1. deild kvenna

2 sep. 2021Valur hefur dregið b lið sitt úr keppni 1. deildar kvenna fyrir komandi leiktíð.Meira
Mynd með frétt

Net-dómaranámskeið 8.-9. september

1 sep. 2021Miðvikudaginn 8. september og fimmtudaginn 9. september fer fram net-dómaranámskeið. Áætlað er að námskeiðið standi frá 18:00-22:00 hvorn daginn. Þátttakendur sem ljúka námskeiðinu fá full dómararéttindi og geta þannig farið á niðurröðun hjá dómaranefnd í neðri deildum meistaraflokka sem og í yngri flokkum.Meira
Mynd með frétt

Landslið karla · Riðill Íslands í undankeppni HM 2023 klár!

31 ágú. 2021FIBA dró í morgun í allar undankeppnir sínar fyrir FIBA World Cup 2023 en keppt verður í álfukeppnum í Afríku, Ameríku og Asíu og Evópu næstu tvö árin. Þar var Ísland meðal 32 þátttökuþjóða frá Evrópu sem hafa tryggt sér þátttökurétt í undankeppninni en á endanum komast 12 lið á lokamótið sem fram fer á Filipseyjum, í Indónesíu og í Japan.Meira
Mynd með frétt

Dregið í riðla fyrir riðlakeppni FIBA World Cup 2023 hjá landsliði karla

30 ágú. 2021Á morgun þriðjudaginn 31. ágúst verður dregið í riðlakeppnina fyrir undankeppni HM 2023 hjá landsliði karla. Þar er Ísland meðal 32 þátttökuþjóða sem hafa tryggt sér þátttökurétt í Evrópu. Dregið verður í undankeppnir allra álfukeppna (Afríku, Ameríku, Asíu og Evrópu) og hefst viðburðurinn kl. 10:00 að íslenskum tíma (12:00 CET) og verður hann sýndur beint á Youtube-rás FIBA.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira