18 nóv. 2022Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið liðið sitt fyrir næstu tvo leikina í undankeppni EuroBasket Women´s 2023 sem fara fram núna í nóvember. 

Leikið verður í núna í nóvember og aftur í febrúar 2023 og þar með klárast þessi undankeppni. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Spánn, Ungverjaland og Rúmenía. Ísland hefur leikið gegn Rúmeníu ytra og Ungverjalandi hér heima í nóvember fyrir ári síðan og tapaði báðum leikjum sínum. Núna er leikið er heima og að heiman að nýju en efsta liðið úr riðlinum í lok febrúar fer beint á EM 2023 en möguleiki er fyrir besta annað sætið að fylgja með á lokamótið (fjögur lið með bestan árangur úr öllum undanriðlunum tíu).

Íslenska liðið mun ferðast út mánudaginn 21. nóvember og vera við æfingar ytra fram að leik.

Núna í nóvember á Ísland sína næstu tvo leiki á dagskránni, fyrst verður leikið á útivelli gegn Spáni þann 24. nóvember í Huelva, og svo hér heima gegn Rúmeníu. Heimaleikurinn fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 27. nóvember kl. 16:30 og verður í beinni á RÚV.

Miðasala er hafin og fer öll fram á STUBB (www.stubbur.app)
Samhliða leiknum ætlar KKÍ að vera með körfuboltahátíð í Laugardalshöllinni, Stelpur í körfu, sem verður auglýst nánar á næstunni en hún verður í anddyri Hallarinnar á leikdegi.

Íslenska liðið er þannig skipað í nóvember glugganum: 

Nafn · Lið (Landsleikir)
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (2)
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (6)
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (12)
Dagný Lísa Davíðsdóttir · Fjölnir (4)
Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (2)
Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (4)
Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (2)
Hildur Björg Kjartansdóttir · BC Namur-Capitale, Belgíu (36)
Isabella Ósk Sigurðardóttir · Njarðvík (8)
Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (26)
Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar (Nýliði)
Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (25)

Þjálfari: Benedikt Guðmundsson
Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson.
Fararstjórn: Kristinn Geir Pálsson, Sigrún Ragnarsdóttir og Jón Bender.

Þær sem ekki gátu tekið þátt að þessu sinni vegna meiðsla voru Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík, Hallveig Jónsdóttir Val, Helena Sverrisdóttir Haukum og Lovísa Björt Henningsdóttir Haukum.

Heimasíða keppninnar:
https://www.fiba.basketball/womenseurobasket/2023/qualifiers

#korfubolti