Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

U15 liðin byrja vel í Danmörku

17 jún. 2016Nú er fyrsta deginum lokið á Copenhagen Invitational og komnir 3 sigrar og 1 tap hjá íslensku U15 liðunum.Meira
Mynd með frétt

Úrslit yngri flokka - umsóknarfrestur til 21. júní

16 jún. 2016KKÍ auglýsir eftir aðildarfélögum sem vilja taka að sér umsjón úrslita Íslandsmóts yngri flokka eða Landflutningamótin tímabilið 2016-17. KKÍ auglýsir eftir aðildarfélögum sem vilja taka að sér umsjón úrslita Íslandsmóts yngri flokka eða Landflutningamótin tímabilið 2016-17. Meira
Mynd með frétt

Minnibolti 11 ára – umsóknir til að halda mót veturinn 2016-17

16 jún. 2016Mótanefnd KKÍ auglýsir eftir félögum til að taka að sér umsjón fjölliðamóta í Íslandsmóti 11 ára drengja og stúlkna. Samkvæmt greinu 37. og 43 í reglugerð um körfuknattleiksmót skal auglýsa mótshelgar og geta öll lið sótt um að halda slík mót.Meira
Mynd með frétt

U15 ára liðin á leið til Danmerkur

16 jún. 2016Í dag heldur stór hópur til Danmerkur á vegum KKÍ. Landslið stúlkna og stráka 15 ára fara og taka þátt í Copenhagen Invitational mótinu í Kaupmannahöfn. Meira
Mynd með frétt

Njarðvík í Domino´s deild kvenna

14 jún. 2016Lið Njarðvíkur hefur þegið sæti í Domino´s deild kvenna á næsta keppnistímabili þar sem Hamar ákvað að skrá liðið ekki til leiks. Mótanefnd leitaði til Njarðvíkur og náði félagið sætið.Meira
Mynd með frétt

Afreksbúðir 2016 · Fyrri æfingahelgin framundan

6 jún. 2016KKÍ mun standa fyrir Afreksbúðum í ár líkt og síðastliðin sumur. Afreksbúðirnar eru undanfari að U15 ára landsliði Íslands en í Afreksbúðum er það yfirþjálfari ásamt gestaþjálfurum stjórna ýmsum tækniæfingum.Meira
Mynd með frétt

Körfuboltasumarið 2016

31 maí 2016KKÍ hefur sett á laggirnar verkefnið Körfuboltasumarið sem á að efla iðkun körfuknattleiks yfir sumartímann. Verkefnið nær yfir sumrin 2016 og 2017 og er það styrkt af Þróunarsjóði FIBA Europe (FIBA Europe Development Fund).Meira
Mynd með frétt

Úrvalsbúðir 2016 · Fyrri æfingahelginni lokið

30 maí 2016Um helgina mættu rúmlega 600 krakkar til leiks í Úrvalsbúðir KKÍ þar sem þau fóru í gegnum ýmsar tækniæfingar og leiki. Strákarnir voru í DHL-höllinni í Frostaskjóli og stelpurnar æfðu í Smáranum, Kópavogi. Óhætt er að segja að helgin hafi tekist mjög vel og voru krakkarnir ótrúlega duglegir, lögðu sig fram og voru samviskusöm, og ánægja meðal leikmanna og þjálfara hvernig til tókst.Meira
Mynd með frétt

Skráning í Domino´s deild kvenna, Domino´s deild karla og 1. deild karla hafin fyrir keppnistímabilið 2016-17

27 maí 2016Skráning er hafin í Domino´s deild kvenna, Domino´s deild karla og 1. deild karla fyrir veturinn 2016-2017 og skráning klárast 1. júní. Skráning í bikarkeppnina er seinna í sumar. Búið er að gera breytingu á skráningarfrestum sem þýðir að skráning í 1. deild kvenna, 2. deild karla, 3. deild karla, unglingaflokk kvenna, unglingaflokk karla og drengjaflokk er seinna í sumar eða þann 15. ágúst.Meira
Mynd með frétt

Úrvalsbúðir 2016 · Fyrri æfingahelgin 28.-29. maí

25 maí 2016Um helgina er komið að fyrri Úrvalsbúðahelginni 2016. Þá mæta til leiks um rúmlega 650 krakkar í árgöngum 2003, 2004 og 2005 á tvær æfingar. Stelpur æfa í Smáranum Kópavogi og strákarnir í DHL-höllinni í Vesturbænum. Meira
Mynd með frétt

U20 karla · Æfingahópurinn

25 maí 2016Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari U20 karla, hefur kallað saman 18 manna æfingahóp fyrir sumarið og mun liðið æfa næstu daga. Í lok mánaðarins verður svo 12 manna lið valið fyrir verkefni sumarsins sem er EM um miðjan júlí.Meira
Mynd með frétt

