Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

EM U18 karla: Fyrsti leikurinn í dag

29 júl. 2016Í dag hefst EM hjá U18 karla í Skopje í Makedóníu. Okkar menn, sem urðu Norðurlandameistarar í júní, eru brattir en fyrsti leikur er gegn Lúxemborg kl. 15:30 að íslenskum tíma. Liðið æfði í gær og strákarnir fengu að kynnast því aðeins að það er mjög heitt í Skopje um þessar mundir. Auk Lúxemborg er Tékkland, Danmörk, Eistland og Hollend með okkar mönnum í riðli.Meira
Mynd með frétt

EM U18 kvenna: Ísland - Hvíta Rússland í 8 liða úrslitum

28 júl. 2016Ísland leikur á móti Hvíta Rússlandi á morgun kl.14:30 á íslenskum tíma í 8 liða úrslitum. Meira
Mynd með frétt

Bylting fyrir Afreksstarfið - Nýr samningur undirritaður í morgun

28 júl. 2016Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Íþrótta og Ólympíusamband Íslands undirrituðu í dag tímamótasamning til næstu þriggja ára um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi. Framlagið mun hækka í áföngum úr 100 milljónum á fjárlögum síðasta árs í 400 milljónir á næstu þremur árum og er því um fjórföldun að ræða.Meira
Mynd með frétt

EM U18 kvenna: Komnar í 8 liða úrslit eftir sigur á Finnum

27 júl. 2016Fjórði og síðasti leikur riðlakeppnarinnar á EM U18 kvenna fór fram í dag. Ísland spilaði á móti nýkrýndum Norðurlandameisturum, Finnlandi. Með sigri gat íslenska liðið tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum.Meira
Mynd með frétt

EM U18 kvenna: Fyrsta tap á EM

26 júl. 2016Þriðji​ leikur Íslands á EM u 18 kvenna fór fram í dag hér í Bosniu við lið gestgjafanna.Meira
Mynd með frétt

EM U18 kvenna: Annar leikur í dag.

25 júl. 2016U 18 kvenna leikur sinn annann leik á mótinu í dag á móti Rúmeníu kl. 12:15 á íslenskum tíma.Meira
Mynd með frétt

EM U20: Úrslitaleikurinn gegn Svartfjallalandi í kvöld

24 júl. 2016Ísland mætir Svartfjallalandi í úrslitaleik um á EM U20 liða í B-deild í kvöld kl. 18:00.Meira
Mynd með frétt

EM U18 kvenna: Hefja leik í dag

23 júl. 2016Núna kl. 12:15 hefja stelpurnar okkar leik á EM í Bosníu og er fyrsti leikurin gegn Portúgal.Meira
Mynd með frétt

EM U20 karla:8-liða úrslit í dag kl. 18:00

22 júl. 2016Strákarnir okkar í U20 ára liðinu leika í 8-liða úrslitunum í dag kl. 18:00 á Evrópumótinu sem fram fer í Grikklandi. Með sigri munu strákarnir okkar leika í undanúrslitum gegn sigurvegara úr viðureign Grikkja og Bosníu.Meira
Mynd með frétt

EM U20 karla: Ísland-Pólland í dag kl. 15:45

20 júl. 2016Í dag er komið að lokadegi riðlakeppninnar og eiga strákarnir okkar leik gegn Póllandi. Leikurinn hefst kl. 15.45 að íslenskum tíma og verður í beinni tölfræðilýsingu á heimasíðu mótsins: EM U20 karla 2016 í Grikklandi. Þar má einnig sjá stöðu, úrslit annara leikja, sjá myndir úr leikjum og skoða uppsafnaða tölfræði á mótinMeira
Mynd með frétt

Landslið karla · Æfingahópur fyrir undankeppni EM, EuroBasket 2017

18 júl. 2016Komið er að upphafi æfinga hjá landsliði karla fyrir undankeppi EM, EuroBasket 2017, en æfingar hefjast í vikunni. Á miðvikudaginn kemur, þann 20. júlí, hefur Craig Pedersen og þjálfarateymi hans boðað 22 leikmenn til æfinga. Alls eru 41 leikmaður í æfingahópnum fyrir sumarið. Æft verður fram að helgi en þá munu þeir skera niður æfingahópinn og boða þá leikmenn sem þeir velja til áframhaldandi æfinga á næstu æfingar sem hefjast mánudaginn 25. júlí. Þar munu þeir hitta fyrir þá leikmenn sem voru í landsliðinu í fyrra og ekki eru að æfa í fyrsta hópnum, auk þess sem nokkrir í U20 landsliði karla munu bætast í hópinn í kjölfarið, þegar þeir koma heim af EM sem fram fer í Grikklandi þessa dagana. Meira
Mynd með frétt

EM U20: Leikjaplanið í Grikklandi

17 júl. 2016Strákarnir okkar í U20 ára liði karla standa í ströngu þessa dagana en þeir eru á Evrópumóti FIBA í keppni U20 karla sem fram fer á Grikklandi. Meira
Mynd með frétt

U20 karla: Ísland-Rússland

16 júl. 2016Núna er að hefjast leikur Íslands gegn Rússlandi á EM U20 í Grikklandi en þetta er annar leikur okkar stráka á mótinu.Meira
Mynd með frétt

U20 karla hefja leik á EM í dag

15 júl. 2016Í dag kl. 18:00 að íslenskum tíma (21:00 í Grikklandi) hefja strákarnir okkar í U20 ára landsliðinu leik á Evrópumóti FIBA sem fram fer í Grikklandi. Mótherjarnir í dag eru Hvít-Rússar og verður hægt að fylgjast með lifandi tölfræði á heimasíðu mótsins.Meira
Mynd með frétt

Haustdagskrá þjálfaranáms KKÍ

13 júl. 2016Haustdagskrá þjálfaranámskeiða KKÍ hefur verið ákveðin. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um námskeiðin hér fyrir neðan en fyrsta námskeiðið verður 19.-21. ágúst en það er KKÍ 1.a.Meira
Mynd með frétt

Körfuboltamót · 3-á-3 á Klambratúni

13 júl. 2016Körfuboltasumarið, sumarverkefni á vegum KKÍ og FIBA, efnir til götuboltamóts á Klambratúni dagana 22. og 23. júlí þar sem keppt verður í fjórum flokkum: Meira
Mynd með frétt

U20 ára landslið karla á leið til Grikklands

13 júl. 2016Í morgun hélt U20 ára lið karla af stað til Chalkida í Grikklandi þar sem þeir munu hefja leik á föstudaginn kemur í Evrópukeppni FIBA 2016.Meira
Mynd með frétt

ÓL2016 · 12 lið í keppni kvenna

11 júl. 2016Um miðjan júní fór fram undankeppni ÓL2016 hjá konnum en leikið var í Frakklandi þar sem 12 lið léku um fimm laus sæti á ÓL2016. Meira
Mynd með frétt

ÓL2016 · Ljóst hvaða 12 lið leika í keppni karla

11 júl. 2016Um helgina réðst endanlega hvaða lið tryggðu sér þátttökurétt í Ríó á ÓL2016 í keppni í körfuknattleik karla. 18 lið léku á þremur mótum um þrjú síðustu lausu sætin á ólymíuleikunum í Ríó sem fram fara í lok sumars. Leikið var í Serbíu, á Filippseyjum og á Ítalíu og þar sem sigur á hverju móti fyrir sig gaf sæti á ÓL2016.Meira
Mynd með frétt

Körfuboltasumarið 2016 · Hringferð um landið 4.-9. júlí

5 júl. 2016Strákarnir okkar í Körfuboltasumrinu ætla eru farnir af stað og ætla að heimsækja nokkra staði á landsbyggðinni dagana 4.-9. júlí. Nánari dagskrá er að finna hjá félögunum á hverjum stað en þeir munu heimsækja þá krakka sem eru að æfa með sínum félögum.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira