18 júl. 2016Komið er að upphafi æfinga hjá landsliði karla fyrir undankeppi EM, EuroBasket 2017, en æfingar hefjast í vikunni.
Á miðvikudaginn kemur, þann 20. júlí, hefur Craig Pedersen og þjálfarateymi hans boðað 22 leikmenn til æfinga. Alls eru 41 leikmaður í æfingahópnum fyrir sumarið. Æft verður fram að helgi en þá munu þeir skera niður æfingahópinn og boða þá leikmenn sem þeir velja til áframhaldandi æfinga á næstu æfingar sem hefjast mánudaginn 25. júlí. Þar munu þeir hitta fyrir þá leikmenn sem voru í landsliðinu í fyrra og ekki eru að æfa í fyrsta hópnum, auk þess sem nokkrir í U20 landsliði karla munu bætast í hópinn í kjölfarið, þegar þeir koma heim af EM sem fram fer í Grikklandi þessa dagana.
Meira