Þjálfaranámskeið fyrir konur: Fjölgum kvennþjálfurum

24 maí 2016Dagana 30.-31. maí næstkomandi ætlar Brynjar Karl að vera með þjálfaranámskeið eingöngu fyrir konur. Námskeiðið fer fram milli kl. 17:00-20:30 báða daga og verður fjallað um tækniþjálfun, líkamsþjálfun og leikfræði fyrir yngri flokka auk þess sem einn hlutinn mun fara í hugarþjálfun, markmiðastjórnun og tilfinningagreind.Meira
Mynd með frétt

Yngri landslið Íslands: U16 og U18 ára liðin

24 maí 2016Um síðastliðna helgi æfðu fjögur yngri lið Íslands í 16 manna æfingahópum og nú er búið að velja þá 12 leikmenn sem skipa landsliðin fyrir NM 2016 sem fram í Finnlandi dagana 26.-30. júní næstkomandi. Eftirtaldir leikmenn skipa landslið Íslands í U16 drengja og stúlkna og U18 karla og kvenna í sumar:Meira
Mynd með frétt

Golfmót körfuboltamanna 2016 · 10. júní Grindavík

23 maí 2016Golfmótið körfuboltamanna í ár fer fram á Húsatóftavelli í Grindavík hjá Golfklúbbi Grindavíkur föstudaginn 10. júní. Það verður í 17. sinn sem mótið er haldið. Meira
Mynd með frétt

Vel heppnað þjálfaranámskeið um helgina

23 maí 2016Um helgina fór fram þjálfaranámskeið KKÍ í samstarf við FIBA og FKÍ. Var námskeiðið hluti af þjálfaramenntun KKÍ og var þetta námskeið 2.a. í þjálfarastiga KKÍ. Á föstudag voru fyrirlestarar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og á laugardag og sunnudag voru fyrirlestrar í Ásgarði.Meira
Mynd með frétt

Kristinn Óskarsson á námskeiði dómaraleiðbeinenda

18 maí 2016Nú um helgina fór fram námskeið fyrir dómaraleiðbeinendur á vegum FIBA Europe í Zagreb í Króatíu. Hvert land þarf að eiga einn dómaraleiðbeinanda (national Instructor) sem hefur það hlutverk að samræma dómgæslu í viðkomandi landi að áherslum FIBA. Kristinn Óskarsson er FIBA Instructor fyrir Ísland og var á námskeiðinu um helgina ásamt tæplega 60 þátttakendum.Meira
Mynd með frétt

Hannes S. Jónsson: Að loknu keppnistímabili 2015-2016

17 maí 2016Nú er keppnistímabilinu 2015/2016 formlega lokið en í gær annan í hvítasunnu fóru fram síðustu leikir tímabilsins þegar Íslandsmeistarar vorur krýndir í fjórum flokkum yngri flokkanna. Meira
Mynd með frétt

Íslandsmeistarar í 10. flokki drengja, 10. flokki stúlkna, Unglingaflokki kvenna og Unglingaflokki karla 2016

17 maí 2016Um helgina var leikið á seinni úrslitahelgi yngri flokka 2016 og var hún í umsjón Keflavíkur. Leikið var til úrslita í 10. flokki drengja og stúlkna og í unglingaflokkum karla og kvenna. Á föstudeginum og laugardeginum fóru fram undanúrslitaleikirnir í öllum flokkum og eftir frí á sunnudeginum var leikið til úrslita í gær mánudaginn 16. maí þar sem fjögur lið voru krýnd Íslandsmeistarar 2016!Meira
Mynd með frétt

Úrslit yngri flokka 2016 · Úrslitaleikir mánudaginn 16. maí

15 maí 2016Mánudaginn 16. maí fara fram úrslitaleikirnir í síðustu fjórum flokkunum á þessu keppnistímabili og verða því fjögur lið krýnd Íslandsmeistarar á þessari seinni úrslitahelgi yngri flokka sem fram fer í Keflavík. Leikið hefur verið í undanúrslitum föstudag og laugardag en í dag sunnudag er frí fyrir úrslitaleikina sem fram fara á morgun. Meira
Mynd með frétt

Reglugerð um erlenda leikmenn - niðurstaða stjórnar KKÍ

13 maí 2016Á stjórnarfundi KKÍ fimmtudaginn 12. maí var tekin fyrir beiðni síðasta formannafundar um að skoða hvort breyta eigi reglugerð um erlenda leikmenn fyrir komandi tímabil. Í dag er heimilt samkvæmt reglugerðinni að vera með einn erlendan leikmann inn á vellinum á hverjum tíma og hefur sú regla verið í gildi frá því vorið 2013. Á stjórnarfundinum voru miklar og góðar umræður um málefni erlendra leikmanna.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira